Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 10
10 31. október 2008 FÖSTUDAGUR L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U - 2 6 . S T A R F S Á R SCHOLA CANTORUM Hörður Áskelsson allra sálna messa T Ó N L E IK A R Í H A L L G R ÍM S K IR K J U su n n u d a g 2 . n ó v e m b e r 2 0 0 8 k l. 1 7 ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON THOMAS LUIS DE VICTORIA HENRY PURCELL THOMAS TOMKINS THOMAS WEELKES HANS LEO HASSLER ERIC WHITACRE F O R S A L A Í H A L L G R ÍM S K IR K J U A Ð G A N G S E Y R IR 2 .5 0 0 /1 .8 0 0 K R . í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2. sýning - á morgun kl. 15 3. sýning - 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 2 sýningar! Auglýsingasími – Mest lesið EFNAHAGSMÁL Halli á fjárlögum ríksins gæti á næsta ári náð tíunda hluta af vergri landsframleiðslu, sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál í gær. Miðað við landsframleiðslu síð- asta árs gæti halli á fjárlögum því numið um 130 milljörðum króna. Geir sagði að í langtímaáætlun sé reiknað sé með því að hallinn verði lækkaður frá árinu 2010 um tvö til þrjú prósent á ári. Geir sagði að reikna megi með því að skuldir ríkissjóðs muni hækka úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2007 í rúm 100 prósent í lok árs 2009. Uppgjörið á þroti viðskipta- bankanna gæti numið allt að 85 prósentum af vergri landsfram- leiðslu, sagði Geir. Það nemur um það bil 1.100 milljörðum króna, miðað við landsframleiðslu á síð- asta ári. Geir sagði að hafa verði í huga að ekki sé ætlun ríkisins að eiga bankana til langframa. Hluta- fé verði vonandi selt með ávinn- ingi þegar fram líði stundir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á að styrkja verði stöðu heimila og fyrirtækja. Leita verði leiða til að draga úr gjaldþrotum einstakl- inga, og breyta lögum svo þeir sem fari í þrot komist sem allra fyrst á réttan kjöl á ný. Þá verði að gefa fólki kost á létt- ari greiðslubyrði af lánum, fjölga leiguíbúðum, og gefa þeim sem eru að missa húsnæði sitt kost á að leigja það, með það fyrir augum að eignast það á ný síðar. Þá verði að leita leiða til að draga úr atvinnuleysi og fjölga störfum. Þá sagði Ingibjörg að gera verði upp við þá atburði sem leiddu til kollsteypu íslenska fjármálakerf- isins. „Óhófleg launakjör æðstu stjórnenda verða að heyra sögunni til, sömuleiðis himinháar starfs- lokagreiðslur og bónusgreiðslur sem byggðar eru á skammtíma- gróða,“ sagði hún. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar gagnrýndu harkalega að efna- hagsspá sem fylgja mun erindi Íslands til stjórnar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sé ekki gerð opinber. Þá gagnrýndu þeir misvísandi orð ráðamanna um skilyrði sjóðsins og stýrivaxtahækkun. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, benti á að ef vextir af fyrirhuguðu láni verði tæp fimm prósent verði vaxtagreiðslurnar einar um 13 milljarðar króna ári. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, kallaði eftir því að forsendur fjárlaga verði gerðar opinberar sem fyrst. Hann spurði hvort til standi að setja aukið fé í tækniþróunarsjóð, nýsköpunarsjóð og byggðastofn- un, og kallaði eftir aðgerðum vegna vanda sveitarfélaganna. brjann@frettabladid.is Geir spáir allt að 130 milljarða hallarekstri Reikna má með þreföldun skulda ríkissjóðs vegna fjármálakreppunnar segir forsætisráðherra. Utanríkisráðherra segir að styrkja verði stöðu heimila og fyr- irtækja. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu stjórnvöld fyrir misvísandi ummæli. FORSENDA AÐSTOÐAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ríkisstjórn- ina verða að ganga á undan með góðu fordæmi og gera nauðsynlegar breytingar á eftirlaunum ráðherra fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVEITARSTJÓRNIR Árborg tapar 110 milljónum króna vegna 350 millj- óna inneignar sinnar í peninga- markaðssjóði hjá Landsbankanum. Bæjarráðið samþykkti í gær að fela lögmannsstofu að kanna laga- lega stöðu sveitarfélagsins með tilliti til skaðabóta. „Þessi bréf voru alltaf almennt kynnt sem mjög örugg,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjar- stjóri. Aðspurð kveður hún enn ekki ljóst hvort skrifleg gögn í fórum bæjarfélagsins styðji þá fullyrðingu að peningamarkaðs- sjóðir hafi verið kynntir bænum sem örugg fjárfesting þegar bær- inn setti 730 milljónir króna í sjóð hjá Landsbankanum eftir sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja í fyrra- sumar. „Það er hluti af þeirri vinnu sem nú er að fara í gang að fara ofan í gögn frá því sumarið 2007.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu lagði Eyþór Arnalds, fulltrúi minnihluta sjálfstæðis- manna, það til á bæjarráðsfundi í síðustu viku að laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa yrðu lækkuð. Einnig að bæjarstjórinn þyrfti að sjá af því að þiggja bæði laun sem slíkur og sem bæjarfulltrúi. Ragn- heiður segir þetta í samræmi við það sem meirihlutinn sé að skoða. „Það þarf að velta við hverjum steini og ég er að sjálfsögðu ekki undanskilin þar,“ svarar Ragnheið- ur sem kveður áríðandi sem aldrei fyrr að minnihluti og meirihluti starfi saman og að það verði gert í sambandi við fjárhagsáætlun næsta árs. - gar Tap Árborgar vegna eignar í peningamarkaðssjóði Landsbankans 110 milljónir: Kanna rétt Árborgar til bóta RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR Bæjarstjórinn í Árborg er reiðu- búin að lækka í launum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Óhófleg launakjör æðstu stjórnenda verða að heyra sögunni til, sömuleiðis himinháar starfslokagreiðslur og bónusgreiðslur sem byggðar eru á skammtímagróða. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR UTANRÍKISRÁÐHERRA SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnun hefur lagt til að heimiluð verði veiði á 500 tonnum af rækju í Arnarfirði. Síðasta vetur var heimilt að veiða 150 tonn en tvo vetur þar á undan var engin veiði í firðinum. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segist nú vona að vinnsla hefjist aftur í rækjuverksmiðjunni á Bíldudal en hingað til hefur mest verið sent til vinnslu til Grundarfjarðar. Unnur Skúladóttir hjá Hafrann- sóknastofnun segist vongóð um að rækjuveiði geti hafist á öðrum svæðum á næstu árum. Til dæmis virðist stofninn í Skjálfandaflóa vera á nokkurri uppleið. - jse Hafrannsóknastofnun: Meiri rækja í Arnarfirði SKIPULAGSMÁL Nágrannar sætta sig ekki við að þriggja hæða tvíbýlishús rísi á lóð við Ofanleiti þar sem nú stendur söluturn. Hamborgarabúllan, sem er félag í eigu Tómasar Tómassonar veitingamanns, hefur óskað eftir heimild til að rífa núverandi hús í Ofanleiti 14 og byggja íbúðarhús. Söluturn sem þar var rekinn hafi verið lokaður í nokkur ár. Mótmælabréf með undirskriftum 48 íbúa í nágrenni barst borgaryfirvöldum þegar tillaga um breytingarnar var auglýst. Segjast þeir eiga kröfu á að fullbyggðu hverfi sé ekki raskað. Nýja húsið muni þrengja mjög að mörgum og valda lakari lífsgæðum. Útsýni verði heft og sömuleiðis dragi úr sólarljósi á mörgum svölum og lóðum. „Miðað við stærð kynntrar byggingar og smæðar lóðar verður nálægðin þrúgandi í mörgum íbúðum í nágrenninu,“ segir í mótmælabréfi íbúanna sem kveðast ennfremur óttast að verðmæti eigna þeirra falli verulega. Málinu hefur nú verið vísað til umsagnar verkefn- isstjóra hjá skipulagsstjóra. - gar Áform Tómasar í Hamborgarabúllunni um breytingar í Ofanleiti mæta andstöðu: Vilja ekki íbúðir í stað sjoppu TVÍBÝLISHÚS Í OFANLEITI Nágrannar óttast að nálægðin við nýtt íbúðarhús verði þrúgandi. NÚVERANDI SÖLUTURN Hefur verið lokaður síðustu árin. Byggt við kirkjuna Sóknarnefnd Hveragerðissóknar vill byggja við kirkjuna vegna fjölgunar sóknarbarna og breytinga á starfs- háttum og helgihaldi. Farið er fram á að Hveragerðisbær stækki lóð kirkjunnar til vesturs fyrir ný bílastæði. Ekki á að stækka kirkjuskipið heldur bæta aðstöðu fyrir safnaðarstarf og starfsfólk. HVERAGERÐI Stýrivextir lækka í Noregi Seðlabanki Noregs lækkaði í gær stýrivexti sína um hálft prósentustig í tilraun sinni til að örva efnahagslíf landins en lækkandi olíuverð hefur haft veruleg áhrif í Noregi. Stýrivextir í Noregi eru eftir lækkunina 4,75 prósent en lækkunin í gær er önnur hálfs prósentustiga lækkunin á einum mánuði. EFNAHAGSMÁL Ammóníakleki á Óðinsvéum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hótel Óðinsvéum um klukkan tvö í gær vegna ammóníaks- lyktar í einu herberginu. Í ljós kom að ammóníak hafði lekið úr míníbar. Var hann fjarlægður og loftað út úr herberginu. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.