Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 20
Fyrirtækið SÖS stendur fyrir fjór- hjólaferðum um Haukadalsskóg og -heiði. „Skemmtilegasti tíminn er núna, þegar hægt er keyra um í snævi- þöktum skóginum,“ segir Sigurður Örn Sigurðsson eigandi fyrirtækis- ins SÖS, sem býður upp á fjóra- hjólaferðir við Geysi í Haukadal allan ársins hring. Keyrt er með hópa um Haukadalsskóg, þar sem ekið er yfir ár og læki og endað uppi á Haukadalsheiði. „Ef aðstæð- ur leyfa er hægt að fara í lengri ferðir, allt upp í dagslangar, alveg inn að Hagavatni þar sem hægt er að sjá hvar jökullinn brotnar ofan í lónið,“ bætir hann við og lýsir því sem heilmiklu sjónarspili. Að sögn Sigurðar eru ferðirnar fjölbreyttar, skipulagðar með hlið- sjón af hópnum hverju sinni. Lág- marksþátttaka eru fjórir í hóp en fyrirtækið tekur við allt að 45 manns. „Hjólin taka tvo. Greiða þarf 12.000 krónur fyrir manninn, en 9.500 krónur ef tveir ferðast saman. Ef barn ferðast með full- orðnum ber hann fulla ábyrgð á því. Þess má geta að við veitum tut- tugu prósent afslátt ef hópurinn samanstendur af tíu eða fleirum.“ Fyrirtækið útvegar leiðsögu- menn og allan búnað í ferðirnar, hjálma og fatnað auk farartækja, sem eru af gerðinni Polaris 500 x 2. „Við biðjum reyndar fólk að mæta vel skóað, því hætt er við að það blotni,“ segir Sigurður og kveður auðveldast að bóka sig í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, www. fjorhjol.is. - rve Heilmikið sjónarspil Fjórhjólaferðir SÖS hafa notið mikilla vinsælda meðal fyrirtækja að sögn Sigurðar Arnar. MYND/ÚR EINKASAFNI CAFÉ CENTRAL er nýr staður sem var að opna í Póst- hússtræti. Á Café Central er lögð áhersla á góðan mat, góða þjónustu, þægilegt andrúmsloft og gott verð. Heimspekilegar umræður verða á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri klukkan 11 næstu sunnudaga. Fjórir nemendur Verkmenntaskól- ans á Akureyri hafa framsögu á fyrsta kaffispjalli haustsins á Bláu könnunni. Þar velta þeir því upp hvaða ástand getur skapast í kjöl- far kreppu. Efnið er liður í nýrri fundarröð sem Félag áhugafólks um heimspeki, hug- og félagsvís- indadeild Háskólans á Akureyri og Bláa kannan standa fyrir. Dögg Jónsdóttir kennari er umsjónarmaður fundarins. „Nem- endurnir hafa rýnt í söguna og byggja erindi sín á þeim athugun- um,“ segir Valgerður. „Með því að fá innlegg þeirra sá ég fyrir mér nýtt fólk sem kæmi til að hlusta og taka þátt í umræðunum.“ - gun Heimspeki yfir kaffinu Bláa kannan, í hjarta höfuðstaðar Norð- urlands. MYND/KK. Dvöl athvarf í Kópavogi Reynihvammi 43 // Kópavogi // sími 554 1260// dvol@redcross.is // www.redcross.is/dvol Markmiðið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum, auka lífsgæði, efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan þeirra sem glíma við geðraskanir. Athvarfið er öllum opið og koma gestir í athvarfið á eigin forsendum. Fyrir marga hefur það verið mikið gæfuspor að heimsækja Dvöl. Opið er virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum) og kl. 11-14 á laugardögum. Á laugardögum er gestum boðið upp á léttan hádegisverð þeim að kostnaðarlausu. Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.