Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 28
6 föstudagur 31. október ✽ ba k v ið tjö ldi n Uppáhaldsmatur: Það breytist mjög oft hjá mér en í augnablikinu er það tofu. Gaman að elda það og borða. Diskurinn í spilaranum: Björk á „shuffle“. Besti tími dagsins: Eftir kl. 20.00. Er svona kvöld- dútlari. Líkamsræktin: 2-5 sinnum í viku ef ég er heppin. Bíllinn minn er: Mjög krúttílegur. Stjörnumerki: Ég er konungur dýranna. Lít stundum út eins og ljón líka þegar hárið er í rugl- inu. Lífsmottó: „Þú uppskerð eins og þú sáir.“ Mesti lúxusinn: Fara í freyðibað með fartölvuna og horfa á Simpsons í baði. Uppáhaldsárstími: Sumarið á Íslandi er skemmti- legast en haustið fallegast. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara? Fótsnyrtingu og bensíni. Best geymda leyndarmálið í Reykjavík? Það er einn staður úti á Granda niðri við sjóinn sem er æði að fara með teppi á, setj- ast á stein og slappa af. Ætla ekki að gefa frekari leiðbein- ingar þangað því þá væri hann ekki leyni lengur. Hrefna Rósa Jó hanns- dóttir Sætran er ný komin frá Þýskalandi þar sem íslenska kokka- landsliðið stóð sig með mikilli prýði. Hún segist hafa gengið með kokkinn í maganum síðan hún var barn og elskar að prófa sig áfram. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason H refna man enn þá þegar hún fór í fyrsta skipti út að borða, þá var hún fjögurra ára í fylgd ömmu sinnar og afa á Arnarhól sem var einn flottasti veitinga- staðurinn í bænum á þeim tíma. „Ég pantaði mér lax og man hvað mér fannst hann flottur á diskin- um, með sítrónusneið yfir. Ég sat prúð og var tilbúin að smakka allt sem fullorðna fólkið borð- aði,“ útskýrir Hrefna sem byrjaði snemma að elda. Hún segist hafa vaknað einn daginn og vitað að hún vildi verða kokkur. „Þetta var þegar ég var nítján ára og stödd með vinkonum mínum. Þær hlógu bara að mér, en þarna ákvað ég þetta,“ útskýrir Hrefna sem seg- ist ekki hafa verið kunnug fag- inu fram að því nema náttúrlega bara í gegnum sjónvarpskokkinn Sigga Hall. Í framhaldinu komst hún að því að hún gæti lært kokk- inn. „Það voru mjög fáar stelpur í faginu og námsráðgjafinn ráð- lagði mér eindregið að læra mat- artækninn frekar en kokkinn, en ég vildi það ekki.“ Í framhaldinu fékk hún vinnu á Apótekinu og Maru og var í bóklegu námi með í MK. OPNAÐI EIGIN STAÐ Hrefna á og rekur veitingastað- inn Fiskmarkaðinn ásamt Ágústi Reynissyni í miðbæ Reykjavíkur. Frá því að staðurinn var opnaður í fyrra hefur hann vaxið gríðarlega og nú vinna þar um 40 manns. „ Mig langaði ekki að vera allt- af að vinna undir öðrum og vildi opna eigin stað. Við Ágúst unnum saman á Sjávarkjallaranum, þar sem hann var eigandi og vann í salnum og ég kokkur, og eftir að við hættum ákváðum við að opna Fiskmarkaðinn í sameiningu.“ Rétt áður en bankarnir voru þjóðnýttir sýndu ónefndir aðil- ar mikinn áhuga á því að kaupa Fiskmarkaðinn, en Hrefna segir það hafa verið ótímabært að selja. „Við opnuðum staðinn með því hugarfari að gera hann flottan og skemmtilegan og opna svo hugs- anlega annan stað útfrá honum. Okkur fannst því ekki tímabært að hugsa um að selja, en maður útilokar ekki neitt ef gott tilboð býðst,“ segir Hrefna. Aðspurð segist hún óhjákvæmi- lega hafa fundið fyrir kreppunni þegar kemur að rekstrinum en sem betur fer sé ennþá nóg að gera. „Aðsóknin hefur minnk- að aðeins, en helsti munurinn er kannski að það eru aðeins færri Íslendingar en alveg jafn mikið af útlendingum. Við finnum samt mest fyrir því hvað hráefni hefur hækkað, svo maður hefur neyðst til að hækka verðið aðeins til að halda rekstrinum gangandi. Sjálf versla ég allan mat í Bónus og ég var í matarboði hjá vinkonum mínum um daginn þar sem aðal- umræðuefnið var hvernig maður gæti eldað kreppumat,“ útskýrir Hrefna. Spurð hvort hún sé alltaf fengin til að elda þegar vinkonuhópurinn hittist segir hún vini og vanda- menn vera undir meiri pressu að bjóða sér í mat. „Mér finnst rosa- lega gaman að halda matarboð og geri mikið af því, en mér finnst líka æðislegt að vera boðin í mat. Þá lendi ég samt mikið í því að sá sem býður afsakar sig í bak og fyrir og þá tekur oft dágóða stund að sannfæra viðkomandi um að mér finnist maturinn virkilega góður,“ bætir hún við og hlær. EINA KONAN Í LANDSLIÐINU Hrefna er nú nýkomin frá Erfurt í Þýskalandi með kokkalandslið- inu þar sem það lenti í 10. sæti á Ólympíumóti matreiðslumeist- ara. Íslenska liðið fékk tvenn gull- og tvenn silfurverðlaun sem er besti árangur þess fram til þessa. Hrefna hefur verið í kokkalands- liðinu frá því 2002. Þá byrjaði hún sem aðstoðarmaður, en eftir að hún útskrifaðist komst hún inn og hefur verið eina konan í liðinu frá því hún byrjaði. „Það er svolítið eins og það hljómar, að vera eina stelpan í lið- inu, án þess að það sé nokkuð nei- kvætt. Þeir fela mér stundum verk- efni sem þeim finnst ég gera betur en þeir, til dæmis að skrifa eitt- hvað,“ útskýrir Hrefna brosandi. „Allar æfingarnar með landsliðinu eru fyrst og fremst áhugamál, en við fáum keppnisferðirnar greidd- ar frá Klúbbi matreiðslumeistara. Tveimur mánuðum fyrir mót er daglegur undirbúningur og við tókum mjög margar æfingar áður en við fórum út, sem margborg- aði sig. Við kepptum bæði í þriggja rétta hádegisverði og köldu borði og þegar við undirbjuggum það vorum við vakandi í fjóra sóla- hringa,“ segir Hrefna alsæl með árangurinn, en viðurkennir að það hafi tekið nokkra daga að jafna sig eftir keppnina. HOLLUSTAN Í FYRIRRÚMI Aðspurð segist Hrefna hugsa vel um eigið mataræði og leggur mikið upp úr því að borða hollan mat. „Ég reyni að forðast hveiti og borða lítið af mjólkurafurður. Ég hef prófað margt í gegnum tíðina og er bara komin niður á það sem mér líður best af og borða það ósjálfrátt. Ég er til dæmis mjög hrifin af sushi, laxi og nýjasta æðið hjá mér er tofu. Ég borða eiginlega ekkert rautt kjöt því mér finnst það of þungt í maga og maður er heilar 36 klukkustund- ir að melta það,“ útskýrir Hrefna, sem er með spennandi hugmynd- ir varðandi veitingahúsarekstur í framtíðinni. „Mig langar mikið til að læra hráfæðimatreiðslu, þar sem mat- urinn er ekki eldaður upp fyrir 32°C. Það er enginn virkilega flott- ur veitingastaður sem sérhæfir sig í þannig matargerð hér á landi líkt og erlendis. Hráfæði er bæði hollt og gott og þarf alls ekki að vera leiðinlegt. Mig langar að prófa að bjóða uppá slíka rétti á Fiskmark- aðnum sem væri framreiddur líkt og á fínustu veitingastöðum. Ég er líka mjög hrifin af asískri matar- gerð, þar sem er lagt mikið upp úr hollustu og langar gjarnan að fara til Asíu og læra meira í framtíð- inni,“ segir Hrefna að lokum. PASSAR UPP Á MATARÆÐIÐ Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 UNG OG EFNILEG „Ég vaknaði bara einn daginn og sagðist ætla að verða kokkur,“ segir Hrefna, sem nú á og rekur veitingastaðinn Fiskmarkaðinn ásamt Ágústi Reynissyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.