Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 32
10 föstudagur 31. október tíðin ✽ taktu Madonnu á þetta DÍANA MIST Söngkonan Madonna er alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að fatavali. Þrátt fyrir að vera í miðju skilnað- arferli lét hún sig ekki vanta í Dolce & Gabb- ana teiti sem haldið var á The Thompson hót- elinu í New York. Eins og hún á vanda til sóp- aði hún að sér athygli. Í þetta sinn var það reyndar ekki út á eigin hæfileika heldur út á skótauið. Hún klæddist svörtum Dolce & Gabbana skóm og það sérstaka við þá er að hællinn er eins og byssa í laginu. Geri aðrar betur. Madonna veit að hún kemst langt í réttu fötunum Mætti í byssu- skóm í teiti Svaðalegir skór Takið eftir hælnum, hann er eins og byssa í laginu. MYND/GETTYIMAGES Föstudagur 24. október: Dagur til að endur- skipuleggja … Þessi vika var ekkert smá klikkuð. Hef ekki upplifað það lengi að hafa nægan tíma. Fyrst ég var heima var ekkert annað í stöðunni en að taka til í geymslunni og reyna að hafa uppi á einhverjum verðmætum. Eftir massíva tiltekt fann ég svo mikið af flöskum og dósum að ég ákvað að fara með þær í endurvinnsluna. Viti menn, fékk heilan fimm þúsund kall fyrir það. Það sem eftir lifði dags dund- aði ég mér við að mynda flík- ur sem ég hafði aldrei farið í og setti myndirnar síðan á netið. Ef öll góðærisfötin eiga eftir að seljast mun ég geta framfleytt mér næstu mánuði án þess að þurfa að setja rautt ljós í gluggann. Ákvað að eyða 5000 kallinum á 101 í stað þess að kaupa prótíduft í Heilsu- húsinu. Þar voru hárgeiðslugæj- arnir Simbi og Svavar Örn, Kalli og Esther í Pelsinum og Bentína Björgólfsdóttir Guðmundssonar. Eftir fjög- ur rauðvínsglös var ég orðin alveg helluð og fór heim … Kíkti aðeins á Boston á heimleiðinni. Eina fræga andlitið sem ég hnaut um var Björk í allri sinni dýrð. Laugardagur 25. október: Vér mótmælum allir … Hef sjaldan upplifað eins mikinn skítakulda og þenn- an laugardag. Ekki nóg með að maður eigi engan pen- ing heldur frýs maður alveg inn að beini. Klæddi mig í dúnkápuna og arkaði niður í bæ með mótmælaspjald. Fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarn- argötu var Guðný Halldórsdótt- ir í dúnúlpu, Dagur B. Eggertsson, stjörnuarkitektinn Rut Káradótt- ir og Gísli Örn Garðarsson leik- ari. Eftir mótmælin fór ég í heitt bað, kíkti í tölvuna og viti menn, ég fékk boð í fimmt- án flíkur og það sem eftir lifði dags hafði ég ekki undan því að taka á móti fólki sem vildi eignast gömlu fötin mín. Endaði á að selja tólf flíkur og var því með þó nokkurn aur í vasan- um þegar ég kíkti á Boston um kvöldið. Þar var Tómas Lem- arquis, Urður í Gus Gus, Na- talie plötusnúður og Hrafnhildur töskuhönnuður. Retró Stefson var líka á svæðinu... Sá samt enga sleik væna og ákvað að drífa mig heim áður en ég væri búin að eyða öllum ágóð- anum. Flottur kjóll Madonna mætti í svörtum glæsi- kjól í Dolce & Gabbana teitið í New York á dög- unum. Skótau- ið vakti þó meiri athygli M Y N D /G E T T Y IM A G E S MAGNÚS SIGURÐUR JÓNSSON leikari GAMLI BENSINN. LUKKUHESTUR STÚDÍÓSINS MÍNS, sem Hekla dóttir mín gerði í smíði. BULLWORKER, allrahanda líkams- ræktartæki frá 1965. FATASTANDUR frá afa mínum, Magnúsi Sigur- lássyni frá Þykkvabæ. SNÁKASTÓLL frá ömmu og afa í Þykkvabænum. BESTA „PROSACIГ Í DAG. ERMAHNAPPAR FRÁ AFA. TOPP 10 FÖSTUDAGUR Ef þú ert í massa stuði skaltu kíkja á Óliver í kvöld en þar verður magnað kvennakvöld. Beggi og Pacas eru veislustjórar ásamt því að sjá um veiting- arnar, vaxtarræktargæjar hnykla vöðvana og allar konur labba út með glaðning. LAUGARDAGUR Samtökin 78 standa fyrir glæsilegu grímuballi á Tunglinu í anda hrekkjavökunnar. Dj Yamaho og manny halda uppi stuðinu. Sá sem mætir í besta bún- ingnum fær ferðavinning frá Iceland Express. Það er ekk- ert annað í stöðunni en að taka fram saumavélina og keppast við að vera flottust/astur. Laugavegi 80 • sími 561 1330 www.sigurboginn.is MÁLVERK eftir Hrafnhildi Ingu Sig- urðardóttur, mömmu mína. LAMBALOÐHÚFA sem pabbi gaf mér og er ótrúlega þægileg. ÚR SEM ÉG ERFÐI frá Magnúsi afa mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.