Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 46
26 31. október 2008 FÖSTUDAGUR Sænska Abba-tökulagabandið Arrival hefur lækkað þóknun sína vegna tónleikanna í Valshöllinni. Annars hefði rosaleg veiking íslensku krónunnar líklega gengið endanlega frá tónleikun- um. „Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir frændur okkar í norðri,“ segir Tomas Jernberg, umboðsmaður sveitar- innar. „Þær hremmingar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur hafa ekki farið fram hjá okkur og því ákváðum við að hjálpa til og lækka þóknun okkar svo af sýningunni geti orðið. Við hlökkum mikið til að koma til landsins og mætum til leiks með fullkominn ljósa- og hljóðbúnað og getum því lofað kraftmiklum tónleikum,“ bætir hann við. Fjölmargir hafa tryggt sér miða á sýninguna. Hún fer fram laugardaginn 8. nóvember og enn má fá miða á midi.is. Miðaverð er kr. 4.900 kr. - drg Arrival réttir Íslend- ingum hjálparhönd ARRIVAL Þrettán manns á sviði. Hrekkjavakan er í dag. Það eiga auðvitað fáir aura til að kaupa nýjan búning út úr búð svo það er um að gera að nota hugmynda- flugið. Hér koma nokkrir hag- kvæmir kreppubúningar. Verðbólgudraugurinn Hvítt lak með götum fyrir augun er klass- ískur og ódýr bún- ingur. Læðist um og vælið: „Úúú … ég er verðbólgudraugur- inn. Ég brenni upp kaup- ið þitt og kem þér á kúp- una. Úúú … Þú munt neyðast til að flytja til Svíþjóðar út af mér.“ Útrásarvíkingur Teinótt jakkaföt og víkingahjálmur úr plasti er það eina sem þarf í þennan búning. Arkið um og gólið af öryggi: „Ha ha ha, ég er útrásarvíkingur! Ég er miklu betri en þú og fæ fimm- faldan lottóvinning í laun á hverj- um mánuði! Samt skilur enginn af hverju ég er svona ríkur! Ha ha ha, svo fer ég á hausinn og kem grenjandi í slorið!“ Davíð Oddsson Davíðs-plastgrímur voru framleiddar um árið og ef til vill má enn finna svoleiðis. Ef ekki, dugar hárkolla með krullum. Verið reið og glöð til skiptis og segið með festu: „Það eru óreiðu- menn sem borga ekki skuldirnar sínar. Amma mín sagði það. Samt borga ég ekki krónu! Átján prósent stýrivextir? Ha ha ha, hvaða hvaða. Tíminn líður hratt á gervi- hnattaöld! Þið losnið aldrei við mig. Aldreiii!!!“ IMF-skrímsli Jakkaföt eða dragt er nóg fyrir þetta gervi. Verið sett- leg og segið með ýktum erlendum hreimi: „Ég er frá IMF og ég ætla að redda þessu skeri með því að merg- sjúga það. Déskotans sukkararnir ykkar, þið fáið sko aldeilis að svitna núna! Mú-ha ha ha!“ Hrekkjavökubúningar kreppunnar >HARKA FÆRIST Í LEIKINN Madonna vill gjarnan ganga frá skilnaði sínum við Guy Ritchie utan dómstóla. Það gæti þó reynst henni erfitt því Ritchie hafnaði boði hennar um 31 milljón dollara greiðslu. Auk peninga deila þau um forræði barna sinna. Madonna vill flytja til New York en Ritchie vill hafa börnin nálægt heimili sínu í London. Fyrsta plata Brynjars Más Valdimars- sonar, eða BMV, kemur út á laugardag- inn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika,“ segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runa- way, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur- Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið,“ segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni.“ Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntan- lega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan,“ segir Brynjar. - fb Brynjar Már vandar til verka BMV Brynjar Már Valdimarsson gefur á laug- ardaginn út sína fyrstu plötu, The Beginning. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN folk@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.