Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 40
20 31. október 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MARCO VAN BAST EN, fótbolta- kappi og þjálfari Hollands, er 44 ára. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Marteinn Lúter hengdi upp skjal á kirkjudyr í Wittenberg þar sem hann mótmælti sölu á af- látsbréfum kirkjunnar. Í 95 liðum setti hann fram kenn- ingar sínar um kristna trú og leiðir til þess að endur- bæta hana. Með þessum gjörningi kom hann af stað mótmælenda- hreyfingunni innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar sem þróað- ist loks í evangelísku-lútersku kirkjuna. Í gagnrýni sinni á afláts- bréfunum sagði Lúter að páfinn gæti ekki veitt fyrir- gefningu heldur Guð og að ekki væri hægt að kaupa fyrirgefninguna. Annað sem hann gagnrýndi hjá kaþólsku kirkjunni var að maðurinn yrði ekki sálu- hólpinn vegna verka sinni heldur veitti Guð sanntrú- uðum sem iðruðust náð. Dýrlingadýrkun ætti ekki rétt á sér. Prestar skyldu fá að kvæn- ast og munkalíf ætti að afnema. Lúter giftist líka sjálfur, fyrrver- andi nunnu. Lúther vildi að menn gætu lesið Biblíuna til að skilja Guðs orð og þýddi því Nýja testamentið á móðurmál sitt, þýsku. Við siðaskiptin urðu þjóð- höfðingjar eða söfnuðir yfirmenn kirkjunnar í stað páfa. ÞETTA GERÐIST: 31. OKTÓBER 1517 Upphaf siðaskiptanna AFMÆLI PETER JACKSON leikstjóri er 47 ára. JOHNNY MARR, gítarleikari og lagahöf- undur The Smiths, er 45 ára. DAN RATHER fréttamaður er 77 ára. „Stuttverkasýningin Ó, þessi tæri einfaldleiki, sem frumsýnd verður í Listasafni Reykjavíkur í kvöld, mark- ar upphaf afmælisársins en síðan verðum við með stóra afmælissýn- ingu með vorinu,“ segir Silja Björk Huldudóttir, formaður leikfélags- ins Hugleiks, sem fagnar 25 starsári sínu. Á stuttverkadagskránni eru níu leikverk sem eiga sameiginlegt að fjalla um afmæli með einhverjum hætti. Þá eru öll verkin samin af fé- lagsmönnum. „Við erum með mjög öfluga höf- undasmiðju innan okkar raða og standa sex höfundar á bak við verk- in. Eitt af aðaleinkennum leikfélags- ins er að við setjum upp verk eftir félagsmenn eða aðlaganir eftir þá,“ segir Silja. Hún segir félagsmenn bæði skrifa verk í fullri lengd en einnig sé mikil gróska í gerð stuttverka og einþátt- unga. „Okkur þótti kjörið að rækta þann sprota nú á þessum tímamótum. Þannig fá margir höfundar að láta ljós sitt skína og er um að ræða fjöl- breytta sýningu þar sem farið verður um víðan völl og spilað á allan tilfinn- ingaskalann.“ Með vorinu verður ný leikgerð á leikritinu Ó þú, sem byggir á persón- um og stefjum úr Pilti og stúlku, sett á svið en það var samið fyrir Hugleik fyrir rúmum 20 árum. „Það má í raun segja að með þess- um tveimur viðburðum séum við ann- ars vegar að leggja rækt við sprotana og hins vegar við ræturnar í félaginu. Með stuttverkasýningunni erum við að hlúa að nýjabruminu en með leik- gerðinni erum við að leika okkur með okkar eigin menningararf með sama hætti og við höfum leikið okkur með hinn íslenska menningararf í gegnum árin.“ Hugleikur er elsti starfandi áhuga- leikhópur í Reykjavík og hefur oft á tíðum leitað fanga í þjóðsagnaarfin- um, sögu þjóðarinnar og gullaldar- bókmenntunum. Silja segir um 35 fé- lagsmenn koma að stuttverkasýning- unni en í heildina eru félagsmenn í kringum 80. Þeir búa bæði yfir form- legri og óformlegri menntun á sviði leikhúslista. Stuttverkadagskráin hefst klukkan 20 í kvöld en auk þess verða sýning- ar á laugardag og sunnudag. Miðasala fer fram á vefsíðunni www.hugleikur. is og við inngang Listasafns Reykja- víkur. vera@frettabladid.is HUGLEIKUR: FAGNAR 25 ÁRA STARFSAFMÆLI MEÐ STUTTVERKADAGSKRÁ OG AFMÆLISSÝNINGU Leggja rækt við sprota og rætur SILJA ÁSAMT LEIKHÓPNUM Á stuttverkadagskránni eru níu verk sem eiga það sameiginlegt að fjalla um afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VAL KILMER leikari er 49 ára. LARRY MULLEN JR., trommu- leikari U2, er 47 ára. 50 ára afmæli Í tilefni af 50 ára afmæli mínu 3. nóvember nk. býð ég ætting jum og vinum til móttöku laugardaginn 1. nóvember kl. 17.00-19.00 á Gullfoss sushi & grill, Pósthússtræti 2. Kveðja, Jón Páll Haraldsson Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, Margrét Guðnadóttir Herjólfsgötu 36, sem lést föstudaginn 24. október sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 31. október kl. 15.00. Elín Gísladóttir Gunnar Linnet Guðni Gíslason Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Ingunn Gísladóttir Halldór Jónas Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Rögnvaldar Þórs Þórðarsonar frá Ísafirði, Lækjarsmára 6, Kópavogi, sem lést 13. okt. síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólki Karítas fyrir allan ykkar stuðning við okkur. Elín Skarphéðinsdóttir Magnea Rögnvaldsdóttir Rósa Matthíasdóttir Freyr Baldursson Skarphéðinn Smith Sigurpála Birgisdóttir Elín Rósudóttir Jón Heiðar Víðisson Andri Þór Bjarnason Ragna Lind Bjarnadóttir Anita Ýr Ævarsdóttir og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður V. Welding Árskógum 6, Reykjavík, lést á líknardeildinni á Landakoti 22. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 31. október kl. 15.00. Snorri F. Welding Ásta S. Lárusdóttir Viðar F. Welding Kristín Á. Björnsdóttir Kristín F. Welding Ólafur Guðvarðarson barnabörn og barnabarnabörn. EINAR BENEDIKTSSON FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1795 „Aðgát skal höfð í nær- veru sálar.“ Þessi frægi málsháttur er ljóðlína úr kvæðinu Ein- ræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson. Það birtist í bókinni Vogar sem kom fyrst út árið 1921. MERKISATBURÐIR 1922 Mussolini verður leiðtogi Ítalíu. 1931 Strætisvagnar Reykjavíkur hefja akstur. Fyrsta leiðin var Lækjartorg-Kleppur. 1936 Útgáfa Þjóðviljans hefst. Hann studdi Kommún- istaflokkinn og síðar Sósí- alistaflokkinn og Alþýðu- bandalagið. 1954 Frelsishreyfing Alsíringa hefur uppreisn gegn yfir- ráðum Frakka. 1963 Lagið You´ll Never Walk Alone með Gerry and the Pacemakers kemst í efsta sæti breska vinsældalist- ans. 1999 Þota frá flugfélaginu Eg- yptAir hrapar á leið frá New York. Allir um borð, 217 manns, látast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.