Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 8
8 31. október 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvaðan eru sjómennirnir sem eru strandaglópar í Hafn- arfirði? 2 Hvað heita tveir eigendur eignarhaldsfélagsins Fons? 3 Hver rauf þúsund marka múrinn með landsliðinu í handknattleik gegn Belgum í vikunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 ÚTSÖLULOK Í NÍTRÓ KOMDU NÚNA, ÚTSALAN KLÁRAST Á LAUGARDAG N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 REYKJAVÍK. SÍMI 440 1220 OPIÐ VIRKA DAGA 08-18, LAUGARDAGA 10-14. Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Akranesi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum. TERRAMOTO (motorcross) – verð 159.900 kr. – verð áður 180.000 kr. 125 cc, fjórgengis, 4 gíra, loftkælt, blöndungur, 9,5 hestöfl, 66 kg. VENTO TRITON – verð 199.000 kr. – verð áður 220.000 kr. 50 cc, tvígengis, sjálfskipt, loftkælt, blöndungur, 5 hestöfl, 94 kg. Láttu drauminn rætast á góðu hjóli með afslætti Kraftmikil fjórhjól á lágmarksverði Jakkar. Allt að 70%afslátturHjálmar og annar öryggis- búnaður á tilboði MÓTORS PORT JÓLAGJA FIR Leðurjakk ar, gallar, peysur, o. fl. o.fl. Hjó l á g am la gen gin u o g me ð g óðu m afsl ætt i ALLT AÐ 10 0% FJÁRMÖGN UN Hjálmar. Allt að 40%afsláttur ENNÞÁ LÆGRA VERÐ MENNING „Þetta er óneitanlega mjög óþægileg staða. Við vorum búnir að fá átta milljónir af 25 og því vantar enn sautján milljónir upp á. Þetta gæti auðvitað frestað afhendingu þáttanna en þeir verða kláraðir með einum eða öðrum hætti,“ segir Snorri Þóris- son, framkvæmdastjóri Pegasus. Fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að gerð spennuþáttaraðar- innar Hamarinn sem taka átti til sýninga á RÚV eftir áramót. Óvissa ríkir nú um hvort fyrir- tæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafsfell, geti staðið við samning sem það gerði á síðasta ári um að styrkja framleiðslu leikins inn- lends efnis hjá Ríkissjónvarpinu. Sá samningur hljóðaði uppá 100- 150 milljónir en RÚV átti að láta jafn háa upphæð af hendi. Og átti að styrkja fjögur til sex verk- efni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur 45 milljón- um af þessum samningi þegar verið ráðstafað. Áðurnefndar átta í Hamarinn, 22 milljónum í Svarta engla og fimmtán milljónum í Mannaveiðar. Eftir standa því 50- 100 milljónir af þessum samn- ingi. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar, stað- festi í samtali við Fréttablaðið að Ólafsfell gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Pegasusi. Ekki eins og málin stæðu í dag. „Á meðan það ríkir óvissa um fjárhagslega framtíð Björgólfs Guðmundssonar getur fyrirtækið ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Framtíðin verð- ur síðan að skera úr um hvað verður. Ef allt fer á versta veg er ólíklegt að hægt verði að efna þær skuldbindingar sem fyrir- tækið hefur gert gagnvart Peg- as usi. Þessir ágætu kvikmynda- gerðarmenn verða því miður fyrir barðinu á þessu efnahags- lega fárviðri eins og þjóðfélagið allt,“ segir Ásgeir. Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri RÚV, vildi sem minnst tjá sig um málið. Sagðist bara vera að heyra af þessu núna og taldi að þetta væri áfall fyrir sjálfstæða framleiðendur og ekki síst fyrir Pegasus sem hefði gert samning við Ólafsfell gæti nú ekki staðið við sínar skuldbind- ingar. „Mér þykir þetta leitt,“ segir Þórhallur. Hann vildi ekk- ert tjá sig um hvort RÚV myndi hlaupa undir bagga með Pegasusi við að klára framleiðsluna. freyrgigja@frettabladid.is Spennuþátta- röð í uppnámi Framleiðslufyrirtækið Pegasus á enn eftir að fá sautján milljónir af 25 vegna samnings við Ólafs- fell um gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Hamarinn. Óþægileg staða, segir framkvæmdastjóri Pegasus. Í UPPNÁMI Samningnum sem Björgólfur Guðmundsson og RÚV gerðu var fagnað af sjálfstæðum sjónvarpsframleiðendum. Sá samningur er nú í hættu vegna fjárhags- legrar óvissu Björgólfs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á meðan það ríkir óvissa um fjárhagslega framtíð Björgólfs Guðmundssonar getur fyrirtækið ekki staðið við skuld- bindingar sínar. ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON TALSMAÐUR BJÖRGÓLFS GUÐMUNDSSONAR SKOÐANAKÖNNUN Flestir líta til Noregs, spurðir að því hvaða þjóð sé helsta vinaþjóð Íslands, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæplega 85 pró- sent nefna eitthvert Norðurland- anna sem Íslands helstu vinaþjóð. Langflestir nefna þó Noreg, 57,2 prósent. Ekki er ólíklegt að þar komi til mikill fréttaflutningur um velvild Norðmanna í efnahags- þrengingum Íslendinga. Í öðru sæti yfir okkar helstu vini situr svo Danmörk, en 13,1 prósent telja Dani vera okkar bestu vini. Þá horfir 9,1 prósent til litlu nágranna okkar, Færeyinga, og segir þá þjóð vera okkar bestu vini. Ekki er ólíklegt að hefði könnunin verið gerð eftir að frétt- ir bárust um sex milljarða lánslof- orð Færeyinga, hefðu fleiri talið þá til landsins bestu vina. Í fjórða sæti yfir helstu vini er svo Rússland, og segja 7,8 prósent Rússa vera okkar helstu vini. Þar kemur eflaust til umræða um mögulegt lán frá Rússlandi. Rúm þrjú prósent nefna Bandaríkin og 2,6 prósent nefna Norðurlöndin öll og 1,5 prósent nefna Svíþjóð. Önnur lönd eru svo nefnd í undir einu prósenti tilfella. Má þar nefna Bretland, Frakkland, Japan, Kan- ada og Þýskaland. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 25. október og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða erlenda þjóð telur þú að sé helsta vinaþjóð Íslands? Afstöðu til spurningarinnar tóku 82,1 pró- sent. - ss Skoðanakönnun Fréttablaðsins um helstu vinaþjóð Íslands: Norðmenn okkar helstu vinir HVER ER HELSTA VINAÞJÓÐ ÍSLANDS? Noregur 57,2% Danmörk 13,1% Færeyjar 9,1% Rússland 7,8% Bandaríkin 3,2% Skv. könnun Fréttablaðsins 25. 10 ´08 KJARAMÁL Níu flugfreyjum hjá Iceland Express hefur verið sagt upp. Þrjátíu flugfreyjur störfuðu hjá félaginu fyrir uppsagnirnar. Félagið fór ekki að óskum Flugfreyjufélags Íslands um að reynt yrði að minnka starfshlut- fall eða bjóða launalaust leyfi í stað uppsagna. Frá Icelandair berast þær fregnir að 61 flugfreyja hafi tekið launalaust leyfi eða minnkað við sig starfshlutfall. - hhs Uppsagnir Iceland Express: Þriðjungi flug- freyja sagt upp FLUGVÉL ICELAND EXPRESS Níu af þrjá- tíu flugfreyjum hefur verið sagt upp. SPÁNN, AP Sautján manns særðust og eldur braust út í húsum og bifreiðum þegar öflug bíl- sprengja sprakk við háskóla í borginni Pamploma á norðanverð- um Spáni í gær. Stjórnvöld telja víst að aðskilnaðarsinnaðir Baskar beri ábyrgð á sprengingunni. Þau sögðu að sprengingin hefði hæglega getað kostað fjölda manns lífið vegna þess að hún var sprengd án viðvörunar á fjöl- förnu svæði á skólalóðinni. Enginn hinna sautján slösuðu voru alvarlega slasaðir. Margir höfðu fengið í sig glerbrot þegar rúður brotnuðu. - gb Bílsprengja á Spáni: Öflug sprengja á háskólalóð ATVINNUMÁL „Ég held að fólkið sé ekkert að fara,“ segir Vigdís Erlingsdóttir, fjármálastjóri fisk- vinnslunnar Eyrarodds á Flat- eyri, um erlenda starfsmenn fyr- irtækisins sem eru í miklum meirihluta. Hjá Eyraroddi starfa 36 manns og þar af eru átta Íslendingar; fimm þeirra eru í yfirstjórn og þrír vinna við vinnslu. Af útlendingunum eru langflestir pólskir. „Ég er svo heppin að Pólverj- arnir sem eru í vinnu hjá mér eiga allir fasteignir hérna og margir þeirra eru orðnir íslensk- ir ríkisborgarar,“ segir hún. „Og þetta er stór og góður kjarni, margir þeirra hafa búið hérna á Flateyri í tíu til fimmtán ár. Svo ég held að fólkið sé ekkert á förum í bráð.“ Nýlega fjallaði BBC á vefsíðu sinni um innflytjendamál á Íslandi og kom þar fram að á Flat- eyri búa 200 manns og helming- urinn er innflytjendur. Blaðamað- ur gerði því skóna að flestir þessara innflytjenda myndu yfir- gefa landið í kjölfar efnahags- þrenginga sem hér ríkja. Hjá útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækinu Kambi, sem hætti starfsemi í fyrra, störfuðu 120 manns. Vigdís segir að þegar að Eyraroddi hóf starfsemi sína í fyrrahaust sem nokkurs konar arftaki Kambs hafi verið leitast við að ráða starfsmenn sem ættu fasteignir á svæðinu. - jse Átta af 36 starfsmönnum Eyrarodds eru Íslendingar: Óttast ekki að Pólverjarnir fari VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.