Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég elda nokkurn veginn á hverj- um degi og finnst mikilvægt að fá bæði hollan og góðan mat,“ segir Unnur María Bergsveinsdóttir og viðurkennir að hún sé matargat. „Ég er alin upp við góðan mat og mamma er ofboðslega góður kokkur. Þegar ég var lítil fannst krökkum oft skrítinn matur heima hjá mér en mamma eldaði mikið grænmetisrétti og bauna- rétti og tófú. Ætli ég hafi ekki til- raunagleðina í eldhúsinu frá henni.“ Unnur er sagnfræðingur að mennt og verkefnisstjóri mið- stöðvar munnlegrar sögu á Þjóð- arbókhlöðunni. Hún eldar oftast einfalda rétti eins og grænmetis- rétti með hrísgrjónum eða núðl um og salöt. Spurð um uppáhalds- matinn segist hún eiga erfitt með að gera upp á milli. „Ég er mjög hrifin af grænmet- is- og fiskréttum en ef ég á að velja eitthvað alveg uppáhalds þá væri það sushi. Ég útbý það oft sjálf og það er engin kúnst ef maður á hrísgrjónapott. Erfiðast er að fá hrísgrjónin góð en svo er þetta bara smá æfing að rúlla og móta bitana.“ Unnur er dugleg að setja saman eigin uppskriftir og fer sjaldan eftir tilbúnum uppskriftum, les þær einungis til innblásturs. Hún segir æfinguna skapa meistarann þegar kemur að eldamennsku. „Eftir nokkur ár af misheppn- uðum tilraunum þá lærist hvað má og hvað má ekki. Fyrst þegar ég fór að búa borðaði ég oft eitt- hvað sem var alls ekki gott, en það er langt síðan mér hefur tek- ist að búa til eitthvað vont.“ Uppskriftin sem Unnur býður lesendum upp á er að kjúklinga- rétti sem hún eldar þegar hún vill gera vel við gesti. Uppskriftin er á síðu 4. heida@frettabladid.is Eldar sjaldan vondan mat Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur er matargat. Hún er tilraunaglöð í eldhúsinu og vill borða góðan og hollan mat og segir langt síðan henni tókst að elda eitthvað vont. Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur eldar á hverjum degi eitthvað gott og hollt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frumflytur nýtt leikrit eftir írsk-íslenska leikskáldið Brian FitzGibbon á Rás 1 á sunnudaginn klukkan 14. Leikritið heitir Annar maður og er í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Verð 7.750 kr. Villibráðar- hlaðborð 16. október - 19. nóvember Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.