Fréttablaðið - 31.10.2008, Page 32

Fréttablaðið - 31.10.2008, Page 32
10 föstudagur 31. október tíðin ✽ taktu Madonnu á þetta DÍANA MIST Söngkonan Madonna er alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að fatavali. Þrátt fyrir að vera í miðju skilnað- arferli lét hún sig ekki vanta í Dolce & Gabb- ana teiti sem haldið var á The Thompson hót- elinu í New York. Eins og hún á vanda til sóp- aði hún að sér athygli. Í þetta sinn var það reyndar ekki út á eigin hæfileika heldur út á skótauið. Hún klæddist svörtum Dolce & Gabbana skóm og það sérstaka við þá er að hællinn er eins og byssa í laginu. Geri aðrar betur. Madonna veit að hún kemst langt í réttu fötunum Mætti í byssu- skóm í teiti Svaðalegir skór Takið eftir hælnum, hann er eins og byssa í laginu. MYND/GETTYIMAGES Föstudagur 24. október: Dagur til að endur- skipuleggja … Þessi vika var ekkert smá klikkuð. Hef ekki upplifað það lengi að hafa nægan tíma. Fyrst ég var heima var ekkert annað í stöðunni en að taka til í geymslunni og reyna að hafa uppi á einhverjum verðmætum. Eftir massíva tiltekt fann ég svo mikið af flöskum og dósum að ég ákvað að fara með þær í endurvinnsluna. Viti menn, fékk heilan fimm þúsund kall fyrir það. Það sem eftir lifði dags dund- aði ég mér við að mynda flík- ur sem ég hafði aldrei farið í og setti myndirnar síðan á netið. Ef öll góðærisfötin eiga eftir að seljast mun ég geta framfleytt mér næstu mánuði án þess að þurfa að setja rautt ljós í gluggann. Ákvað að eyða 5000 kallinum á 101 í stað þess að kaupa prótíduft í Heilsu- húsinu. Þar voru hárgeiðslugæj- arnir Simbi og Svavar Örn, Kalli og Esther í Pelsinum og Bentína Björgólfsdóttir Guðmundssonar. Eftir fjög- ur rauðvínsglös var ég orðin alveg helluð og fór heim … Kíkti aðeins á Boston á heimleiðinni. Eina fræga andlitið sem ég hnaut um var Björk í allri sinni dýrð. Laugardagur 25. október: Vér mótmælum allir … Hef sjaldan upplifað eins mikinn skítakulda og þenn- an laugardag. Ekki nóg með að maður eigi engan pen- ing heldur frýs maður alveg inn að beini. Klæddi mig í dúnkápuna og arkaði niður í bæ með mótmælaspjald. Fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarn- argötu var Guðný Halldórsdótt- ir í dúnúlpu, Dagur B. Eggertsson, stjörnuarkitektinn Rut Káradótt- ir og Gísli Örn Garðarsson leik- ari. Eftir mótmælin fór ég í heitt bað, kíkti í tölvuna og viti menn, ég fékk boð í fimmt- án flíkur og það sem eftir lifði dags hafði ég ekki undan því að taka á móti fólki sem vildi eignast gömlu fötin mín. Endaði á að selja tólf flíkur og var því með þó nokkurn aur í vasan- um þegar ég kíkti á Boston um kvöldið. Þar var Tómas Lem- arquis, Urður í Gus Gus, Na- talie plötusnúður og Hrafnhildur töskuhönnuður. Retró Stefson var líka á svæðinu... Sá samt enga sleik væna og ákvað að drífa mig heim áður en ég væri búin að eyða öllum ágóð- anum. Flottur kjóll Madonna mætti í svörtum glæsi- kjól í Dolce & Gabbana teitið í New York á dög- unum. Skótau- ið vakti þó meiri athygli M Y N D /G E T T Y IM A G E S MAGNÚS SIGURÐUR JÓNSSON leikari GAMLI BENSINN. LUKKUHESTUR STÚDÍÓSINS MÍNS, sem Hekla dóttir mín gerði í smíði. BULLWORKER, allrahanda líkams- ræktartæki frá 1965. FATASTANDUR frá afa mínum, Magnúsi Sigur- lássyni frá Þykkvabæ. SNÁKASTÓLL frá ömmu og afa í Þykkvabænum. BESTA „PROSACIГ Í DAG. ERMAHNAPPAR FRÁ AFA. TOPP 10 FÖSTUDAGUR Ef þú ert í massa stuði skaltu kíkja á Óliver í kvöld en þar verður magnað kvennakvöld. Beggi og Pacas eru veislustjórar ásamt því að sjá um veiting- arnar, vaxtarræktargæjar hnykla vöðvana og allar konur labba út með glaðning. LAUGARDAGUR Samtökin 78 standa fyrir glæsilegu grímuballi á Tunglinu í anda hrekkjavökunnar. Dj Yamaho og manny halda uppi stuðinu. Sá sem mætir í besta bún- ingnum fær ferðavinning frá Iceland Express. Það er ekk- ert annað í stöðunni en að taka fram saumavélina og keppast við að vera flottust/astur. Laugavegi 80 • sími 561 1330 www.sigurboginn.is MÁLVERK eftir Hrafnhildi Ingu Sig- urðardóttur, mömmu mína. LAMBALOÐHÚFA sem pabbi gaf mér og er ótrúlega þægileg. ÚR SEM ÉG ERFÐI frá Magnúsi afa mínum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.