Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 9. nóvember 2008 — 307. tölublað — 8. árgangur 10 Opið 13–18 Afsláttar dagar ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 BORGARNESBOLLAN Þorvaldur Kristbergsson, sem kallaður er Borgarnesbollan, og þrettán aðrir kraftajötnar halda á heimsmeistaramót í Austurríki. FÓLK 22 Vörpuðu kúlu 106 metra Félag véla- og iðnaðarverkfræði- nema í HÍ stóð fyrir valslöngvu- keppni í Víðidal. FÓLK 16 fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]nóvember 2008 FJ Ö LS K Y LD A N VEÐRIÐ Í DAG Kærkomin samverustund Íslenski söfnuðurinn í London hélt upp á 25 ára starfsafmæli í Sænsku kirkjunni í London. TÍMAMÓT 12 Rektorar allra háskóla sameinast Allir háskólarektorar landsins hafa fundað saman um það hvernig nýta megi skólana til uppbyggingar í því árferði sem nú er. Svafa Grönfeldt lýsir verkefni HR og Listaháskólans sem kalla mætti hugmyndahús fyrir hugmyndaríkt hústökufólk. STÍFUR AF NORÐRI Í dag verða norðaustan 8-15 m/s víðast hvar hvassast norðvestan til og við SA- ströndina. Skúrir eða slydda norðan til og austan en bjart með köflum sunnan og vestan til. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 6 5 6 6 8 VIÐSKIPTI Sigurður Einarsson stað- hæfði í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í gær að þeim Davíð Odds- syni seðlabankastjóra hefði lent saman á fundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Washington á síðasta ári. Davíð hefði meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef umsókn bankans um að fá að gera upp í evrum yrði ekki dregin til baka. „Þetta eru auðvitað mjög alvar- legar ásakanir sem hljóta að koma til skoðunar eins og annað sem tengist aðdraganda þessara óskapa,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslyndra, segir fulla ástæðu til að rannsaka ásakanir Sigurðar. „Hafi seðlabankastjóri mælt þessi orð verður það að telj- ast alveg ótrúlegt og vítavert. Það er ómögulegt að bera traust til embættismanna sem tala svona.“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ummæli Sigurðar dæmigerð fyrir þau mörgu mál í aðdraganda bankahrunsins sem taka þurfi til rannsóknar. „Vonandi gerist það í þessari viku að Alþingi taki það í sínar hendur með föstum hætti, annað- hvort í gegnum stjórnarskrá eða sérstök lög, að skipa öfluga rann- sóknarnefnd til að fara yfir þessi mál. Þetta (ummæli Sigurðar) er liður sem kemur þar inn til rann- sóknar,“ segir Guðni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Geir Haarde forsætisráðherra síð- degis í gær kvaðst hann hafa verið á fundum allan daginn og hvorki séð viðtalið við Sigurð né kynnt sér innihald þess. „Ég sé ekki ástæðu til að svara þeirri spurn- ingu núna,“ svaraði Geir aðspurð- ur hvort ástæða væri til þess að sannleiksgildi ummæla Sigurða yrðu rannsökuð. Spurður um ummæli Sigurðar vísar Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra til væntanlegrar umfangsmikillar rannsóknar inn- lendra og erlendra sérfræðinga á aðdraganda bankahrunsins. Það standi aðallega á þeim Sigurði og Davíð að útskýra þetta tiltekna mál og því ekki ástæða til að flýta rannsókn þess sérstaklega. „Í rannsókninni verður ekkert dregið undan. Ef Sigurður heldur þessu fram er sjálfsagt mál að það verði leitt til lykta þar,“ segir Björgvin. - kg, gar / sjá síðu 6 Krefjast rannsóknar á fullyrðingu Sigurðar Fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir Davíð Oddsson seðlabankastjóra hafa hótað því að taka bankann niður yrði ekki hætt við umsókn um að fá að gera upp í evrum. Forystumenn stjórnarandstöðunnar vilja rannsókn. Á FJÓRÐA ÞÚSUND MÓTMÆLTI Á AUSTURVELLI Aðsúgur var gerður að lögreglunni í fjöldamótmælum við Alþingishúsið í gær. Átti hún á köflum fullt í fangi með að hafa stjórn á þeim sem æstastir voru og var einn maður handtekinn og fluttur á brott. Krafist var aðgerða vegna efnahagsástandsins. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hafi seðlabankastjóri mælt þessi orð verður það að teljast alveg ótrúlegt og vítavert. Það er ómögulegt að bera traust til embættismanna sem tala svona. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS LÖGREGLUMÁL Tæplega fertugur karlmaður af erlendum uppruna fannst látinn í sumarbústað skammt frá Selfossi í gær. Þrír samlandar hans, sem voru á vettvangi, hafa réttarstöðu grunaðra í málinu. Þeir eru á aldrinum 18 til 32 ára. Klukkan 8.22 fékk lögreglan tilkynningu frá manni sem kvaðst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og réttarmeinafræðingur rann- sökuðu vettvanginn í gær. - fb Mannslát í sumarbústað: Þrír grunaðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.