Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 15
Á krepputímum ríður að að halda vel utan um fjölskylduna og börnin því aldrei er meiri hætta á upplausn og örvilnan en þá. Bækurnar hér á síðunni eru allar til þess fallnar að hjálpa foreldrum og skólum að bæta líf barnanna okkar, hver á sinn hátt. UPPELDISBÓKIN hefur selst í þúsundum eintaka á síðustu árum og er almennt talin besta og aðgengilegasta bókin á markaðnum um uppeldi ungra barna. Fjöldi sveitarfélaga á Íslandi notar bókina á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra en þau námskeið eru hönnuð og skipulögð af Miðstöð heilsuverndar barna á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Frábær bók sem sérstaklega er ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast athyglisbresti og ofvirkni. Bókinni er ætlað að vera nokkurs konar sjálfshjálpartæki fyrir börn á grunnskólaaldri og inniheldur aðgengilegar upplýsingar, góð ráð, leiðbeiningar og hvatningu sem gagnast við að takast á við daglegt líf á árangursríkan hátt. Ómissandi fyrir foreldra, kennara og aðra sem tengjast börnum sem eru hvatvís og eiga bágt með einbeitingu og úthald. Einstakt hjálpartæki handa börnum með ADHD. BÆTT HUGSUN  BETRI LÍÐAN er spennandi, nýstárleg og hagnýt bók um hvernig nota má hugræna atferlismeðferð fyrir börn og ungmenni. Höfundurinn hefur þróað efnið í starfi sínu með börnum með margvísleg sálfræðileg vandamál. Bókin er mjög aðgengileg með fjölda hagnýtra verkefna sem auðvelt er að laga að einstaklingsbundnum þörfum og vandamálum. Starfsfólk skóla veit að hegðunarerfiðleikar og agaleysi eru oft helstu hindranir góðs námsárangurs. Þegar leysa á hegðunarvanda í skólum er ómarkvissum og óstöðugum aðferðum oft beitt. Slíkar aðferðir leiða gjarnan til óánægju og gremju meðal nemenda og foreldra og þeirrar upplifunar kennara að þá skorti stuðning og hvatningu. Í bókinni má finna aðferðir sem auðvelt er að innleiða og nota heildstætt í öllum skólanum, fyrir einstaka bekki og nemendur. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is SKRUDDA HÆKKAR EKKI VERÐIÐ, HVORKI Á JÓLABÓKUNUM NÉ Á ELDRI BÓKUM!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.