Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 9. nóvember 2008 15 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 9. nóvember ➜ Dans 20.00 Dans-andi Íslenski dansflokkur- inn sýnir verkið Dans-andi í Borgarleik- húsinu, Listabraut 3. ➜ Fyrirlestrar 11.00 Hvað má læra af reynslunni? Páll Skúla- son heimspekingur flytur erindi í Bláu könnunni, Hafnarstræti 96, Akureyri. ➜ Sýningar 15.00 Suðuramerísk menningarhátíð í Kópavogi Leiðsögn verður um sýning- una Ekvador að fornu og nýju í Gerðar- safni, Hamraborg 4. ➜ Fræðsla 10.00 Fræðslumorgnar í Hallgríms- kirkju Kristinn Ólason, rektor í Skálholti, flytur erindi um það hvort Biblían eigi erindi til nútímafólks. ➜ Leiðsögn 14.00 Ást við fyrstu sýn Halldór Björn Runólfsson verður með leiðsögn um sýninguna og mun fjalla um þróun myndlistar allt frá tímum Impressjónist- anna til okkar daga. Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Tónlist 20.00 Orgeltónleikar Hjónin Lára Bryndís Eggertsdóttir og Ágúst Ingi Ágústsson flytja verk eftir Johann Sebastian Bach, Carl Philipp Emanuel Bach og Johann Christian Bach í Lang- holtskirkju, Sólheimum 13. 20.00 Ómar Guðjónsson Tríó verður með tónleika í Ráðhúsinu Ölfus, Hafn- arbergi 1, Þorlákshöfn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvik- myndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónu- gallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáld- sögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir val- inu sem besta Booker-verðlauna- bók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaun- anna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mán- uðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessara sömu verðlauna nú í ár. - vþ Miðnæturbörn á tjaldið SALMAN RUSHDIE Vinnur kvikmynda- handrit upp úr skáldsögunni Miðnæt- urbörn. Hljómsveitin Thin Jim and the Cas- taways heldur tónleika á Café Ros- enberg við Klapparstíg á miðviku- dagskvöld kl. 21. Í fréttatilkynningu vegna tón- leikanna kemur þó fram að Thin Jim and the Castaways er ekki eig- inleg hljómsveit, heldur fremur tónlistarverkefni þar sem hvert lag og hver texti kallar á þann söngvara eða hljóðfæraleikara sem hentar hverju sinni. Þannig fá þeir listamenn sem að verkefninu koma tækifæri til þess að stíga út úr viðj- um vanans og leggja eitthvað nýtt til málanna. Þátttakendur eru þau Margrét Eir Hjartardóttir, Jökull Jörgen- sen, Birgir Ólafsson, Scott McLem- ore, Ragnar Emilsson og Arnar Jónsson. Þess má vænta að á mið- vikudagskvöld stigi svo með þeim á svið ýmsir góðir gestir. - vþ Leika á Rosenberg MARGRÉT EIR HJARTARDÓTTIR Margrét tekur þátt í tónlistarverkefninu Thin Jim and the Castaways. Skífan Laugavegi 26 · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · www.skifan.is Nýtt upphaf 1. Eins og vera ber 2. Umvafin englum 3. Ósögð orð 4. Til eilífðarnóns 5. Öldurót 6. Við hlið mér 7. Tvær tungur 8. Ég átti þig ein 9. Minningar vakna 10. Októbernótt GUÐRÚN GUNNARS KOMIN Í SKÍFUNA! YNDISLEG PLATA FRÁ FRÁBÆRRI SÖNGKONU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.