Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 25
Fjölskyldan 5 eykst og það hvetur þau örugglega til þess að lesa síðar meir. Svo er lestur á kvöldin bara svo róleg og góð stund fyrir svefninn,“ segir Björk sem ætlar að lesa fyrir börn- in sín eins lengi og þau vilja það. Margtyngd börn Lestur bóka á íslensku er sérstak- lega mikilvægur að mati Bjarkar þar sem börnin búa við flókið tungumálaumhverfi. „Ég tala allt- af við þau á íslensku en þau heyra líka norsku og frönsku því maður- inn minn er hálf-norskur og hálf- franskur.“ Strákurinn hennar er því þrítyngdur og stelpan, sem er yngri, verður það væntanlega líka. Sjálf er Björk margtyngd, alin upp í Svíþjóð að hluta og menntuð í Frakklandi. Björk á mikið af bókum og seg- ist alla tíð hafa keypt mikið af bókum, en hún fer líka mikið á bókasöfn með börnin sín. Fjöl- skyldan býr í Noregi og Björk seg- ist óhikað geta samþykkt að í Nor- egi sé fjölskylduvænt og barnvænt samfélag. „Fjölskyldufólk gerir mjög margt saman, fer í hjólatúr, í úti- legu og pikknikk allir saman með bollur og madpakke. Um leið og það kemur snjór eru svo allir komnir á gönguskíði.“ Björk segir fjölskyldumenninguna góða, það sé alltaf tekið með í reikninginn að það þurfi að sækja börnin á leik- skólann og sinna þeim. „Það lokar allt fyrr en hér, hinn dæmigerði Norðmaður borðar kvöldmat klukkan fimm, áður en barnatím- inn í sjónvarpinu hefst klukkan sex.“ Íslensk börn geta glatt sig við það að Björk ætlar að halda áfram að skrifa barnabækur, hún segist vera með margar hugmyndir að bókum. „Það er svolítið erfitt að lýsa því en hugmyndirnar koma til mín og ég sé sögurnar fyrir mér áður en ég byrja að teikna. Oftast þekki ég upphaf og endi sögunnar og veit hvað ég vil segja.“ sigridur@frettabladid.is Á meðal fjölmargra bóka Bjarkar eru þessar....BÆKURNAR HENNAR BJARKAR átta ára MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is 15% afsláttur af allri gjafavöru þessa helgi Við höfum opnað gjafavöruverslun að FÁKAFENI 9 OPIÐ í dag 13–16 VERIÐ VELKOMIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.