Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 38
22 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Ég er að taka þátt í þremur sýningum á einni viku. Í gær tók ég þátt í samsýningu í Kling og Bang galleríi, á þriðjudaginn opna ég einkasýningu í Galleríi Vegg hjá Helga Þorgils og svo föstudaginn 14. nóvember opna ég einkasýningu í Gallery Turpentine. Svo var heima- síða mín, flotakona.com, að fara á veraldarvefinn. Augnlitur: Gráblár. Starf: Myndlistarmaður. Fjölskylduhagir: Þægilegir. Hvaðan ertu? Evrópu. Ertu hjátrúarfullur? Ég trúi ekki … ég veit. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn?: Ég horfi aldrei á sjón- varp, en fréttunum undanfarið hef ég þó ekki misst af, þær eru svo skemmtilega veruleikafirrtar. Uppáhaldsmaturinn?: Ferskir ávextir og grænmeti. Fallegasti staðurinn?: Ásbyrgi. iPod eða geislaspilari?: ? Hvað er skemmtilegast? Að verða fyrir hugljómunum. Hvað er leiðinlegast? Mér leiðist aldrei. Helsti veikleiki?: Kann ekki að skammast mín. Helsti kostur?: Óþekktin. Helsta afrek?: Hætti að reykja og drekka. Mestu vonbrigðin?: Stjórnvöld. Hver er draumurinn?: Að verða forseti. Hver er fyndnastur/fyndnust? Kolfinna Bald- vinsdóttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að amer- ísk ruslmenning hafi yfirtekið heiminn. Hvað er mikilvægast? Að vera þakklátur og að vera í góðu vitundarsambandi við lífið. HIN HLIÐIN SNORRI ÁSMUNDSSON LISTAMAÐUR Kann ekki að skammast sín 13.11.1966 Sterkustu menn landsins eru á leið í víking – ætla að taka hraust- lega á því á heimsmeistaramóti kraftlyftingamanna sem haldið verður í Austurríki. Engan bilbug er að finna á þeim enda væri það hart ef kraftajötnar okkar væru með tárin í augunum. „Við erum að fara fjórtán út til Austurríkis. Ég og fjórir aðrir erum að fara að keppa sem öld- ungar. Svo erum við með unga menn sem eru að stíga í átt til heimsfrægðar,“ segir Ingvar Jóel gjaldkeri hjá íslenska kraftlyft- ingafélaginu - IPF Metal. Langt er síðan svo stór hópur kraftlyftingamanna hélt frá Íslandi til að taka þátt í heims- meistaramótinu. Auðunn Jónsson var til að halda uppi merkinu, síð- asti móhíkaninn, segir Ingvar Jóel, en nú hefur starfsemin verið rifin upp í orðsins fyllstu merk- ingu. Stofnað var nýtt félag og með mikilli vinnu hefur tekist að efla menn til sálar og líkama. „Við erum með nokkra feikilega öfluga stráka sem eiga eftir að stimpla sig rækilega inn,“ segir Ingvar Jóel og nefnir sérstaklega til sögunnar Þorvald Kristbergs- son, eða Bolluna, sem menn binda miklar vonir við enda reif hann nýverið upp 400 kíló í hnébeygju en gildandi heimsmet í hans flokki er 420 kíló. Ingvar Jóel segir menn reikna með því að hann saxi á það. „Þeir eru farnir að fylgjast með Bollunni á „Powerliftingwatch“, helsta vef kraftamanna. Hann hefur verið að fá komment fyrir frábæran stíl og glæsilegan. Þar er hann kallaður Meatball.“ Þorvaldur gegnir nafninu Boll- an. Var áður kallaður Borgarnes- bollan en hann bjó uppi í Borgar- nesi og þótti feitur í æsku. „Ekkert neikvætt við það. Bollan er frá- bær, alltaf brosandi, jákvæður og drífur menn með sér í góðum anda,“ segir Ingvar Jóel en sá háttur er hafður á að menn í kraft- lyftingum fá ýmis upp- og viður- nefni: „Palli fermeter er jafnhár á alla kanta, einn er Skyri sem eitt sinn var styrktur af KEA, Valdi kerfis- fræðingur er bara kallaður Kerf- ismolinn, Balli bekkur, Gullsmið- urinn …“ segir Ingvar og þylur upp nöfn þessara hrikalegu félaga sinna. Sjálfur er hann kallaður Ringó, þótti svo líkur Hring kon- ungi í Hringadróttinssögu – en Hringur þótti of virðulegt. „Þetta eru alvörumenn. Og frá- bært fyrir Ísland, nú á þessum síðustu og verstu, að heimurinn sjái að hér búa enn karlmenn með krafta í kögglum en ekki bara möppudýr og peningaslóðar,“ segir Ingvar Jóel Hópurinn held- ur utan á þriðjudag. „Já, ég fékk aukareikning á flugfarseðlana sem ég greiddi með Vísa. Konan kemur með mér og flugið breytt- ist úr 107 í 154 þúsund. Ég kann ekki almennilega að skýra þetta,“ segir Ringó – gjaldkeri Metals. En ekki er að heyra að hann muni láta þetta trufla sig þegar hann fer að rífa upp járnin. jakob@frettabladid.is INGVAR „RINGÓ“ JÓEL: ÆTLUM AÐ KOMA ÍSLANDI Á KORTIÐ AFTUR Borgarnesbollan í víking RINGÓ OG BOLLAN Félagar í Metal hafa eflst til muna að undanförnu og halda nú til Austurríkis – verðugir fulltrúar þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er ansi mikið að gera hjá okkur,“ segir Gunnar Hákonarson framkvæmdastjóri Kolaportsins, en svo virðist sem vinsældir þess séu meiri nú en nokkru sinni fyrr, því allir básar eru nú þegar upp- pantaðir fram að jólum. „Það hefur yfirleitt verið mikið að gera hjá okkur á þessum tíma árs, en það er að gerast miklu fyrr núna. Vinsældir Kolaportsins hafa vaxið jafnt og þétt, en það er engin spurning að það er meiri fólks- fjöldi sem kemur að versla núna,“ útskýrir Gunnar og segir kreppuna óneitanlega hafa haft sitt að segja. „Hvort sem fólk hefur lent illa í kreppunni eða ekki hefur hún kennt fólki og fengið alla til að hugsa sinn gang. Til okkar kemur aðallega fólk sem er að taka til hjá sér og vill koma gömlum hlutum í verð, en fólk er farið að hugsa betur um notagildi hlutanna og að hver króna skiptir máli. Markaðir með notaðar vörur hafa verið þekktir í árhundruð á meginlandi Evrópu og Freddy Mercury seldi meira að segja notuð föt áður en hann varð rokkstjarna,“ bætir hann við og brosir. Aðspurður segir Gunnar leigu- verð á básum ekki hafa hækkað þrátt fyrir vaxandi vinsældir Kolaportsins. „Við hækkum leiguna bara eftir vísitölu. Það er eina hækkunin sem við höfum farið eftir og erum ekkert að keyra upp leiguverðið þó svo að aðsóknin sé að aukast og þeir sem eru að taka til í geymslum sínum geta komist að eftir áramót,“ segir Gunnar. - ag Kolaportið fullt í kreppunni FULLT FRAM AÐ JÓLUM Allir básar eru upppantaðir í Kolaportinu fram að jólum, en Hákon segir fólk geta komist að eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hann er voða duglegur. Þetta er sniðug hugmynd hjá honum með fjarþjálfunina og það kannski veitir ekki af því á þess- um tímum að vera með eitthvað til að lyfta mannskapnum upp. Fólk þarf að halda áfram að hreyfa sig og gera eitthvað þótt á móti blási í kreppunni.“ Ester Ásbjörnsdóttir, móðir Egils Einars- sonar, Gilzeneggers, sem hefur slegið í gegn með fjarþjálfun sinni. Myndlistarmaðurinn Frosti Friðriksson hyggst á næstu dögum koma upp litlum köss- um í grennd við dvalarstaði erlendra ferðamanna. Þar geta þeir keypt sér svokölluð krónu- kort – lítil kort með einni íslenskri krónu inni í – fyrir erlendan gjaldeyri. Fram kemur á verðskránni að 12 pró- sent af gjaldeyrinum renni til Seðlabanka Bretlands. Frosti segir að hugmyndinni hafi slegið niður í kollinn á honum eins og eldingu. Nánast eins og fullsköpuð úr höfði Seifs. Hann var nýkominn með „gjörninginn“ sinn úr prent- smiðju og var í þann mund að fara að líma krónurnar inn í bréfin. „Ég prentaði fimm þús- und stykki þannig að þetta verða fimm þúsund stakar krónur sem þarf að líma,“ segir Frosti. Ein króna mun kosta eitt pund eða eina evru, nú eða einn dollara. Hann hefur áður sem mynd- listarmaður gripið til sérstakra ráðagerða og er frægt þegar hann fékk nokkra tugi Finna til að gefa fingrafarið sitt. „Þeir fengu síðan skjal til staðfestingar á því að fingrafarið þeirra væri til í Öskju á Íslandi,“ segir Frosti. Hann stofnaði jafnframt útibú fyrir indverska betlara í kjallaranum á i8-galleríi. Frosti vonast jafnframt til þess að viðtökur útlendinga hér á landi eigi eftir að svala þeirri gjaldeyrisþurrð sem virðist ríkja á Íslandi um þessar mundir. - fgg Safnar gjaldeyri með sölu á krónukortum KRÓNUKORT Frosti með krónukortin og verðskrána en 12 prósent af sölunni eiga að renna til Seðlabanka Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÆKKUM TAXTA: Öll almenn bókhaldsvinna. Ársreikningar/ skattframtöl lögaðila, rekstraraðila og einstak- linga. Áralöng reynsla/fagleg vinnubrögð. Uppl. sími 8929336 eða email: ek3289@gmail.com Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.