Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 26
6 Fjölskyldan afþreying leikum og lesum ... KLÚTAR Litríkir klútar geta verið uppspretta mikillar ánægju hjá krökkum. Þeir nýtast enda skemmtilega í alls kyns leikjum, geta verið skikkja, pils eða ábreiða. Í Börnum náttúrunnar eru seldir fallegir silkiklútar handa börnum, en gamlir klútar úr fataskápnum nýtast auðvitað á sama hátt. SAMVERA Spil Góð afþreying fyrir börn og fullorðna er að spila á spil. Dæmi um skemmtileg spil sem börn geta lært auðveldlega er veiðimaður og ólsen ólsen, svo ekki sé minnst á lönguvitleysu. Í síðastnefnda spilinu eru tveir þátttakendur sem skipta stokknum á milli sín og hafa hvor sinn bunkann. Báðir draga spil og sá sem hefur hærra spilið hirðir þau bæði. Markmiðið er að enda með allan stokkinn sem getur auðvitað tekið óralangan tíma eins og nafnið gefur til kynna. Eldað með Mikka Börnum þykir gaman að hjálpa til í eldhúsinu og ekki er verra ef stuðst er við matreiðslubók sem gaman er fyrir börnin að skoða. Foreldrar barna í dag stigu eflaust margir sín fyrstu skref í eldamennsku við leiðsögn bókarinnar Matreiðslu- bókin mín og Mikka og nú er tilvalið að dusta rykið af henni. Hver man ekki eftir súkkulaðisjeik Júmbó svo dæmi sé tekið? Það eina sem þarf eru 3 dl mjólk, 1/2 l af vanilluís og svo fjórar til sex msk. kakómalt. Svo er bara að þeyta allt saman og drekka drykkinn góða. Aðventan Það er kjörið að hefja aðventuna í rólegheitum fjarri mögulegu stressi heimilisins. Helgarferð í Þórsmörk, nánar tiltekið í Bása á Goðalandi, er tilvalið upphaf aðventunnar en eins og undanfarin ár efnir Útivist til slíkrar ferðar. Boðið er upp á notalega aðventu- og jólastemningu og ef heppnin er með gestum verður glitrandi jólasnjór á svæðinu. Ferðin er hugsuð sem fjölskylduferð. Könglar Ódýr og góð leið til þess að eiga stund með fjöl- skyldunni er að fara í gönguferð. Á þessum árstíma er auðvelt að safna könglum ef farið er í göngutúr í Heiðmörk til dæmis eða bara í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Könglana má nota í ýmiss konar jólaskraut enda ekki úr vegi að fara að huga að því nú þegar nóvember er hafinn. Skrautið þarf alls ekki að vera flókið, könglar í skál eru til að mynda einfalt og fallegt skraut sem allir geta gert, líka þeir sem eru með þumal- putta á hverjum fingri. Hvolpurinn þinn á skilið það allra besta! Vörumerkið er eign Hill's Pet Nutrition, © 2003 Hill's Pet Nutrition, Inc. www.hills.is Hill’s kappkostar í hvolpafóðri sínu að mæta fjölbreyttum þörfum hvolpsins í vexti og þroska og stuðlar þannig að heilbrigðu lífi og fyrir vikið enn ánægjulegri samvistum þínum við hundinn þinn. Í Klifurhúsinu eru hressir krakkar á námskeiði þegar Fréttablaðið lítur í heimsókn. Eftir stutta upphitun undir leiðsögn þjálfara er farið í að klifra miserfiðar leiðir á veggjum salarins sem eru bæði beinir og slútandi fram. Krökkunum ferst sportið vel úr hendi enda segjast þau vera hálfgerðir klifurkettir í samtali við Fréttablaðið. „Mamma vissi af þessu námskeiði og fannst sniðugt að ég færi á það, ég er svo dugleg að klifra,“ segir Írena Þöll Arnarsdóttir. Guðberg Hrafnsson er líka mikill klifrari og hefur enda lagt ferðir sínar í Klifurhúsið í nokkur ár, oft með frænda sínum en núna lætur hann að mestu nægja ferðir í tengslum við námskeiðið. Kolbeinn Tumi Gautason byrjaði að klifra í klifurhúsinu fyrir átta mánuðum og hefur mjög gaman af. Faðir hans, Jón Gauti Jónsson, nýtir tímann sjálfur í klifur meðan á krakkanámskeiðinu stendur og hann mælir eindregið með klifri sem fjölskyldu- sporti. „Klifrið er þannig íþrótt að það tekur stuttan tíma fyrir börn að ná ákveðnu jafnræði við foreldra sína og þá er hægt að stunda íþróttina í sameiningu.“ Jón Gauti bendir á klifurveggi og útskýrir að hægt sé að fara miserfiðar leiðir á sama svæði, þannig geti fullorðnir og börn klifrað saman. Hann segist líta á klifurferðirnar sem samverustund sem sé skemmtilegra en að fylgja krökkum í íþróttir og vera passífur á hliðarlínunni á meðan þau sprikla. Klifurhúsið er opið alla daga vikunnar og er boðið upp á námskeið þar fyrir alla aldurshópa. Í dag er hægt að fylgjast með keppni í grjótglímu í Klifur- húsinu sem hefst rétt fyrir tvö. Fjölskyldusport af ýmsu tagi Margt fleira er skemmtilegt fjölskyldusport annað en klifur, til dæmis skíði, hvort sem er svigskíði eða gönguskíði. Skíðavertíðin er hafin fyrir norðan en á höfuðborgarsvæðinu þarf meiri snjó áður en hægt verður að bregða sér á skíði. Annað skemmtilegt vetrarsport eru skautar. Þótt rómantískast sé að renna sér á tjörninni gefst ekki endilega oft tækifæri til þess. Þá er gott að hafa skautahöllina í Laugardalnum í huga en þar er hægt að skauta alla daga vikunnar. Svo er auðvitað frábærlega gaman fyrir fjölskyld- una að fara út að ganga, hvort sem er um næsta nágrenni eða út í náttúruna, aldur hvers og eins ræður kannski dálítið ferðinni um hversu langar leiðir eru farnar. - sbt Klifurkettir í Klifurhúsinu Klifur er skemmtileg íþrótt fyrir fullorðna og börn sem geta lagt stund á sportið saman. Þannig er hægt að ná góðri samverustund við íþróttaiðkunina. Sama á við um skíði, skauta og fleiri íþróttagreinar. Klilfurkettir Kolbeinn Tumi Gautason spreytir sig. Með honum fylgjast Salka Krist- insdóttir, Guðberg Hrafnsson og Jón Gauti Jónsson. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N www.klifurhusid.is www.skidasvaedi.is www.skautaholl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.