Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 9. nóvember 2008 „Þetta er að sprengja allar okkar væntingar,“ segir Jón Heiðar Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Hinu húsinu, um námskeiðið Klár í kreppu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Reykjavík- urborg og Neytendasamtökin fyrir fólk á aldrinum sextán til 25 ára og gengur út á að veita þeim ókeypis og óháða fjármála- fræðslu á mannamáli. Jón Heiðar skipuleggur námskeiðið í samstarfi við Ragnhildi Björgu Guðjónsdóttur, varaformann Neytendasamtakanna, sem mun sjá um fjármálafræðsluna. „Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði svo fljótlega eftir að kreppan skall á. Við vonuðumst til að fá um 40 manns til að mæta, en strax eftir fyrsta dag í skráningu voru yfir 100 manns búnir að skrá sig. Við bættum strax við öðru námskeiði til að koma til móts við þessa miklu aðsókn, en neyddumst til að loka fyrir skráninguna strax eftir fyrsta daginn,“ útskýrir Jón Heiðar. Sjálfur segist hann hafa farið í gegnum alla sína skóla- göngu án þess að fá nokkra fjármálafræðslu og telur brýna þörf á að skólakerfið veiti slíka fræðslu fyrir ungt fólk. „Við fórum með rýnihóp inn í menntaskóla til að skoða þörfina á svona námskeiði og þar er nánast hver einasti unglingur með Visa-kort eða yfirdrátt. Margir í þessum hópi hafa alist upp við stanslaust góðæri og hafa því tekið lán fyrir öllum þörfum, án þess að huga um of að afleiðingum,“ útskýrir Jón Heiðar og gerir ráð fyrir áframhaldandi námskeiðshaldi til að anna eftirspurn. - ag Yfirfullt á fjármála- námskeið ÞURFTU AÐ LOKA FYRIR SKRÁNINGU Jón Heiðar segir aðsóknina á námskeið- ið bera þess merki hversu mikil þörf er á óháðri fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI E I N F A L T G O T T Ó D Ý R T B E N S Í N D Í S E L BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ SNILLINGNUM SIMON PEGG ÚR „HOT FUZZ”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.