Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er sunnudagurinn 9. nóvember, 315. dagur ársins. 9.38 13.11 16.44 9.36 12.56 16.16 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is með ánægju F í t o n / S Í A Við erum leiðandi í framboði ódýrra fargjalda. Frábært verð, þægindi og góð þjónusta eru órjúfanleg heild hjá Iceland Express. Bókaðu ferðina þína á www.icelandexpress.is Við erum hagkvæm – þú getur bókað það Verð frá: 12.490 kr. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar til og frá London, Kaupmannahöfn og Berlín. Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því. SUMIR reiddust því svo að íslenskur banki væri beittur fjár- glæfra- og hryðjuverkalögum að þeir létu taka af sér ljósmyndir til að sanna að þeir væru ekki hryðju- verkamenn. Líklega áttu mynd- irnar að sýna að hvítt fólk í lopa- peysum gæti ekki verið hryðjuverkafólk. Í sömu viku myrti bandaríski herinn nefnilega fjögur hryðjuverkabörn í Sýr- landi án þess að þetta fólk vefengdi réttmæti þeirra ásak- ana. Auðvitað er bankakerfi sem er tífalt stærra en hagkerfið sem ber ábyrgð á því hreinræktuð fjárglæfrastarfsemi sem heyrir undir þar að lútandi lög. Hvort eðlilegt sé að þau séu undir sama hatti og hryðjuverkalög er bara allt annað mál. AÐRIR mótmæltu opinberlega en gátu hvorki komið sér saman um hvar, hvenær né hverju. Pólit- ísk ljósmóðir Davíðs Oddssonar, Jón Baldvin Hannibalsson, hróp- aði þar af tröppum mannlauss ráðherrabústaðar að ástandið hefði verið fyrirbyggjanlegt. Eng- inn viðstaddra virtist átta sig á að besta vörnin hefði auðvitað verið í því fólgin að hleypa ekki af stokk- unum tæplega tveggja áratuga harðstjórn hömlulausrar frjáls- hyggju úti í Viðey árið 1991. ENN aðrir eru svo reiðir að þeir krefjast þess að strax sé kosið aftur. Þeir virðast trúa að stóra lausnin sé í því fólgin að flytja þingmenn á milli flokkanna fimm sem bera ábyrgð á ástandinu. Sumir vilja kannski meina að tveir þeirra séu stikkfrí. En gleymum ekki að í aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu þrenginga voru helstu áhyggjuefni þeirra annars vegar fjöldi Pólverja á Íslandi („vandamál“ sem nú er að leysa sig sjálft) og hins vegar lit- urinn á ábreiðunum á fæðingar- deildinni. Það er gott og blessað að vilja núna afnema eftirlauna- ósómann, en það er dálítið of seint. REIÐI getur verið drifkraftur til góðra verka sé hún virkjuð af kærleika og skynsemi. Annars afmyndar hún fólk og sviptir það reisn. Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fífl- um. Reiði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.