Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 34
18 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is ESKIMOS Enska úrvalsdeildin: ARSENAL - MANCHESTER UNITED 2-1 1-0 Samir Nasri (21.), 2-0 Samir Nasri (47.), 2-1 Rafael (89.). HULL CITY - BOLTON WANDERERS 0-1 0-1 Matthew Taylor (49.). SUNDERLAND - PORTSMOUTH 1-2 1-0 Djibril Cisse (3.), 1-1 Nadir Belhadj (50.), 1-2 Jermain Defoe (90.). WEST HAM UNITED - EVERTON 1-3 1-0 Jack Collison (62.), 1-1 Joleon Lescott (82.), 1-2 Louis Saha (84.), 1-3 Louis Saha (86.) LIVERPOOL - WBA 3-0 1-0 Robbie Keane (34.), 2-0 Robbie Keane (43.), 3-0 Arbeloa (90.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Liverpool 12 9 2 1 19-8 29 Chelsea 11 8 2 1 27-4 26 Arsenal 12 7 2 3 25-13 23 Man. United 11 6 3 2 20-10 21 Aston Villa 11 6 2 3 19-14 20 ------------------------------------------------------------ Sunderland 12 3 3 6 10-18 12 Fulham 10 3 2 5 8-9 11 WBA 12 3 2 7 10-21 11 Tottenham 11 2 3 6 13-17 9 Meistaradeild Evrópu: Haukar-Flensburg 25-34 (15-14) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (19/2), Freyr Brynjarsson 4 (5), Andri Stefan 4 (8), Gunnar Berg Viktorsson 3 (9), Pétur Pálsson 2 (3), Stefán Sigurmannsson 2 (3), Kári Kristjáns- son 1 (1), Gísli Þórisson 1 (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 8. Mörk Flensburg (skot): Thomas Mogensen 8 (9), Lasse Svan Hansen 8 (9), Lars Christiansen 5/2 (7/2), Alen Muratovic 4 (5), Oscar Carlén 2 (4), Torge Johannsen 2 (3), Lasse Boesen 2 (2), Michael Knudsen 2 (4). Varin skot: Dan Beutler 14, Jendrik Meyer 4. N1-deild karla: HK-Valur 22-22 (9-14) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7/4 (14/6), Ragnar Hjaltested 4 (5), Ásbjörn Stefánsson 3 (7), Einar Ingi Hrafnsson 3 (6), Brynjar Hregg- viðsson 3 (5), Gunnar Steinn Jónsson 2 (4). Varin skot: Björn I. Friðþjófsson 15 (37/6) 41% Mörk Vals (skot): Arnór Gunnarsson 7/1 (11/1), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (7/1), Elvar Friðriksson 4/3 (9/4), Hjalti Pálmason 3 (6), Orri Gíslason 1 (2), Gunnar Harðarson 1 (1), Ingvar Árnas. 1 (2). Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 18/1 (39/4) 46%, Pálmar Pétursson 1/1 (2/2) 50%. N1-deild kvenna: HK-Valur 28-32 FH-Haukar 27-29 Fylkir-Stjarnan 24-17 ÚRSLIT > Veigar Páll spilar í dag Stabæk getur unnið tvöfalt í Noregi í vetur en Noregs- meistararnir mæta Valerenga í bikarúrslitunum í dag. Stabæk fór einmitt illa með Valerenga er það tryggði sér norska titilinn fyrir tveimur vikum og er mun sigur- stranglegri aðilinn í rimmu dagsins. Veigar Páll Gunnarsson meiddist á ökkla í vikunni og var óttast um þátttöku hans í leiknum. Veigar æfði með liðinu í gær og verður að öllum líkindum í byrjunarliði Stabæk í dag. Pálmi Rafn Pálmason er einnig á mála hjá Stabæk en byrjar líklega á bekknum. FÓTBOLTI Það var mikið undir hjá Arsenal er það tók á móti Man. Utd á Emirates-vellinum í gær. Guttarnir hans Wengers stóðust prófið og lögðu Englandsmeistar- ana, 2-1, í hreint frábærum knatt- spyrnuleik. Samir Nasri skoraði bæði mörk Arsenal en Rafael minnkaði mun- inn undir lok leiksins. United var mun betra framan af og fyrra mark Arsenal kom nokkuð gegn gangi leiksins. Það var smá heppn- isstimpill á fyrra markinu en ekki seinna markinu sem kom með frá- bæru langskoti eftir magnaða spilamennsku Arsenal. „Þetta var gríðarlega mikilvæg- ur sigur því ég var farinn að ímynda mér hvað myndi gerast ef við töpuðum þessum leik,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kátur í leikslok. „Þetta var mikil- vægur leikur fyrir framtíð þessa liðs. Til að vera í baráttunni þarf að vinna þessa stórleiki og þessi sigur gefur hinu unga liði mínu mikið. Það var frábær andi og bar- áttuvilji hjá liðinu í þessum leik.“ Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi að þetta tap hefði svo sannarlega áhrif á titilvonir liðsins. „Þetta er mikið áfall enda urðum við að vinna þennan leik. Úrslit okkar gegn hinum toppliðunum eru verulegt áhyggjuefni og geng- ið allt annað en það var í fyrra gegn þessum liðum. Við þurfum að komast yfir 85 stig til að eiga möguleika á titlinum og verðum að halda áfram að reyna að ná því takmarki,“ sagði Ferguson. - hbg Arsenal heldur sér í baráttunni með gríðarlega mikilvægum sigri á Man. Utd.: Samir Nasri afgreiddi meistarana SÁTTUR VIÐ STRÁKINN Arsene Wenger klappar hér Samir Nasri eftir að hann hafði skorað í leikn- um í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Það var mikið fjör í Digranesi í gær er HK og Valur skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik. Miklar sveiflur voru í leiknum, mikið um mistök hjá leikmönnum sem og dómurum og jafntefli sanngjörn niðurstaða eftir allt saman. Valsmenn byrjuðu með miklum látum, komust í 0-4 og létu þá forystu ekki af hendi í fyrri hálfleik en þá leiddu þeir 9-14. HK-ingar komu hins vegar brjálaðir í seinni hálfleikinn, lokuðu vörninni, börðu hraustlega á Vals- mönnum sem þoldu barsmíðarnar illa. HK skoraði sex fyrstu mörkin í síðari hálfleik og komst yfir, 15-14. Valsmenn tóku fljótlega leikhlé eftir það og hefðu að ósekju mátt taka það leikhlé fyrr og jafnvel skipta um markvörð. Leikurinn jafnaðist í kjölfarið á ný en HK var þó ávallt skrefi á undan, komst í 22-20 en Valur skoraði síðustu tvö mörk leiksins og náði að tryggja sér eitt stig. Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, var heitt í hamsi í lok leiksins. „Það var skandall hvernig við komum inn í seinni hálfleik því við hefðum átt að drepa þá. Ég geri mistök með því að taka ekki leikhlé fyrr en maður á það til að vilja geyma það svolítið. Við komumst svo inn í leikinn en eyðleggjum hann á ný þegar við erum einum fleiri sem var afar dapurt. Þegar upp var staðið var þó ágætt að tryggja eitt stig,“ sagði Óskar Bjarni sem var ósáttur við dómgæsl- una en vildi þó lítið láta hafa eftir sér um hana. Hann hafði nokkuð til síns máls þar en félagarnir Ingvar og Jónas áttu ekki góðan dag. Byrjuðu strax að dæma illa, samræm- ið ekkert og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós en það hallaði þó nokkuð jafnt á bæði liðin svona heit yfir. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var ívið rólegri en kollegi hans hjá Val. „Við Óskar vorum búnir að semja um jafntefli þegar við vorum með landsliðinu út í Noregi,“ sagði Gunnar og glotti. „Valsmenn sáu ekki til sólar í sókn í seinni hálfleik en slæmar ákvarðanir hjá okkur undir lokin fóru með sig- urinn. Verðum að læra af því.“ N1-DEILD KARLA: JAFNTEFLI NIÐURSTAÐAN Í HÖRKUSPENNANDI OG DRAMATÍSKUM LEIK HJÁ HK OG VAL Jafntefli í uppgjöri aðstoðarlandsliðsþjálfaranna HANDBOLTI Hálfleikarnir á Ásvöll- um í gær voru eins og svart og hvítt. Haukar frábærir í þeim fyrri og Flensburgarar stórkost- legir í þeim síðari þar sem Haukar fengu hraustlega á baukinn hjá þessu magnaða þýska liði. Leikurinn í gær var uppgjör um annað sæti F-riðilsins. Það var vel mætt á Ásvelli í gær og áhorfend- ur kveiktu vel í Haukum sem byrj- uðu leikinn með miklum látum. Þeir spiluðu frábæra vörn og lömdu stórstjörnurnar frá Flens- burg eins og harðfisk. Stjörnurnar létu barsmíðarnar koma sér á óvart og gáfu vel eftir. Á hinum enda vallarins spiluðu Haukar afar agaðan og ákveðinn sóknar- leik. Þessi flotti leikur skilaði þeim fjögurra marka forystu, 8-4, eftir 10 mínútur og breytti engu þótt Haukar væru meira og minna manni færri. Þá var Kent-Harry Anderson, þjálfara Flensburg, nóg boðið og tók leikhlé. Hléið skilaði sínu því vörnin stórlagaðist, Beutler fór að verja í markinu og Flensburg jafn- aði, 8-8. Þá tók Sigurbergur Sveins- son til sinna ráða en hann átti stór- leik í hálfleiknum og skoraði 6 mörk. Haukar héldu sínu og leiddu í leikhléi, 15-14. Ræðan hjá Andersson í hálfleik hefur verið af dýrari gerðinni því hans menn mættu heldur betur grimmir til síðari hálfleik. Flens- burgarar hreinlega keyrðu yfir Haukana á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins og kláruðu leikinn. Skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-16 í 17-23. Sóknarleikur Hauka var í molum á þessum kafla sem og vörnin. Þess utan markvarslan engin. Andri og Gunnar Berg, sem voru sprækir í fyrri hálfleik, heillum horfnir og eina ógnunin frá Sigurbergi. Línu- sendingarnar virkuðu ekkert og Haukar köstuðu þess utan boltan- um frá sér á ódýran hátt. Flensburg þakkaði pent fyrir sig með hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru og hreinlega keyrðu Haukana í kaf. Haukar héldu þeim í tveim hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en leikmönnum Flens- burgar héldu engin bönd í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr 13 hraðaupphlaupum. Þeir buðu upp á frábæra flug- eldasýningu þar sem klassamun- urinn á þessum tveim liðum kom klárlega í ljós. Uppskeran að lokum verðskuldaður stórsigur hjá þýska liðinu, 25-34. „Við vorum gjörsamlega keyrð- ir í kaf og virtumst einfaldlega ekki hafa úthald í þetta,“ sagði dauðþreyttur Sigurbergur Sveins- son í leikslok en það fjaraði undan honum eins og öðrum leikmönnum Hauka þegar leið á og síðustu sex skot hans misstu marks. „Þetta eru atvinnumenn en við erum í kreppunni hér heima, vinnandi og í skóla. Það sást bersýnilega í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var samt mjög jákvæður og þar sýndum við hvað í okkur býr en það kostaði sitt og við sprungum á limminu.“ henry@frettabladid.is Sýning í síðari hálfleik Þýska stórliðið Flensburg bauð upp á flugeldasýningu í síðari hálfleik gegn Haukum á Ásvöllum í gær. Eftir frábæran fyrri hálfleik gáfu Haukar allt of mik- ið eftir og Flensburgarar hreinlega keyrðu þá í kaf með mögnuðum handbolta. STERKUR Sigurbergur Sveinsson átti flottan leik í gær og gerði varnarmönnum Flens- burg oft lífið leitt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Danska stórstjarnan Lars Christiansen var að vonum kátur með sigurinn í gær. „Haukar voru mjög góðir í fyrri hálfleik og nýttu sér okkar mistök til fullnustu. Vörnin hjá okkur var þess utan slök og hæg. Við vissum að við yrðum að vera á tánum því þeir eru hraðir og berjast,“ sagði Christiansen sem skoraði 5 mörk í leiknum. „Svo komu hraðaupphlaupin hjá okkur þegar vörnin small. Síðari hálfleikur var allt of auðveldur og það kom mér á óvart enda höfum við séð Haukana afar sterka í seinni hálfleik í þessari keppni. Mér fannst Haukarnir eiginlega gefast upp og tapa trúnni allt of snemma í síðari hálfleik,“ sagði Christi- ansen og hafnaði öllum kenning- um um vanmat. Sagði Flensburg hafa búið sig undir erfiðan leik gegn sterku liði Hauka. - hbg Lars Christiansen: Auðveldara en ég átti von á LARS CHRISTIANSEN Danska stjarnan lék listir sínar á Ásvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.