Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 12
12 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Kreppan stóð sem hæst árið 1932. Atvinnuleysi var mikið og sár fátækt. Eftir mikinn átakafund þar sem slagsmál urðu ákvað bæjarstjórnin í Reykja- vík að koma á atvinnubótavinnu þótt hún hefði áður þverneitað að taka upp slíkt fyrirkomulag. Þegar líða tók á veturinn fór féð sem var ætlað til atvinnubótavinnunnar að verða uppurið. Bæj- arstjórnin ákvað þá að lækka launin til vinnunnar. Verkalýðssinnar mótmæltu því og ákveðið var að efna til bæjarstjórnarfundar 9. nóvember í Góð- templarahúsinu sem kallað var Gúttó. Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan húsið og áheyrendabekkir voru þétt settnir. Þegar sýnt þótti að bæjarstjórnin ætlaði ekki að skipta um skoðun varð háreysti á pöllunum. Ekki heyrð- ist mannsins mál og ákveðið var að slíta fundi. Upphófust þá heiftúðug slagsmál. Lögreglan var með mikinn mannskap auk hvítliða en hún mátti sín lítils gegn margnum og lagði á flótta. Lögreglu- menn voru þá eltir uppi og þeir barðir til óbóta. Um kvöldið ákvað ríkisstjórnin að veita fé til Reykjavíkurbæjar svo ekki þyrfti að lækka launin. Þeir sem höfðu sig mest í frammi í átökunum voru dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi en fyrir þrýsting frá almenningi var ákveðið að skilorðs- binda dómana. ÞETTA GERÐIST: 9. NÓVEMBER 1932 Gúttóslagurinn í ReykjavíkCHARLES DE GAULLE, FRAKK-LANDSFORSETI, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1890. „Í velgengni geta rætur ósigurs leynst og í ósigri rætur velgengni.“ Charles de Gaulle varð for- seti Frakklands í tvígang. Stjórnmálaskoðanir hans eru þekktar sem gaullismi og hafa verið áberandi í frönskum stjórnmálum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Valdimarssonar Móasíðu 6a, Akureyri. Sérstakar þakkir til Oddfellowreglunnar fyrir veittan stuðning. Þóranna Þórðardóttir E. Ásrún Guðmundsdóttir Árni Ragnarsson Margrét Unnur Akselsdóttir Erik Andersson Valdimar R. Guðmundsson Daðey A. Sigþórsdóttir og afabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, Ástdís Guðjónsdóttir Suðurgötu 37, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. nóvember klukkan 11.00. Haraldur Theodórsson Guðjón Haraldsson Sigríður Siemsen Þórir Haraldsson Mjöll Flosadóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Ester Haraldsdóttir, sjúkraliði, Flétturima 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 3. nóvember. Hún verður jarðsungin miðvikudaginn 12. nóvember kl. 15.00 frá Grafarvogskirkju. Vignir Þór Siggeirsson Katrín Jónsdóttir Haraldur B. Siggeirsson Margrét Á. Jóhannsdóttir Ólafur Karl Siggeirsson Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Helgi Hafþórsson barnabörn og systkini hinnar látnu. „Það var full kirkja og vel það. Fólk þurfti greinilega mjög á því að halda að koma saman og hittast,“ segir séra Sigurður Arnarson, prestur Íslendinga í London, en söfnuðurinn hélt upp á 25 ára starfsafmæli síðasta sunnudag í Sænsku kirkjunni í London. Sigurður predikaði í messunni og þjónaði fyrir altari ásamt séra Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, vígslubiskupi á Hólum, en hann var fyrsti prestur safnaðarins. Sigurður segist merkja það á söfnuðinum að ástand síðustu vikna í samskiptum þjóðanna tveggja hafi áhrif á fólk. „Við höfum messað tvisvar síðan þetta gerðist allt saman og aðsókn hefur aukist töluvert. Yfir fjögur hundruð gestir sóttu síðustu tvær messur en venjulega koma milli fimm- tíu og sextíu gestir. Bresku gestirnir höfðu einmitt á orði hvað þeim fannst skemmtilegt að sjá hvað margar fjöl- skyldur komu saman í messuna en það mættu gestir víða að og sumir höfðu ekið í fjóra fimm tíma.“ Margt góðra gesta lagði Sigurði lið við hátíðahöldin en undirbúningur þeirra hafði staðið í tæpt ár. Hafdís Huld tónlistarkona söng meðal annars fyrir börnin og auk Sigurðar og Jóns Aðalsteins þjónuðu Michael Hunt- er, rektor ensku biskupakirkjunnar í Grimsby, og sr. David Hamid, vígslu- biskup Evrópubiskupsdæmis biskupa- kirkjunnar, fyrir altari. „Allir norrænu sóknarprestarnir og þeir prestar sem hafa tengst íslenska söfnuðinum gegnum tíðina tóku þátt. Maður fann mikinn stuðning við að við værum að gera þetta. Ekki síst frá gestgjöfum okkar Svíunum. Svo var boðið upp á hátíðarkaffi niðri og þang- að komu enn fleiri en í messuna því það komust bara ekki fleiri inn í kirkj- una.“ Íslenski kórinn í Lundúnum frum- flutti sérsamið verk fyrir söfnuðinn eftir Báru Grímsdóttur við texta séra Einars Sigurðssonar frá Heydölum. Björg Þórhallsdóttir söng einsöng og ritningarlestra og lögðu tveir kórfé- lagar leið sína alla leið frá Danmörku til að taka þátt. Það segir Sigurður til marks um velviljan og þann stuðning sem fólk sýndi framtakinu. „Það var bara gríðarleg stemning og þarna töluðu saman gamli og nýi tíminn. Orð Bretanna um hvað starfið væri fjölskyldumiðað glöddu mig en hér er unnið mjög öflugt og blómlegt safnaðarstarf. heida@frettabladid.is ÍSLENSKI SÖFNUÐURINN Í LUNDÚNUM: FAGNAR 25 ÁRA STARFSAFMÆLI Kærkomin samverustund FJÖLSKYLDUMIÐAÐ STARF Bresku gestir hátíðarmessunnar höfðu á orði hve gaman væri að sjá fjölskyldur mæta saman í messuna. MYND/GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR MERKISATBURÐIR 1848 Þýski byltingarmaðurinn Robert Blum er tekinn af lífi í Vín. 1818 Vilhjálmur II, keisari Þýskalands, segir af sér og þýska ríkið verður lýð- veldi. 1921 Albert Einstein hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði. 1986 Tveimur hvalbátum er sökkt í Reykjavíkurhöfn og samtökin Sea Shepherd lýsa ábyrgð á verknaðin- um á hendur sér. 1989 Berlínarmúrinn fellur. Fólki er leyft að ferðast milli V- og A-Berlínar og það byrjar að brjóta niður múrinn. AFMÆLI ALESSANDRO DEL PIERO fótboltakappi er 34 ára. VALGERÐUR RÚNARSDÓTT- IR dansari er þrítug. EIRÍKUR HJÁLMARS- SON, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunn- ar, er 44 ára. EGILL HELGA- SON sjón- varpsmaður er 49 ára. Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir, móðursystir, mágkona og frænka, Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 31. október. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Anna G. Kristgeirsdóttir Elva Rakel Sævarsdóttir Aron Kristinn Haraldsson Stella Sigurgeirsdóttir Jóhann Bjarni Pálmason Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir Daði Sigurgeirsson Kristgeir Sigurgeirsson og fjölskylda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.