Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 4
4 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 21° 12° 11° 12° 9° 13° 12° 8° 10° 10° 25° 15° 14° 25° 6° 13° 19° 8° Á MORGUN 10-18 m/s með V- og NV- ströndinni annars 5-10 m/s ÞRIÐJUDAGUR 8-13 m/s 8 6 14 8 8 8 10 14 610 10 6 6 5 5 6 6 6 7 8 1 6 5 4 3 2 -2 -2 -1 0 0 JÆJA ÞÁ ER HANN LAGSTUR Í NORÐRIÐ Vonandi átta fl estir sig á að þegar hann leggst í norðanáttir að vetri til þýðir það oftast kólnandi veður. Það á vissulega einnig við nú. Það mun hins vegar gerast hægt. Síðdegis á morgun byrjar að frysta norð- anlands og á þriðju- dag verða bláar tölur á boðstólum. Með Norðurlandinu verður því komin snjókoma annað kvöld. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HAÍTÍ, AP Að minnsta kosti 75 manns hafa fundist látnir eftir að skóli hrundi til grunna í Petionville á Haítí á föstudaginn. Talið er að hátt í fimm hundruð manns hafi verið í hinum þriggja hæða La Pro- messe-skóla þegar hann hrundi. Rene Preval, forseti Haítí, segir að skólinn hafi verið illa byggður og vantað hefði stálbita til að styrkja hann betur. Það sama sé hægt að segja um aðrar byggingar í landinu. „Það eru ekki bara skól- arnir, heimili fólks eru svona og kirkjurnar líka,“ sagði Preval er hann heimsótti slysstaðinn. Bætti hann við að forverar núverandi bæjarstjóra í Petionville hafi í gegnum árin reynt að fækka nem- endum í skólanum af öryggis- ástæðum en nýi bæjarstjórinn hélt málinu ekki til streitu. „Við verðum að fylgja þeirri stefnu að þegar einn ráðamaður yfirgefur embætti sitt verður sá næsti að taka við verkefnum hans,“ sagði Preval. „Næst þegar bæjar- stjórinn og yfirvöld tala mun fólk- ið hlusta.“ Erlendir hjálparstarfsmenn hafa streymt á svæðið að undan- förnu, enda gríðarlegt starf fyrir höndum. Íbúar Haítí hafa gengið í gegn- um fleiri erfiðleika síðustu miss- eri. Fyrst urðu þar uppþot vegna hækkandi matarverðs og eftir það gekk hitabeltisstormur yfir landið sem varð næstum átta hundruð manns að bana. - fb Um 75 manns hafa fundist látnir eftir að skóli hrundi til grunna á Haítí: Óttast að hundruð hafi farist HAÍTÍ 75 manns hafa fundist látnir eftir að skóli hrundi til grunna á Haítí á föstudag. MÓTMÆLI Langfjölmennustu mótmæli vegna efnahagsástandsins, sem farið hafa fram á Austurvelli, voru í gær en þau hafa verið hald- in á hverjum laugardegi undanfarnar vikur. Mótmælin byrjuðu rólega en smám saman færðist hiti í leikinn. Lögreglan átti á köflum í mesta basli með að hafa hemil á mótmælend- um sem hrópuðu ókvæðisorð að ríkisstjórn- inni. Athygli vakti þegar ungur maður klifraði upp á þak Alþingis og flaggaði þar fána verslunarinnar Bónuss. Náði hann að flýja undan lögreglunni en annar maður um tvítugt sem var viðriðinn málið var aftur á móti handsamaður og fluttur á lögreglustöðina. Enginn annar var handtekinn í mótmælunum. - fb Á fjórða þúsund mótmælti Á fjórða þúsund manns tók þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. Kastað var eggjum og tómötum í Alþingishúsið, auk þess sem fáni verslunarinnar Bónuss blakti þar við hún. EGGJUM KASTAÐ Eggjum var kastað í hundraðatali á Alþingishúsið í fjöldamótmælunum án þess að lögregl- an fengi rönd við reist. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BÓNUSFÁNINN BLAKTI Ungum manni tókst að flagga fána verslunarinnar Bónuss á Alþingishúsinu. MÖRG ÞÚSUND Á fjórða þúsund manns mætti með mótmælaspjöld til að lýsa yfir andstöðu sinni við stjórnvöld í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLAPP UNDAN LÖGREGLU Náunginn sem flaggaði fána Bónuss á þaki Alþingishússins komst undan lögregl- unni á hlaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÖÐVUM SPILLINGUNA Með mótmælaspjald og tvö egg að vopni mótmælti þessi ungi maður spillingu í þjóðfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UPP Á ÞAK Mótmælendur notuðu stiga til að komast upp á þak Alþingsishússins og að fánastönginni. Lög- reglan reyndi að stöðva þá eftir fremsta megni. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N LÖGREGLUMÁL Lögreglan hvetur fólk til að láta vita um grunsam- legar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum. Innbrot á heimili eiga sér oft stað að degi til og þá geta upplýsingar, til dæmis frá nágrönnum, ráðið miklu. Það sem fólki kann að finnast lítilfjörlegt getur einmitt orðið til þess að upplýsa mál. Hér er meðal annars átt við lýsingu á mönnum og bifreiðum, svo og bílnúmerum. Gott er að skrifa slíkt hjá sér ef fólk tekur eftir einhverju óvenjulegu í sínu nánasta umhverfi. - jss Lögregla hvetur til árvekni: Grunsamlegar mannaferðir DÓMSMÁL Upptökustjórinn Phil Spector elti hóp ungra manna niður götu á Manhattan í New York með hlaðna byssu, eftir að mennirnir tóku Spector í misgrip- um fyrir breska leikarann Dudley Moore snemma á tíunda áratugn- um. Þetta kom fram við yfir- heyrslur í réttarhöldum yfir Spector í fyrradag, en hann er sakaður um morðið á leikkonunni Lönu Clarkson árið 2003. Réttarhöld yfir Spector vegna málsins höfðu áður verið dæmd ómerk, en hófust að nýju í lok október. Ef hann verður fundinn sekur um morð af annarri gráðu á Spector von á minnst átján ára fangelsisvist, segir í Los Angeles Times. - kg Réttarhöld yfir upptökustjóra: Phil vildi ekki líkjast Dudley DUDLEY MOORE Hinn smávaxni breski leikari, sem sló í gegn sem Arthur í samnefndri mynd, lést árið 2002. ORKUMÁL Talið er að kaldasta borhola Íslands sé í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Hitastig hennar mældist aðeins 2,1 stig á tvö hundruð metra dýpi. Það er líklega Íslandsmet segir á vef Snæfells- bæjar sem lét í haust bora nokkrar holur til að kanna möguleika á jarðhita. Aldrei áður hafi mælst eins köld hola á 200 metra dýpi eins og í Eysteinsdal. - gar Öfugsnúin jarðhitaleit: Kaldavatnsmet í Eysteinsdal FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GENGIÐ 07.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,2843 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,38 130,00 204,15 205,15 165,54 166,46 22,231 22,361 18,96 19,072 16,485 16,581 1,3279 1,3357 192,44 193,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.