Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 10
10 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Þ að versta sem gæti gerst núna er að við Íslendingar myndum hætta að þora þar sem við eigum svo margar fallnar hetjur,“ segir Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík. Sá háskóli er í eigu atvinnulífsins, segir Svafa, svo honum er bæði ljúft og skylt að sporna við því að áfallið sogi úr mönnum máttinn eftir rothöggið nú á haustdögum. Þar kemur hug- myndahúsið til sögunnar sem verið er að ýta úr vör í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Enn er verið að leita að húsnæð- inu en þó er gert ráð fyrir því að það verði opnað fyrir hugmynda- ríkt „hústökufólk“, eins og Svafa segir sjálf, í janúar næstkomandi. Það er hins vegar alveg á hreinu hvað þar á að fara fram. „Við erum að leita að húsnæði, stóru hráu iðn- aðarhúsi,“ segir Svafa. „þar sem við getum leitt saman hönnuði, við- skiptafræðinga, tæknimenntað fólk, listamenn, smiði, fólk úr þjón- ustu, vísindamenn og fleiri. Við erum þarna að skapa opinn vett- vang þar sem allir gefa vinnu sína. Opni háskólinn í HR og Listahá- skólinn munu sjá til þess að þarna verði alltaf námskeið í boði og eins verða þarna uppákomur daglega. Klak, sem er nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, mun miðla af þekk- ingu sinni um það hvernig þekk- ingarfyrirtæki verða til og hverju verði að huga að. Þá munum við leita til endurskoðenda og lögfræð- inga sem geta veitt sína aðstoð. Þetta verður því eins konar suðu- pottur hugmynda. Í hann mun HR setja eins margar viðskiptaáætlan- ir og hægt er en Listaháskólinn mun svo leggja til kryddið sem örvar litlu gráu sellurnar. Síðan höfum við leitað til stéttarfélaga, fjármálafyrirtækja og stofnana og erum að reyna að safna í 250 millj- óna króna sjóð. Þannig að þegar búið er að láta fólk og fjármagn malla í þessum suðupotti teljum við nokkurs að vænta. Enda er stefnan að um tvö til þrjú þúsund manns nýti sér aðstöðuna eða njóti góðs af henni og að innan 18 mán- aða verði stofnuð fleiri en 50 fyrir- tæki.“ Koma barninu á legg, fara svo Rektorinn hefur í höndum gögn sem næra vonir hans um góðan ávöxt af þessu verkefni því nýleg úttekt sýnir að 30 prósent þeirra sem útskrifuðust úr viðskiptadeild HR á árunum frá 2005 til 2006 hafa stofnað fyrirtæki og skapað fjöl- mörg störf. En verður ekki erfitt að fá fjár- magn til verkefnisins í þessu árferði? „Jú, það verður eins og að draga tönn úr fíl en það dregur ekkert máttinn úr okkur.“ Svafa segir það takmark HR og Listaháskólans að búa til gróðrar- stíuna og ákjósanleg skilyrði til vaxtar en hins vegar muni skólarn- ir lítt skipta sér af afurðunum. „Við búum til vettvang, leiðum saman fólk og fjármagn en síðan þegar afkvæmið er komið á legg sleppum við af því hendinni,“ segir hún. Meira að segja nafngiftin á húsinu er látin í hendur hústökufólks. Hrina uppsagna hefur gengið yfir landið að undanförnu svo hætta er á að atvinnuleysið í jan- úar næstkomandi verði meira en Íslendingar eiga að venjast í ára- fjöld. Svafa segir því tímasetning- una vera afar hentuga fyrir hug- myndahúsið en hún á von á því að margir þeirra sem misst hafi vinn- una sjái sér hag í því að nýta sér það sem þar fer fram. Og vefurinn allt í kring „Samhliða þessu verður til vefur sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskólanum hafa hannað og heitir I am innovat- ion,“ segir rektorinn. „Hann er unninn á sameiginlegu námskeiði skólanna tveggja. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur sett inn sínar hugmyndir, óskað eftir athugasemdum eða þátttöku ann- arra við sína hugmynd og óskað eftir fjármagni svo hún megi líta dagsins ljós. Þannig að vettvangur- inn verður ekki aðeins undir þaki þessa húss sem við leitum nú að heldur einnig þessi vefur sem umlykur allt; stafrænn vettvangur er nefnilega óendalega breiður á alla kanta.“ Svafa segir að kveikjuna að hug- myndahúsinu megi rekja til frum- kvöðlasamstarfs sem Háskólinn í Reykjavík eigi með London Busin- ess School og Babson College sem er fremsti frumkvöðlaskóli Banda- ríkjanna. Þann 5. desember verður skrifað undir samkomulag sem 44 þjóðir koma að um samstarf í nýsköpunar- og frumkvöðlarann- sóknum. „Þetta þriggja ára verk- efni er fólgið í því að rannsaka frumkvöðlahegðun og nýsköpun víða um heim,“ segir hún. „Síðan er það okkar meginverkefni að þróa nýtt nám fyrir frumkvöðla. HR er hornsteinninn í þessu samstarfi enda verður Ísland í raun tilrauna- stofan fyrir þetta verkefni. Þetta er annars vegar rannsóknarverk- efni en hins vegar byggist það á því að þróa nám sem fyrst yrði prófað hér í HR en síðan flutt út þannig að við munum fyrst fá þekk- ingu alls staðar að en síðan munum við flytja hana út.“ Nú fyrst er Ísland verulega spenn- andi Ekki er langt síðan útlenskir fjár- málamenn og frumkvöðlar litu til Íslands með blik í auga og dáðust að dugnaði og þori þessarar þjóðar. Nú er öldin önnur. Hvað segir Svafa um það, eru samstarfsmenn hennar í Bretlandi og Bandaríkjun- um nokkuð orðnir afhuga þessu ævintýri hér í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar? „Nei, þvert á móti. Þeir segja „Núna fyrst er Ísland orðið verulega spennandi.“ Þannig að nú er enn meiri áhugi á því að koma og sjá hvað er að ger- ast. Fyrir þá er þetta eins og að koma á hamfarasvæði en það sem kemur þeim verulega á óvart er að upplifa bjartsýni og baráttuanda Íslendinga sem neita að láta í minni pokann fyrir hamförunum. Það er eins og bandaríski sendiherrann sagði við mig, „það er eins gott að virða Íslendinga því eyjan hefur reynt að drepa þá í 1100 ár en þeir fara hvergi.“ Þetta er viðhorfið sem við mætum frá okkar sam- starfsmönnum. Menn vilja sjá Íslendinga komast hraðar út úr þessu en venjulega er hægt að ætl- ast til af einni þjóð. Við Íslendingar höfum alltaf þurft að bjarga okkur og nú eru kjöraðstæður fyrir okkar vini að utan að sjá hvernig það fer fram.“ Hús fyrir hugsandi hústökufólk Háskólinn í Reykjavík ætlar í samvinnu við Listaháskóla Íslands að koma á laggirnar hugmyndahúsi. Verið er að leita að húsi en síðan verða hústökumenn boðnir velkomnir; svo lengi sem hugur þeirra er opinn. Rektor segir frumkvöðla erlendis frá jafnvel enn spenntari fyrir Íslandi nú en þegar allt lék í lyndi. REKTORINN MEÐ HUGMYNDIRNAR BAK VIÐ SIG Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, vonast til þess að sem flestar hugmyndirnar sem ritaðar hafa verið á töflum skólans muni verða að veruleika í hugmyndahúsinu þegar hugmyndaríka hústökufólkið flykkist þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Eflum flæði þekkingar með fyrirlestrum, námskeiðum, leiðsögn og upplýsingaveitum á staðnum og á vefnum. Sköpum umhverfi fyrir hugflæði og hugmyndabanka auk aðgengis að á annað þúsund viðskiptaáætlunum úr safni Háskólans í Reykjavík. Þekkingarfræði ■ Fjárfestingarsjóður til að gera hugmyndir að veruleika. Fjármagn til framkvæmda ■ Tengjum fólk og hugmyndir með opnun húsnæðis þar sem skapandi fólk komi saman og vefjar fyrir samstarf um allt land og utan landsteinanna. Skapandi einstaklingar ➜ NÝ SKÖPUN Sköpun lifandi vettvang þar sem við tengjum saman fólk, þekkingu, hugmyndir og fjármagn. Til að skapa ný störf og ný verðmæti með því að nýta hæfileika og sköpunarkraft fólksins í landinu. Allir sem vilja leggja sitt af mörkum og skapa ný tækifæri. Markmiðið er að leiða saman ólíka ein- staklinga úr öllum atvinnugreinum; verslun og þjónustu, framleiðslu, hönnun og listum, fjármálum, tækni og vísindum. Sköpum vettvang, stuðlum að þekkingar- og hugmyndaflæði og öflum fjár til að hrinda viðskiptaá- ætlunum í framkvæmd. Stefnt er að því að stofnuð verði innan 18 mánaða meira en 50 fyrirtæki, 2-3.000 manns nýti sér aðstöðuna eða njóti góðs af henni á einn eða annan hátt, sjóðurinn nemi allt að 250 milljónum. Undirbúningur þegar hafinn. Húsnæðið verður opnað í desember/janúar. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands sem gefa alla vinnu sína. Aðstandendur hafa nú þegar leitað til stéttarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, ráðuneyta og fyrir- tækja um samstarf. Fjármagn til fram- kvæmda Skapandi einstakl- ingar Ný sköpun Þekking- arfræði Hvað: Hvers vegna: Hverjir: Hvernig: Markmið: Hvenær: Aðstandendur: „Okkur rennur blóðið til skyldunnar, við erum með fjármagn frá almenningi til að nýta og ef einhvern tím- ann á að nota háskólana til uppbyggingar þá er það núna.“ Hann segir að rektorar allra háskól- anna hafi komið tvívegis saman til að ræða það hvernig háskólarnir gætu nýtt krafta sína til að koma íslensku atvinnulífi til hjálpar. „Ég á því von á að fleiri verkefni en þeim sem við í Listaháskólanum erum að undirbúa með HR líti dagsins ljós áður en langt um líður.“ Hann segir Listaháskólann vel til þess fallinn að láta til sín taka nú. „Listamenn eru vanir því að skapa úr engu, þeir eru venjulega ekki háðir því að geta fengið fisk eða ál til sköpunar svo þeir eru kannski ekki svo háðir áhrifum kreppu eða þenslu. Þannig að þær aðstæður sem uppi eru nú geta jafnvel verið kjöraðstæður fyrir listamenn.“ Hann er fullur tilhlökkunar vegna hugmyndahúss. „Þetta er náttúrlega enn á undirbúningsstigi en ef vel tekst til verður þetta eins konar orkustöð hugmynda og sköpunar.“ HJÁLMAR H. RAGNARSSON, REKTOR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Listamenn eru ekki háðir fiski eða áli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.