Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 16
Björk Bjarkadóttir hefur samið fjölmargar mynda- bækur sem eru Íslending- um að góðu kunnar. Hún stefndi ung að því marki að verða barnabókahöf- undur enda bæði síles- andi, skrifandi og teikn- andi í æsku. Ég man ekki öðruvísi eftir mér en skrifandi og teikn-andi,“ segir Björk Bjarka-dóttir rithöfundur. „Mína fyrstu bók samdi ég þegar ég var átta ára gömul, hún fjallaði um prinsessu sem átti að velja á milli tveggja prinsa, annar hét Fallegur og hinn Ljótur, hún lagði fyrir þá þraut til að kanna hvernig mann- eskjur þeir væru, þeir áttu að vera góðir við dýr. Sá ljóti reyndist góður og sá fallegi vondur og því valdi hún að sjálfsögðu þann fyrr- nefnda,“ segir Björk og hlær við. Las símaskrána Björk var bókaormur þegar hún var lítil, var dugleg að fara á bóka- söfn að ná sér í bækur og dró vin- konurnar með sér í fornbókabúðir ef hana vantaði bækur inn í seríur eins og Ævintýrabækurnar. „Ég las allt, jafnvel símaskrána ef ég hafði ekkert annað.“ Þrátt fyrir ómældan áhuga á að lesa og skrifa bækur lá leiðin ekki alveg beint í barnabókagerð fyrir Björk sem lærði grafíska hönnun í Frakklandi og vann við hönnun í mörg ár áður en fyrsta bókin henn- ar, Gíri stýri, leit dagsins ljós. „Ég vann hana og fyrstu þrjár bækr- unar mínar um kvöldin og helgar, þegar tími vannst til. En svo þegar maður er kominn með börn hefur maður ekki þennan aukatíma og ég ákvað að hætta í fastri vinnu.“ Björk vinnur því nú sem hönn- uður í lausamennsku auk þess að sinna bókaskrifum og mynd- skreytingum en menntun hennar nýtist aldeilis vel þegar kemur að hennar eigin bókum því auk þess að skrifa þær og myndskreyta setur hún þær sjálf upp og má því segja að bækurnar séu hennar höf- undarverk frá upphafi til enda. Myndir og texti um leið Sú nýjasta heitir Elsku besti pabbi og í henni segir frá Emilíu sem á besta pabba í heimi, hann er svo snjall og sniðugur og getur brugð- ið sér í allra kvikinda líki. En svo þegar hann er veikur er hann bara eins og lítil mús og Emilía þarf að hugga hann og hjúkra honum. Bókin kallast á við stórskemmti- lega bók Bjarkar, Mamma er best, sem kom út fyrir nokkrum árum. Börnin eru leidd inn í töfraheim í fallegum teikningum Bjarkar sem vinnur myndir og texta nánast jöfnum höndum, hugmynd verður að texta sem verður að mynd og þannig verður til bók. „Texti og mynd verður að vinna saman en hefur líka sitt eigið líf. En mynd- irnar segja sína eigin sögu, þar er oft meira að gerast en stendur nákvæmlega í textanum, sömu- leiðis er ekki allt á myndinni sem er í textanum.“ Björk bendir á mynd í nýju bókinni máli sínu til stuðnings. „Börn hafa gaman af því að skoða myndirnar og sjá eitt- hvað nýtt í þeim, af hverju er þessi leiður til dæmis?“ Björk á tvö börn sem hún les fyrir á hverju kvöldi, hún hefur mikla trú á því að bóklestur geri börnum mikið gagn. „Ég held að það hafi svo góð áhrif á börn að það sé lesið fyrir þau, orðaforðinn ÉG HELD AÐ ÞAÐ hafi svo góð áhrif á börn að það sé lesið fyrir þau, orðaforð- inn eykst og það hvetur þau örugglega til þess að lesa síðar meir. Svo er lestur á kvöldin bara svo róleg og góð stund fyrir svefninn. UPPÁHALDSBÆKUR BJARKAR - þegar hún var lítil Samdi fyrstu bókina Björk Bjarkadóttir Björk býr í Noregi en kemur oft í heim- sókn til Íslands. Björk les fyrir börnin sín, þau Alexander Bjarka og Evu Sólveigu. Ævintýrabækurnar Bækur Astrid Lindgren Jón Oddur og Jón Bjarni Anna í Grænuhlíð Tinnabækurnar FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.