Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 14
2 Fjölskyldan Vera Einarsdóttir skrifar Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður Björg Tómsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Ég byrjaði á kvöldsundferðum með eldri börnin tvö síðastliðið haust, þegar yngsta dóttir mín var sex mánaða. Þá var ég heima í fæðingarorlofi á meðan eldri systkinin voru í ærslum og daglegu amstri skóla og leikskóla – og fannst þau eiga inni sinn einkatíma með mömmu sinni áður en dagsverkum lyki,“ segir Drífa Baldursdóttir, meistaranemi í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykja- vík, en Drífa eignaðist soninn Benedikt árið 2001, dótturina Hildi Arney 2005 og litlu Jóhönnu Karen 2007. „Börnin tóku sundferðunum fagnandi og hefðu helst viljað fara daglega, eins og reyndar ég sjálf. Það er yndislegt að fara saman ofan í heitan umvefjandi pott í huggulegu haust- og vetrarmyrkri eftir snemmbúinn kvöldverð heima, en ákjós- anlegasti tíminn finnst mér vera frá hálf- sjö til átta, því þá eru allir komnir í hátt- inn fyrir níu,“ segir Drífa sem á kvöldferðum sínum með börnin sín litlu í Vesturbæjarlaugina fékk fljót- lega félagsskap vinkonu sinn- ar, Mörtu Jónsdóttur hjúkr- unarfræðinema, og sonar hennar, Matthíasar Hjart- ar. „Kvöldsundið er hjart- fólginn tími samveru og notalegheita. Þá er dýr- mætt að geta treyst vina- böndin við Mörtu og móður- tengsl við börnin eftir langan dag að heiman. Í þessum ferðum er enginn sundbolti eða ærslagangur; við spjöllum bara og höfum það notalegt í heita pottinum. Börnin vilja ekki einu sinni fara upp úr og yfir í laugina; svo mjög njóta þau stundarinnar, enda sam- einar hún samveru, baðtíma, rólegheit og slökun fyrir svefninn,“ segir Drífa sem leggur mikið upp úr gæðastundum með hverju barni fyrir sig, ekki síst þar sem annríki er mikið í meistaranámi meðfram starfi hennar á leikskóla. „Eftir sundið fara börn- in beint í náttfötin og tylla sér saman á náttsloppum til að maula ávexti í fata- klefanum á meðan við mömmurnar klæðum okkur og puntum. Sæl og þreytt fara þau svo heim að lúlla og víst að mamman græðir mikið á sundferðinni því auðveldara er að fara með þrjú börn í laugina en að baða alla heima. Pabbinn getur svo nýtt tímann fyrir sig á meðan, eða átt stund með ein- hverju barninu, því pabbastundir eru ekki síður nauðsynlegar börnunum. - þlg Á náttsloppum heim eftir kvöldsund lítilla kroppa Tvær umhyggjusamar og uppteknar mæður tóku upp þann góða sið að fara reglulega með krútt- in sín litlu í heitu pottana fyrir svefninn öllum til ómældrar ánægju, slökunar og gleði. Gott í pottinum Marta Jónsdóttir, sonur hennar Matthías Hjörtur, Hildur Arney, Drífa Baldursdóttir og Jóhanna Karen slaka á í heita pott- inum í Vesturbæjarlauginni eftir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARNVÆNT Borgarbókasafnið Það er leitun að barnvænni stað en Borgarbókasafninu fyrir litla og stóra bókaorma. Notaleg fjölskylduferð getur falist í því að rölta á bókasafnið í hverfinu, koma sér fyrir og fletta nýjum bókum og blöðum eftir aldri og smekk. Útibúin eru öll með barnahorn þar sem bókunum er komið fyrir og þar eru líka leikföng. Í Aðalsafninu í Grófarhúsinu við Tryggvagötu eru sunnudagar barnadagar. Þar er boðið upp á skipulagða dagskrá klukkan þrjú, upplestur, föndur og þar fram eftir götunum. Þar er líka stórt og myndarlegt leikhorn fyrir yngri börnin, dýnur til að liggja á og lesa, alls konar spil og búningar og margt ævintýralegt og skemmtilegt fyrir yngri kynslóðina. Foreldrarnir geta komið sér fyrir í þægileg- um sófanum í leikhorninu og ef báðir eru með í för er náttúrulega hægt að taka vaktina í barnadeild- inni til skiptis og næla sér í bækur eftir smekk í öðrum deildum safnsins. Orðatiltækið börnin læra það sem fyrir þeim er haft er mér ofarlega í huga þessa dagana. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vorum við fjölskyldan búsett í Svíþjóð. Við foreldrarnir fylgdumst með úrslitum kosninganna í gegnum tölvuna og sátum sem límd við skjáinn. Sonur okkar, sem þá var fjögurra ára, valsaði um í kringum okkur og spurði hvað væri um að vera. Ég tók að mér að skýra það: Sko, það er verið að kjósa um það hverjir koma til með að ráða á Íslandi. Bláu og grænu kallarnir (Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn) eru vondu kallarnir og hugsa bara um peninga. Rauðu og appelsínugulu kallarnir (Samfylkingin og Vinstri grænir) eru hins vegar góðu kallarnir og hugsa um að börn fái góða leikskóla og að vel sé hugsað um gamla fólkið, fullyrti ég. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að ekki var um hlutlausa útskýr- ingu að ræða en óraði ekki fyrir afleiðingunum. Það var svo skömmu síðar sem þær komu fyrst í ljós. Þá fékk snáðinn ekki vilja sínum framgengt, var fljótur að leggja saman tvo og tvo og sagði: Þú ert vond mamma. Þú hugsar bara um peninga. Nú er drengurinn að verða sjö ára og enn spyr hann þegar hann horfir með okkur á sjónvarpsfrétt- irnar yfir kvöldmatnum hvort þessi eða hinn tilheyri bláa eða rauða liðinu. Við höfum reynt að malda í móinn og sagt að það leynist nú góðir kallar í bláu og grænu liðunum og að meira að segja tilheyri ættingjar og allra bestu vinir þeim liðum. Eins höfum við sagt honum að fólk geti verið misjafnlega blátt og rautt. Það hefur þó lítið haft að segja og er drengurinn staðráðinn í því að halda með „góðu köllunum“ um aldur og ævi. Þessi afstaða hefur síðustu daga vakið ugg í brjósti mér. Ég hef nú lengi þóst vita það að börn erfi í mörgum ef ekki flestum tilfellum kosningasiði foreldra sinna og þannig virðist það ætla að verða á mínu heimili. En er þá einhver von til þess að nokkuð breytist? Nú þegar hugmyndafræði bláu kallanna, sem flestir hafa hingað til haldið með, er hrunin eru þá einhverjar líkur á því að þeir hugsi sinn gang og sjái hlutina í nýjum lit? Eða mun innrætið og uppeldið ætíð hafa yfirhöndina? Ég ætla í það minnsta að reyna að taka mér tak og læða inn gagnrýnari hugsun hjá syni mínum því það kann ekki góðri lukku að stýra ef börnin apa allt upp eftir okkur fullorðna fólkinu gagnrýnislaust, hvaða lit sem við kunnum að tilheyra. GAGNRÝNIN HUGSUN Á slóðinni www.th.is er hægt á aðgengilegan hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup! Það er alveg óþarfi að láta sér verða kalt á höndunum Fjölbreytt úrval af leðurhönskum af öllum stærðum og gerðum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.