Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 28
8 Fjölskyldan Gilligill Nýjasta íslenska barnaplatan er Gilligill, afsprengi Baggalútsins Braga Valdimars Skúlasonar. Óhætt er að mæla með henni fyrir börn og fullorðnir munu líka fíla gripinn, sem er ekki verra því börnum hættir til að spila það sem þeim líkar aftur og aftur og aftur. Klippt og skorið Allar fjölskyldur huga nú vel að heimilisútgjöldum og leita að leiðum til að spara. Á hárgreiðslu- stofunni Epli í Borgartúni hefur verið boðið upp á 20% afslátt af klippingu og verður tilboðið í gangi til 25. nóvember. „Þetta er okkar leið til að berjast gegn verðbólgunni,“ segir Birna Hermannsdóttir eigandi. „Okkur finnst líka að fólk eigi ekki að hætta við að fara í klippingu og dekra við sig þó að tímarnir séu erfiðir.“ Alls kostar ferðin þá fyrir fjölskyldu með tvö börn 15.050 í stað 19.600. Spurning um að taka jólaklipping- una snemma í ár. GAGN&GAMAN 75.691 FRÓÐLEIKUR Kjarnafjölskylda býr á landinu samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Til kjarnafjölskyldu teljast hjón og fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim sautján ára og yngri, einhleypir karlar og konur, sem búa með börnum 17 ára og yngri. 5 hafa gegnt embætti forseta lýðveldisins Íslands síðan það varð til árið 1944 barnasýningar eru á fjölunum í íslensku leikhúsi um helgina, Klókur ertu, Einar Áskell og Skilaboðaskjóðan, báðar í Þjóðleikhúsinu.2 17.446 börn voru í leikskóla á Íslandi árið 2007. að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. 44 Kvikmyndir hafa verið gerðar um njósnara hennar hátignar, James Bond. Sú nýjasta er sýnd í kvikmynda- húsum á Íslandi um þessar mundir. Dótakassinn Um skeið hefur vantað leikfanga- verslun í miðbæinn og það er því ánægjulegt að nýverið opnaði þar leikfangaverslunin Dótakassinn – Lísa í Undralandi. Verslunin er á Skólavörðustíg 21 a þar sem áður var jólabúð. Þar má fá alls konar leikföng fyrir stór og smá börn og eiga miðbæjarfarar eflaust eftir að taka þessari viðbót í verslanaflór- una opnum örmum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.