Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 8
8 9. nóvember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Það hægir á hjólum efnahags-lífins um allan heim; efna- hagslægðin verður að líkindum sú versta í aldarfjórðung, jafnvel síðan í Kreppunni miklu. Þessi fjármálakreppa var „búin til í Bandaríkjunum“ í fleiri en einum skilningi. Bandaríkin breiddu út eitruð undirmálslán um allan heim í formi verðbréfa. Bandaríkin breiddu út kennisetninguna um frjálsan markað sem sætti litlu eftirliti, sem jafnvel æðstiprest- urinn sjálfur, Alan Greenspan, hefur nú viðurkennt að hafi verið mistök. Bandaríkin breiddu út vinnubrögð þar sem fyrirtæki þurftu ekki að axla ábyrgð – ógagnsæja kaupréttarsamninga, sem stuðluðu að slælegu bók- haldi sem lék stórt hlutverk í hruninu, rétt eins og í Enron- og Worldcom-hneykslismálunum fyrir nokkrum árum. Síðast en ekki síst breiddu Bandaríkin út niðursveifluna í efnahagslífi sínu. Góð hugmynd – slæm útfærsla Bush-stjórnin hefur loksins ákveðið að gera það sem allir hagfræðingar hafa þrýst á að hún gerði: að auka eigið fé bankanna. Annmarkarnir liggja hins vegar í útfærslunni og Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, gæti kollvarpað jafnvel þessari góðu fyrirætlan; virðist hafa fundið leið til að endurfjármagna bankanna með þeim hætti að það leiði ekki til þess að lánveitingar hefjist á ný, sem boðar ekki gott fyrir efnahaginn. Mestu máli skiptir að skilyrðin sem Paulson setti fyrir fjár- magnsaukningu bandarísku bankanna eru mun lakari en þau sem Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, fékk framgengt (að ógleymdum skilmálunum sem Warren Buffet setti fyrir að leggja mun minna fé til stöndug- asta fjárfestingarbanka Banda- ríkjanna, Goldman Sachs). Verð á hlutabréfum sýnir að fjárfest- ar telja sig hafa sloppið vel. Ein ástæða til að vera uggandi yfir þessum slæmu kjörum fyrir bandaríska skattgreiðendur eru yfirvofandi skuldir þjóðarbús- ins. Jafnvel fyrir fjármálakrepp- una var áætlað að skuldir ríkisins myndu aukast úr 5,7 billjónum dollara árið 2001 í rúmlega níu billjónir dollara í ár. Fjárlagahalli þessa árs mun slaga hátt í 500 milljarða dollara; á næsta ári verður hann enn meiri þegar harðnar frekar á dalnum. Bandaríkin þurfa á aðgerðum að halda sem örva efnahagslífið. En íhaldsmennirn- ir í fjármálageiranum á Wall Street (já, þeir sömu og komu okkur í þessa klípu) munu nú kalla eftir að fjárlagahallinn verði minnkaður (að hætti Andrew Mellon í kreppunni miklu). Megum engan tíma missa Nú hefur kreppan breitt úr sér, eins og vonlegt var, til nýrra markaða og landa sem eru skemmra á veg komin. Þótt ótrúlegt sé virðast Bandaríkin, þrátt fyrir öll sín vandamál, vera öruggasti staðurinn til að geyma peninga. Það þarf ekki að koma á óvart, býst ég við, að þrátt fyrir allt er ríkisábyrgð í Bandaríkj- unum trúverðugri en ríkisá- byrgð í þróunarlöndum. Nú þegar Bandaríkin þurrka upp sparifé heimsins til að bregðast við vandamálum heima fyrir, áhættuiðgjöld eru í hæstu hæðum, tekjur, verslun og vöruverð um allan heima lækka, standa þróunarlönd frammi fyrir erfiðum tímum. Sum þeirra – þar sem vöruskiptahalli var mikill fyrir fjármálakreppuna, þar sem ríkið glímir við háar skuldir, og þau sem eiga mikið undir í verslun við Bandaríkin – bíða meiri skaða en önnur. Þau lönd sem afléttu ekki höftum á fjármagni sínu og fjármálakerfi að fullu, munu prísa sig sæl fyrir að hafa ekki farið að ráðleggingum Paulson og bandaríska fjármálaráðuneytis- ins. Mörg ríki hafa þegar leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Hættan er sú, að minnsta kosti í sumum tilfellum, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn grípi til gamalla misheppnaðra ráða: niðurskurðar ríkisfjármála, sem myndi aðeins auka ójöfnuð á heimsvísu. Meðan þróuð lönd grípa til aðgerða sem auka stöðugleikann og draga úr hagsveiflum þyrftu þróunarlönd að grípa til ráðstafana sem myndu grafa undan stöðugleika og hrekja burt fjármagn sem þau þarfnast sárt. Fyrir áratug, þegar fjármálakreppa gekk yfir Asíu, var mikið rætt um nauð- synlegar endurbætur á fjármála- kerfi heimsins. Lítið – allt of lítið, eins og nú er komið í ljós – var aðhafst. Margir töldu á sínum tíma að hátimbraðar yfirlýsingar væru til þess eins gerðar að tefja raunverulegar umbætur: þeim sem hafði farnast vel þegar gamla kerfið var við lýði vissu að kreppan myndi líða hjá, og með henni krafan um umbætur. Við megum ekki láta það endurtaka sig. Róttæk uppstokkun Kannski stólum við á nýtt „Bretton Woods“ augnablik. Gömlu stofnanirnar hafa viðurkennt þörfina fyrir umbætur en brugðist við á hraða snigilsins. Þær gerðu ekkert til að sporna við núverand kreppu; og uppi eru efasemdir um getu þeirra til að bregðast við henni nú þegar hún er skollin á. Það tók heiminn fimmtán ár og heimsstyrjöld til að takast í sameiningu á við gallana í alþjóðafjármálakerfinu sem leiddi af sér kreppuna miklu. Vonandi tekur það ekki jafnlang- an tíma í þetta sinn; í ljósi þess hversu þétttengd þjóðríki heims eru orðin hvert öðru væri það einfaldlega of dýrkeypt. Bandaríkin og Bretland réðu lögum í gamla Bretton Woods- kerfinu. Nú horfir landslag alþjóðamála hins vegar öðruvísi við. Gömlu stofnanirnar innan Bretton Woods reiddu sig líka á nokkrar hagfræðilegar kenni- setningar sem nú hefur komið í ljós að bregðast ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig í fósturmold kapítalismans. Á væntanlegum heimsfundi verður að horfast í augu við þennan nýja veruleika, ef ætlunin er að skapa stöðugra alþjóðahagkerfi, sem tryggir meiri jöfnuð. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. ©Project Syndicate. JOSEPH STIGLITZ Í DAG |Nýtt Bretton Woods samkomulag Horfumst í augu við hinn nýja veruleika Au glý sin ga sím i – Mest lesið Ekki persónugera vandann Einn ganginn enn heyrum við alvarlegar ásakanir á hendur Davíð Oddssyni í fjölmiðlum. Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, sagði í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í gær að Davíð hefði hótað að „taka bankann niður“, eins og hann orðaði það, ef þeir héldu sig við þær fyrirætlanir að gera upp í evrum. Eins kom fram í viðtalinu að Seðlabankan- um hefði boðist fjögurra milljarða dollara lán nokkrum vikum fyrir hrun bank- anna á góðum kjörum en nú erum við á biðilsbuxum eftir helmingi lægra láni frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum gegn ýmsum skilyrðum. Nú verður forsætisráðherra heldur betur að minna á að enginn hagur sé í því að persónugera vandann. Því við ætlum að persónu- gera vandann Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa þeir Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissak- sóknari, hætt vinnu við skýrslu um aðdraganda hruns bankanna vegna fjölskyldutengsla hvors fyrir sig við þá sem málinu tengjast. Björn Bjarnason hyggst þó ekki leggja árar í bát og ætlar að fá menn í verkið. Það er því útlit fyrir að vandinn verði persónugerður með formlegum hætti eftir allt saman. Lögregla og mótmælendur En nú er fólk búið að fá nóg og nokkur þúsund manns mótmæltu á Austurvelli og veittust einhverjir að fáliðaðri lögreglunni þar. Stundum virðist ekkert réttlæti í þessum heimi því það mætti segja mér að lögreglan, svona fáliðuð, sé stjórn- völdum jafnreið og mótmælendur. jse@frettabladid.is Hættan er sú, að minnsta kosti í sumum tilfellum, að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn grípi til gamalla, misheppnaðra ráða: niðurskurð ríkisfjármála, sem myndi aðeins auka ójöfnuð á heimsvísu. Þ egar gjörningaveðrið í tengslum við efnahagskrepp- una á Íslandi sem hófst seinni hluta árs 2008 verður síðar skoðað í sögulegu samhengi, er engum vafa undirorpið að margir munu staldra við þau tíðindi er þriðji stærsti banki landsins, Glitnir, var þjóðnýttur með afar óvæntum hætti í lok september það ár. Þeir eru raun- ar ófáir sem telja að með þeirri þjóðnýtingu hafi Seðlabankinn og ríkisstjórnin hrundið af stað skriðu sem ekki sér enn fyrir endann á og breytti landslagi efnahagsmála hér á landi til fram- tíðar. Seðlabankinn hefur ítrekað haldið því fram að Glitnir hafi á þessum tíma verið kominn í þá stöðu að fátt annað en gjald- þrot hafi blasað við honum, hefði þjóðnýtingin með kaupum á 75 prósent hlutafjár komið til. Forsvarsmenn Glitnis sögðu á móti að þeir hefðu aldrei viljað að svo færi, þvert á móti hefði aðeins verið um tímabundinn lausafjárvanda að ræða og einn stærsti hluthafinn í bankanum, Jón Ásgeir Jóhannesson, gekk svo langt að kalla gjörninginn stærsta bankarán Íslandssögunn- ar. Formaður bankastjórnar Seðlabankans sagði hins vegar að viðbrögð fyrri eigenda Glitnis einkenndust af mjög miklu van- þakklæti. Nú hafa tveir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi, þeir Sigurð- ur Einarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, stigið fram og skýrt frá því að þeir hafi varað mjög við því á sínum tíma að þessi leið yrði farin. Sigurður sem stjórnarformaður stærsta fjár- málafyrirtækis þjóðarinnar og Tryggvi sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hvorki meira né minna. Þetta leiðir hugann að því hvaða faglegu rök hafi legið til grundvallar svo örlagaríkri ákvörðun. Þegar gerðar eru breyt- ingar á stjórnkerfi fiskveiða er jafnan haft um það náið sam- ráð við hagsmunaaðila, of náið segja sumir. En við þjóðnýtingu Glitnis virðist ekkert hafa verið rætt við aðra banka um þá stöðu sem upp var komin. Og hvers vegna var ekkert mark tekið á efnahagsráðgjafanum Tryggva Þór? Mat einhver afleiðingarnar fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann? Að lánshæfismat ríkisins myndi hrynja í kjölfarið? Ekki hagfræðingarnir þar, svo mikið er víst, því upplýst hefur verið að aðalhagfræðingur bankans hafi lesið um þjóðnýtinguna í blöðunum þegar hún var orðinn hlutur. Richard Portes, prófessor í hagfræði í Lundúnum, hefur sagt að þjóðnýting Glitnis hafi verið mikill afleikur, eða „stórslys“ eins og hann orðaði það. Seðlabankinn er augljóslega á öðru máli, hann telur að faglega hafi verið að öllu staðið í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Mikilvægt er að þessi mál verði skoðuð alveg sérstaklega í því uppgjöri sem boðað hefur verið á orsökum bankakreppunn- ar. Seðlabankinn mun þar auðvitað leggja fram ítarleg plögg með rökstuðningi sínum fyrir þjóðnýtingu Glitnis, sýna fram á aðra valmöguleika sem uppi voru á borðum og útreikninga á þjóðhagslegum afleiðingum gjörningsins. Þessi gögn liggja auð- vitað öll fyrir nú þegar, enda var ákvörðunin fagleg og vandlega undirbyggð á sínum tíma. Þetta gæti orðið fróðleg lesning. Afdrifarík afglöp eða yfirveguð ákvörðun? Þjóðnýting Glitnis BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.