Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 2
2 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Guðmundur Páll, fara ekki margir í fýlu án hákarls? „Nei, nei, en svo gæti farið að menn þyrftu að þreyja þorrann án hans.“ Útlitið er dökkt fyrir þorrablótin að sögn Guðmundar Páls Óskarssonar, fiskverk- anda í Hnífsdal, þar sem ekki tekst að anna eftirspurn eftir hákarli. ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra hefur ekki uppi áform um að flýta kosningum að svo stöddu. Hann upplýsti það á Alþingi í gær í svari við fyrir- spurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG. Það er skoðun Steingríms að efna beri til kosninga í síðasta lagi í vor. Stein- grímur sagði svar Geirs óskyn- samlegt enda veruleikafirring að horfast ekki í augu við að kjósa þurfi innan skamms. - bþs Geir H. Haarde um kosningar: Ekki áformaðar að svo stöddu GEIR H. HAARDE BELGÍA, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að dregið verði mjög úr fiskveiðum í norðaustanverðu Atlantshafi á næsta ári. Veiðar á nærri 30 fiskistofnum verði minnkaðar verulega, í sumum tilfellum um helming, og algert bann verði lagt við veiðum á nokkrum stofnum að auki. „Við þurfum að veiða minna um hríð,“ segir Joe Borg, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn ESB. Hann segir að ofveiði hafi valdið því, að fækkað hafi verulega í mörgum fiskistofnum. Verndaraðgerðir hafi þó skilað þeim árangri að sumir stofnar hafa lagast, en „þessar góðu fréttir eru undantekningar, ekki reglan“. - gb Evrópusambandið: Hyggst draga úr fiskveiðum JOE BORG Ágreiningur um greiðslur Norski rækjutogarinn Remøy Viking hefur verið í kvínni í Hafnarfjarðar- höfn þó að viðgerð á stýri hafi lokið fyrir rúmri viku. Ástæðan er ágreining- ur um greiðslur og bankatryggingar í bankakreppunni á Íslandi. HAFNARFJÖRÐUR Guðjón Ólafsson vaknar á sjúkrahúsi og hefur misst minnið. Hvað gerðist? Lenti hann í slysi? Var það slys? Hvaða ókunni maður kom að honum og bjargaði lífi hans? Algleymi er ný skáldsaga eftir Hermann Stefánsson, einn fyndnasta og frumlegasta rithöfund okkar daga. ÆÐISGENGINN FLÓTTI OFSÓKNIR OG UPPLJÓSTRANIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 VARNARMÁL Ef hætta á við komu breskrar flugsveitar til loftrýmis- gæslu á Íslandi í desember þarf ákvörðun um það að koma í dag. Komi hún seinna verða gámar með hergögnum þegar lagðir af stað til landsins með skipi, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins segir enn ekki ákveðið hvort af loftrýmiseftirlit- inu verði. Bresk stjórnvöld hafi boðið fram flugsveit en íslensk stjórnvöld virðist ekki hafa gert upp við sig hvort boðið verði þegið. Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að skilningur ráðuneytisins sé sá að af heimsókninni verði nema annað verði ákveðið. Verið er að vinna að hugmynd- um um sparnað í utanríkisráðu- neytinu. Urður staðfestir að meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem séu til umræðu sé að hætta við heim- sókn flugsveitarinnar. Hún tekur þó fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt. Urður segir vinnu við niðurskurð „á síðustu metrunum“. Heimildarmaður sem vel þekkir til segir að tilkynnt verði um niðurstöðuna í dag. Loftrýmiseftirlit á vegum ríkja Atlantshafsbandalagsins er til komið að beiðni Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Með því brugð- ust stjórnvöld við brotthvarfi bandaríska varnarliðsins. Áætlað er að þær þjóðir sem séu tilbúnar til að leggja fram flugsveitir komi með óreglulegu millibili í stuttan tíma í senn til að sinna eftirlitinu. Össur Skarphéðinsson, þá starf- andi utanríkisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund 17. október að honum fyndist það ekki við hæfi á þeirri stundu að Bretar kæmu með þessum hætti Íslandi til varn- ar. Það myndi „misbjóða þjóðar- stolti Íslendinga“. Vísaði hann þar í aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum og öðrum íslenskum fyrirtækjum í Bret- landi. Aðrir ráðherrar tóku ekki svo sterkt til orða. Í fjárlögum er áætlað að kostn- aður við hverja heimsókn erlendr- ar flugsveitar sé um 50 milljónir króna. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, segir að kostnaðurinn við heim- sókn Bretanna verði ekki svo mik- ill. Áætlað sé að hann verði um það bil 25 milljónir króna. Verið sé að ræða við Breta um að þeir taki þátt í þeim kostnaði. Fyrirhugað er að loftrýmis- eftirlit bresku flugsveitarinnar hefjist 8. desember, og standi til 20. desember. brjann@frettabladid.is Bresk hergögn send af stað til Íslands Taka þarf ákvörðun í dag um hvort hætta eigi við komu breskrar flugsveitar til loftrýmisgæslu í desember. Kostnaður við heimsóknina er áætlaður um það bil 25 milljónir króna. Koma Bretanna er til endurskoðunar vegna niðurskurðar. FRANSKAR LOFTVARNIR Það sem af er árinu hafa tvær flugsveitir komið hingað til lands til eftirlits, frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Reiknað er með komu danskrar sveitar í mars á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR URÐUR GUNNARSDÓTTIR ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR STJÓRNMÁL Í ljósi gjörbreyttrar stöðu eftir hrun bankakerfisins hefur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins rætt málefni Evrópusam- bandsins að undanförnu. Margir þættir sem vega með og á móti aðild að sambandinu hafa breyst á skömmum tíma og er nýr veruleiki sagður kalla á nýtt stöðu- mat. Raunar telja einstaka þingmenn ríka ástæðu til að taka alla utan - ríkisstefnu landsins til endurskoð- unar. Samskipti við aðrar þjóðir gefi tilefni til þess. Er þar einkum átt við samskipti við Breta. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur verið hörð andstaða við aðild Íslands að Evrópusambandinu og í ályktun frá síðasta landsfundi segir að flokkurinn telji aðild ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar eins og málum sé háttað. Þó sé mikil vægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum landsins verði best borgið í samstarfi Evrópu- ríkja. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins fjallaði ítarlega um Evrópu- málin í vor en ekki urðu áherslu- breytingar í afstöðunni til málaflokksins. Lagt er upp í umræðurnar nú undir því fororði að niðurstöðurn- ar séu ekki gefnar fyrirfram. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er ekki litið svo á innan þingflokksins að nýtt mat á Evr- ópumálum sé forgangsverkefni stjórnmálanna; önnur viðfangsefni séu brýnni í augnablikinu. - bþs Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræðir um Evrópusambandið í ljósi nýrrar stöðu: Nýr veruleiki kallar á nýtt mat FRÁ ALÞINGI Evrópumálin eru rædd á vettvangi þingflokks Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. EFNAHAGSMÁL „Við erum ákaflega leiðir yfir því að þurfa að segja hæfu fólki upp,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, framkvæmda- stjóri Framtíðarsýnar útgáfufé- lags Viðskiptablaðsins. Öllum starfsmönnum félagsins, um fjörutíu talsins, var í gær sagt upp störfum. Í tilkynningu frá félaginu segir meðal annars: „Erfitt rekstrarum- hverfi fjölmiðla hefur mjög verið til umfjöllunar undanfarið – er þar ekki einasta rætt um efnahags- lægð sem dregur úr allri umsetn- ingu, heldur bætist við brengluð samkeppni á auglýsingamarkaði.“ Haraldur segir að hér eftir verði aðeins eitt tölublað gefið út í viku en rekstur fréttavefsins www.vb.is verði óbreyttur. - kdk, kg Útgáfufélag Viðskiptablaðsins: Framtíðarsýn segir öllum upp ALÞINGI Með sérstökum lögum um rannsókn á aðdraganda banka- hrunsins verður bankaleynd afnumin þar sem þess er talin þörf. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Frumvarpið er unnið í samstarfi allra flokka undir forystu þingforseta. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegt að rannsóknin muni ná mörg ár aftur í tímann. Enn fremur mun í frumvarpinu kveðið á um víðtækar heimildir til handa rannsóknaraðila. - kg Rannsókn á bankahruninu: Bankaleynd vikið til hliðar LÖGREGLUMÁL Mikil ásókn virðist vera í gróðurhúsalampa þessa dagana, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Á rúmlega viku hefur verið brotist inn í þrjár gróðrarstöðvar og lömpum stolið. Aðfaranótt síðastliðins miðvikudags var brotist inn í gróðurhús við Gróðurmörk og þaðan stolið ellefu 600 watta lömpum. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í gróðrarstöð í Laugarási og sjö 600 watta lampar numdir á brott. Talsvert tjón er af þessu þar sem lampar af þessu tagi kosta á milli 20 og 30 þúsund krónur. - jss Tíð innbrot í gróðrarstöðvar: Ásókn í gróður- húsalampana STJÓRNMÁL „Þetta var svona í gamni gert bara,“ segir Bjarni Harðarson, alþingismaður Framsóknarflokks- ins, sem fól í gær aðstoðarmanni sínum að áfram- senda trúnaðarbréf tveggja framsóknarmanna til fjölmiðla frá nafnlausu netfangi sem aðstoðarmaður- inn átti að útbúa. „Við höfðum þetta í flimtingum milli okkar í samtali en ég ætlaðist ekki til að þetta yrði tekið alvarlega,“ segir Bjarni um fyrirmæli sín til aðstoðarmannsins sem Bjarni sendi honum í tölvupósti og einnig í ógáti á helstu fjölmiðla. Framsóknarmennirnir Gunnar Oddsson og Sig- tryggur Jón Björnsson í Skagafirði hafa átt í bréfa- skriftum við Valgerði Sverrisdóttur, alþingismann Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráð- herra, um þátt hennar í einkavæðingu bankanna. Í bréfi sem þeir sendu Valgerði í gær gagnrýna þær hana afar harðlega fyrir þátt hennar í einkavæðingu bankanna. Hvorugur þeirra kveðst hafa gefið leyfi fyrir því að senda bréfið til fjölmiðla. Auk þess sem bréf Skagfirðinganna var sent Valgerði barst það þingmönnum Framsóknarflokksins og örfáum öðrum, alls sextán manns. Bjarni kveðst hafa velt því fyrir sér að senda bréfið á fjölmiðla en fallið frá því. Hann sendi fjölmiðlum í gær ósk um að tölvuskeyti hans til aðstoðarmannsins yrði eytt. Hann segist undrast að fjölmiðlar skuli ekki verða við þeirri ósk heldur nota slíkar upplýsingar sem þeim berast fyrir misgáning til „að koma höggi á menn“. - gar Bjarni Harðarson fól aðstoðarmanninum að senda nafnlaust bréf til fjölmiðla: Vildi nafnlaust bréf um Valgerði VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG BJARNI HARÐARSON „sæll, hér er merkilegt bréf. ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla. -b.“ segir í tölvupósti þingmannsins til aðstoðarmannsins. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.