Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 18
● fréttablaðið ● jólahlaðborð 11. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 „Ég er að lesa Leyndardóma Snæfellsjökuls,“ segir Kolbeinn Rastrick sem er níu ára gamall lestrarhest- ur. „Hún er um mann og frænda hans sem ferðast að miðju jarðarinnar.“ Kolbeinn sá samnefnda kvikmynd fyrir stuttu og datt þess vegna í hug að lesa bókina sem er sígilt ævintýri eftir Jules Verne. Svo heppilega vildi til að pabbi hans, Ólafur Rastrick, átti hana en annars nær Kolbeinn sér oft í bækur á bókasafninu. Kolbeinn lærði að lesa í fyrsta bekk í Vestur- bæjarskóla og hefur verið duglegur að lesa síðan. „Skemmtilegast er að lesa ævintýrabækur eins og til dæmis Harry Potter og Narníubækurnar og Lord of the Rings,“ segir Kolbeinn sem bæði les mikið sjálfur en mamma hans, Sesselja Magnúsdóttir, les líka alltaf fyrir hann á kvöldin. Svo á hann yngri bróður, Mart- ein, sem nýtur góðs af dugnaði Kolbeins við lesturinn. „Ég las fyrir hann Gúmmí Tarsan og svo hef ég lesið Bróður minn ljónshjarta fyrir hann.“ Kolbeinn velur sér stundum bækur á bókasafninu í Vesturbæjarskóla en lesstundir eftir frímínútur eru á meðal uppáhaldstímanna hans í skólanum. Þar fyrir utan finnst honum skemmtilegast í alls konar íþrótt- um. „Og ég er á námskeiði í skylmingum og í leiklist,“ segir hann að lokum. - sbt Ævintýrabækur eru lang- skemmtilegustu bækurnar Kolbeinn niðursokkinn í lestur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR. Börn og unglingar hafa á und- anförnum árum sökkt sér ofan í fantasíur og ekkert lát virðist á því. „Fantasíur hafa notið hvað mestra vinsælda á meðal barna- og ungl- inga undanfarin ár og er það lík- lega Harry Potter sem kom þeirri skriðu af stað,“ segir Þorbjörg Karlsdóttir, barnabókavörður á Borgarbókasafninu, en fátt í heimi barnabóka fer framhjá henni. Þó að ekki sé að vænta fleiri bóka um galdrastrákinn knáa þá taka aðrar við og segir hún hina dönsku Lene Kaaberböl, sem skrifar Ávítarabækurnar, hafa notið vinsælda. „Eins hafa bæk- urnar um Artemis Fowl verið mikið lesnar. Þá rjúka Spiderwick og Eragon-bókaflokkarnir út.“ Áður en fantasíurnar ruddu sér til rúms voru að sögn Þorbjargar raunsærri bækur eins og bækurn- ar um Bert og Svan eftir sænsku höfundana Anders Jacobsson og Sören Olsson mikið lesnar en þær taka á daglegu lífi barna og unglinga með glettni og húmor að vopni. „Yngri börnin leita svo mikið að mér finnst í fyndnar bækur og lesa til að mynda Kaf- tein ofurbrók og Skúla skelfi af miklum móð. En hvað með íslenskar barna- bækur? „Sigrún Eldjárn gefur út bók á hverju ári og hún hefur meðal annars verið í fantasíum. Krist- ín Helga Gunnarsdóttir, Gerð- ur Kristný og Björk Bjarkadóttir hafa líka verið afkasta miklar svo dæmi sé tekið. Í fyrra kom svo sprenging í unglingabókaútgáfu en ég held að þá hafi um sex frum- samdar unglingabækur litið dags- ins ljós. Þær eru margar raunsæj- ar og taka á áleitnum spurning- um sem unglingar standa frammi fyrir. Þannig bækur eru alltaf vin- sælar. “ En á Þorbjörg von á því að bókaútgáfa og -lestur muni breyt- ast í takt við þjóðfélagsástand- ið. „Ég hugsa nú að fantasíurnar haldi velli en það gæti þó verið að höfundar fari að skrifa raunsærri bækur. Það er svo aldrei að vita nema kreppan ýti undir sköpunar- gáfuna og að þeir sem gangi með höfundinn í maganum setjist við skriftir.“ - ve Flestir lesa fantasíur Þorbjörg telur að fantasían muni halda velli en á þó jafnvel von á því að raunsærri bækur muni líta dagsins ljós á næstunni. FR ÉT TA BL Ð IÐ /A N TA O N Nú býður SKB upp á tvær gerðir af jólakortum sem hönnuð eru af Braga Einarssyni og listakonunni Mæju Gleðjið ættingja, vini, samstarfsmenn og viðskiptavini með fallegri jólakveðju og styðjið um leið við krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra Boðið er upp á sérvalda innáprentun með texta og/eða merki fyrirtækja Jólakortin eru tvöföld og fylgir hvítt umslag hverju korti. Stærð:115x165 mm. Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Tekið er við pöntunum á heimasíðu félagsins www.skb.is eða í síma 588 7555 Jólakortin eru einnig seld á skrifstofu félagsins í Hlíðasmára 14 í Kópavogi og þar eru þau seld 10 saman í pakka og kostar pakkinn 1.000 krónur. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.