Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 24
 11. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● barnabækur Á mörgum bókasafnanna eru sögu- stundir í boði fyrir börnin. Á Amtsbókasafninu á Akur- eyri er til dæmis sögustund alla fimmtudaga klukkan 16 og einnig síðasta laugardag í mánuði klukk- an 14. Á Bókasafni Kópavogs er sögu- stund alla miðvikudaga milli klukkan 10 og 11. Þar er hægt að panta sögustund fyrir hópa. Á Borgarbókasafninu í Tryggva- götu er hægt að panta fyrir hópa og er sá háttur hafður á á öllum deild- um safnsins. Þá eru einnig sýndar litskyggnur, föndrað og teiknað. Á bókasafni Hafnarfjarðar er föst sögustund á miðvikudögum klukkan 10.30 en líka eftir þörfum fyrir hópa sem heimsækja safn- ið. Þar er einnig spilað á gítar og sungið. - rat Sögustundir á söfnunum Sögustund á bókasafninu er góð afþreying. Umhvers- vænar bækur Skondin og skemmtileg ævintýri í bundnu máli fyrir 4-8 ára börn. LESTRARGAMAN Hörðu pakkarnir eru gjarnan vin- sælli hjá yngri kynslóðinni um jólin. Börn hafa lesið teiknimynda- sögur áratugum saman og sökkt sér ofan í ævintýraheim hetja af ýmsum toga. Þeir sem vilja kynnast ævin- týraheimi rammíslenskra hetja geta nálgast Íslendingasögur á teiknimyndaformi en teikni- myndasögur hafa verið unnar upp úr Njálu. Alls hafa komið út fjórar bækur: Blóðregn, Brennan, Vetr- arvíg og Hetjan. Höfundar eru Embla Ýr Bárudóttir og Ingólf- ur Örn Björgvinsson en Mál og menning gefur bækurnar út. Teiknimyndasögurnar hafa notið ómældra vinsælda hjá jafnt yngri lesendum sem eldri og má kalla verðugt framtak að koma ís- lenskum hetjum eins og Gunnari á Hlíðarenda í hóp Súpermans, Bat- mans og Hulk. - rat Rammíslenskar hasarhetjur Íslenskur hasar eins og hann gerist bestur. MYND/INGÓLFUR ÖRN BJÖRGVINSSON Bókaforlagið Unga ástin mín lætur sig umhverfisvernd varða og gefur nú út tvær umhverfis- vænar bækur prentaðar á vist- vænan pappír með náttúrulegum prentlitum. Barnabókaútgáfan Unga ástin mín ehf. var stofnuð á vordögum 2006 og sérhæfir sig í útgáfu vand- aðra og þroskandi barnabóka. For- lagið hefur gefið út sautján bækur frá stofnun og hefur bætt við níu bókum nú fyrir jólin. Bókafor- lagið lætur sig umhverfisvernd varða og segir Sara Hlín Hálf- dánardóttir framkvæmdastjóri að framsækin skref hafi verið stigin í þeim efnum á árinu. „Bækurnar okkar hafa meira og minna allar verið unnar úr sjálfbærum skógum en á þessu ári stigum við skrefinu lengra í átt að umhverfisvernd með útgáfu tveggja barnabóka sem eru prent- aðar á endurunninn pappír með sojaprentlitum,“ útskýrir Sara en bækurnar sem um ræðir eru Góða nótt og Gott að borða í bókaflokkn- um Náttúrubörn. „Það liggur við að það megi borða þær,“ segir Sara og hlær. Bækurnar henta vel yngstu börnunum á aldrinum 0-3 ára og eru gagnvirkar. „Í bókunum eru fallegar mynd- ir af hlutum úr umhverfi barnsins ásamt skemmtilegum spurningum sem hjálpa því að víkka út sjón- deildarhringinn og auka við orða- forða. Bækurnar eru harðspjalda þannig að það má vesenast með þær og leika sér,“ segir Sara sem segir bækur forlagsins hafa hlotið frábærar viðtökur og því hefur út- gáfan vaxið hratt. - hs Umhverfisvænar barnabækur Á bókunum er handfang sem hentar litlum lófum vel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.