Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 10
 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Icesave-deilur FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is ddy.is Diddy.is dy.is Diddy.is ddy.is Diddy i. s sDiddy.i Diddy.is Faxafeni 14. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Did Didd Did Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3x. Kjólar, mussur,skytur,toppar, peysur,leggings,úlpur, galla- buxur í miklu úrvali og margt fl . Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Nýju vörurnar komnar! Alltaf sama góða verðið. Deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna eru nokkuð margþættar. Helsta flækjan snýst um hvort ríkissjóður sé ábyrgur fyr- ir innstæðutryggingum, ef ekki er til nægt fjármagn í innstæðutryggingasjóði. Einnig er deilt um hvort íslenska ríkið sé að brjóta jafnræðisreglu með því að tryggja innstæður í útibúum á Íslandi en ekki erlendis þegar bankarnir verða gjaldþrota. Deilur um innstæðutryggingar í erlendum útibúum íslensku bank- anna eru með erfiðari milliríkja- deilum sem íslensk stjórnvöld hafa tekist á um. Deilurnar eru harðastar vegna Icesave-reikn- inga Landsbankans, en erlend inn- lán bankans við yfirtöku ríkisins námu um 1.300 milljörðum króna. Í samanburði voru innlend innlán um 500 milljarðar. Tómur tryggingasjóður Samkvæmt samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið ber trygg- ingakerfi heimaríkis að tryggja innlán í útibúum banka utan heimalands. Ágreiningur við Breta og Hollendinga snýst um hvort ríkið sjálft sé ábyrgt með eigin fjármunum, ef ekki eru nægar innstæður í innstæðu- tryggingasjóðnum, líkt og nú er með íslenska innstæðutrygginga- sjóðinn, en í honum er um eitt pró- sent af innstæðum. Íslenska ríkið heldur því fram að samkvæmt tilskipun sé nægj- anlegt að innstæðutryggingasjóð- ur sé starfandi, samkvæmt gild- andi reglum. Hann sé sjálfstæður sjóður, og því komi ekki til ábyrgð ríkissjóðs. Í tilskipuninni, frá 1994 segir meðal annars; „Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viður- kenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnan- irnar sjálfar og tryggja að inn- stæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmál- ana í þessari tilskipun.“ Þá segir einnig að ef eignir tryggingasjóðs- ins dugi ekki til að greiða lág- markstryggingu, megi sjóðurinn taka lán. Íslensk stjórnvöld vilja láta reyna á þetta ákvæði, um að ríkis- sjóður sé ekki gerður ábyrgur fyrir greiðslum úr innstæðutrygg- ingasjóði. Ef komist er að þeirri niðurstöðu að það sé almenn regla að ríkisjóður eigi að ábyrgjast tryggingasjóðinn, vilja stjórn- völd láta á það reyna hvort sama regla gildi við fjármálahrun, eins og varð hér á landi. Jafnræði innstæðueigenda Bretar hafa lagt á það áherslu að Íslendingar séu í raun að brjóta gegn jafnræðisreglu, og þar með Evrópska efnahagssamningnum, með því að tryggja innstæður sparifjáreigenda í íslenskum úti- búum að fullu, en ekki sparifjár- eigendur í erlendum útibúum. Innlendir og erlendir sparifjár- eigendur hljóti að hafa þar jafnan rétt. Íslensk stjórnvöld svara því til að það sé ekki búið að gera bankana upp, og því sé ekki komið í ljós hvort sparifjáreigendum verði mismunað. Með neyðarlögunum, sem sett voru 6. október, voru innlán, bæði einstaklinga og lögaðila, gerð að forgangskröfum á eignir bank- anna, en bankarnir hafa ekki verið lýstir gjaldþrota og því er ekki enn hægt að gera kröfu í þrotabú. Samkvæmt yfirlýsingu sem fyrrverandi eigendur Landsbank- ans sendu frá sér á laugardag voru eignir Landsbankans í lok september um 4.400 milljarðar og ættu því að duga fyrir forgangs- kröfum, það er innlánum einstakl- inga og lögaðila, bæði innanlands sem utan. Nýlega lánuðu bresk yfirvöld breska innstæðutryggingasjóðn- um 800 milljónir punda, eða um 161 milljarð til að endurgreiða einstaklingum, en innlagnir lögað- ila eru ekki tryggðar hjá breska innstæðutryggingasjóðnum. Bretar hafa sagt að þeir muni reyna að fá þessa upphæð endur- greidda frá íslenskum yfirvöld- um, þar sem íslenska ríkið hafi tryggt innstæður í íslenskum úti- búum að fullu, og verði því einnig að tryggja innstæður útibúa í öðrum ríkjum. Ekki er hægt að ganga strax á eignir Landsbankans til þess að endurgreiða innstæðuhöfum, þó svo hann færi strax í þrot, þar sem eignir felast, að langmestum hluta, í lánum til viðskiptavina sem ekki eru komin á gjalddaga. Lán þessi voru veitt bæði til íslenskra einstaklinga og fyrir- tækja, sem og erlendra fyrir- tækja. Þá eru þar einnig kröfur á fjármálafyrirtæki og seðlabanka, sem ekki er hægt að ganga á strax. Jafnræði kröfuhafa Þá er um það deilt hvort ákvæði neyðarlaganna brjóti gegn jafn- ræðisreglu með því að setja suma kröfuhafa ofar í forgangsröðun- ina en aðra. Það er því spurning hvort ekki sé einvörðungu verið að mismuna sparifjáreigendum, heldur einnig kröfuhöfum. Mismununin kemur til með að gera eigendum innlánsreikninga að forgangskröfuhöfum hærra undir höfði en öðrum kröfuhöfum. Með þessu ákvæði er líklegt að erlendir innstæðueigendur, jafnt einstaklingar sem sveitarfélög, góðgerðasamtök og aðrir lögaðil- ar muni fá inneignir sínar endur- greiddar, miðað við vexti til 6. okt- óber. Hins vegar er óvíst að aðrir kröfuhafar fái mikið, ef nokkuð, upp í sínar kröfur. Ekki hafa sömu deilur komið upp við Breta vegna Kaupþing Edge innlánsreikninga, þar sem Kaupþing Edge í Bretlandi var breskt félag, og hefðu þeir reikn- ingar því fallið á breska innstæðu- tryggingasjóðinn. Um 160.000 reikningar Kaup- þing Edge og 22.000 reikningar Heritable-bankans, alls um þrír milljarðar punda eða sex hundruð milljarðar króna, voru seldir til hollenska bankans ING og þurfti því ekki að koma til að trygginga- sjóðurinn breski greiddi út vegna þeirra. Eftir standa þá reikningar í útibúi bankans á eyjunum Mön og Guernsey, sem ekki voru flutt- ir yfir til ING og hafa takmarkaða vernd samkvæmt þarlendum tryggingasjóðum. Innstæðueigendur þar, sem og í Þýskalandi og Lúxemborg, verða því að gera kröfu annars vegar á íslenska innistæðutryggingasjóð- inn og hins vegar á bankana sjálfa þegar þeir verða lýstir gjald- þrota. Deilt um ríkisábyrgð BRESK SENDINEFND RÆÐIR ICESAVE Bresk sendinefnd kom hingað til lands í október til að ræða við íslensk yfirvöld hvernig leysa mætti Icesave-deiluna. Breskir miðlar sögðu sendinefndina vera að ræða 600 milljarða lán til að endurgreiða 200-300 þúsund breskum innlánseigendum. BAUGSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu mun ekki fjalla um kæru tveggja sakborninga í Baugsmál- inu vegna meintra galla á með- ferð málsins fyrir íslenskum dómstólum. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, kærðu málsmeðferð Baugsmálsins til mannréttindadómstólsins um mitt ár 2007. Niðurstaða dómsins var kynnt seint í september. Farið var yfir kæruna til að meta hvort dómstóllinn myndi fjalla um hana, en niðurstaðan var sú að málið fékk ekki efnis- lega meðferð hjá dómstólnum, segir Gestur Jónsson, lög- maður Jóns Ásgeirs. Hann bendir á að mjög lítill hluti þeirra mála sem skotið sé til dómstólsins fái umfjöllun. Jón Ásgeir segir að mann- réttindi hafi verið brotin á sér og Tryggva í þessu máli og því sé niðurstaðan mikil vonbrigði. Hann fer nú yfir möguleika í stöðunni, en ekki er mögulegt að áfrýja niður- stöðu dómstólsins. Í kæru Jóns Ásgeirs og Tryggva voru færð rök fyrir því í fimm liðum að brotið hefði verið á þeim við meðferð málsins. Meðal annars var vísað til þess að málið hefði tekið óeðlilegan tíma í rannsókn og að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn rétti þeirra til að teljast saklausir uns sekt var sönnuð með ummælum á opinberum vettvangi. Baugsmálinu lauk með dómi Hæstaréttar 5. júní síðastliðinn. Niðurstaða dómsins var sú að Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, og Tryggvi tólf mánaða skilorðs- bundinn dóm. - bj Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar ekki um kæru Jóns Ásgeirs Jóhannessonar: Niðurstaðan mikil vonbrigði JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.