Fréttablaðið - 11.11.2008, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 11. nóvember 2008 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 11. nóvember 2008
➜ Fyrirlestrar
12.00 Lögfræðitorg Háskólans á
Akureyri: Siglingar herskipa um íslensk
hafsvæði Bjarni Már Magnússon flytur
fyrirlestur í stofu L 201, Sólborg v/Norð-
urslóð.
20.00 Hádegisfyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélags Íslands: Júðar, negrar
og tataralýður - ótti, ógn og meintir
útlenskir óvinir Íslands. Hallfríður Þór-
arinsdóttir flytur fyrirlestur í fryrlestra-
sal Þjóðmingasanfins við Suðurgötu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
20.00 Áskoranir, samvinna og
siðgæði í lífssögurannsókn Guðrún
Valgerður Stefánsdóttir flytur fyrirlestur í
húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar,
Hringbraut 121, 4. hæð.
➜ Bækur
Norræn bókasafnsvika
10.00 Guðrún Hannesdóttir les Sög-
una af skessunni sem leiddist.
15.30 Lesið fyrir grunnskólanemendur
úr bókinni SMS från Soppero á sænsku.
➜ Tónlist
20.00 Við slaghörpuna Jónas Ingi-
mundarsson leiðir fólk um undraheim
tónlistarinnar með spili og spjalli eins
og honum einum er lagið.
➜ Myndlist
Þór Magnús Kapor er með tvær sýn-
ingar. Í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem er
opið virka daga frá kl.9-19 og um helgar
kl. 12-18.
Café Haiti, Tryggvagötu
16. Opið virka daga frá
8.30-18, lau. 10-18 og
sun. 14-18.
Maggi Noem sýnir verk
í Tutti Bene, Skólavörðu-
stíg 22b. Sýningin er
opin alla daga kl. 14-18
og stendur til 21. nóv.
➜ Útgáfutónleikar
20.30 Bestu kveðjur Sprengjuhöllin
verður með útgáfutónleika í Íslensku
Óperunni við Ingólfsstræti.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Þegar Martin McDonagh skaust
upp á stjörnuhimininn fyrir hart-
nær tíu árum höfðu írsk leikskáld
átt þó nokkru gengi að fagna:
Tom Murphy, Frank McGuinness,
Peter Sheridan, Conor McPher-
son, Declan Hughes og Marinu
Carr – að ógleymdum Brian Friel.
Örfá verk eftir þessi skáld hafa
verið flutt hér á liðnum áratug-
um en gestir leikhúsanna hafa
samt slitrótta mynd af því hvað
hefur gerst í leikritun hjá frænd-
um okkar Írum. Það er aðeins
Martin einn sem hefur farið vel
inn í plan leikhússtjóranna, enda
eru verkin hans fyndin, átakasöm
í meira lagi, hrottaleg og –
fámenn. Þar er gamanið grátt: Í
Vestrinu eina sem Leikfélag
Reykjavíkur frumsýndi á föstu-
dag setur hann bræðravígssögu
inn í hinn tilbúna bæ Leeane í
Connemara og gerir úr dæmi-
sögu um möguleika friðar milli
einstaklinga sem hafa alla sína
ævi borist á banaspjótum: Valene
er þroskaheftur ungur maður
sem safnar dýrlingastyttum,
eldri bróðir hans, Coleman, sem
hugsar mest um mat og drykk og
hefur kúgað bróður sinn alla tíð,
missir stjórn á sér í ofsaköst er
minnst varir og þegar leikurinn
hefst eru þeir bræður nýkomnir
úr jarðarför föður þeirra sem
lést af voðaskoti úr haglabyssu
sem Coleman hélt á. Með þeim í
för er presturinn í héraðinu sem
vill öllu fórna til að þeir bræður
láti af stöðugum erjum og átök-
um.
Öll verk Martins eiga sér ríka
forsendu í kaþólskri trú og sá
heimur er okkur framandi: við
höfum ekki trúað á helvíti í
nokkrar aldir en Írar gera það
enn. Martin sviðsetur líf í Írlandi
nútímans sem er leifar af hug-
myndaheimi okkar um írsku
eymdina, einangraða fátækt í
niðurníddum sveitum og smá-
bæjum. Sá heimur er víðsfjarri
Írlandi þenslunnar sem við þekkj-
um einungis af afspurn, velmeg-
un sem er býsna lík þeim veltiár-
um sem við höfum upplifað.
Martin er flinkur höfundur,
spinnur samtöl og átakapunkta af
litlu efni, skapar sterkar og stór-
ar persónur sem eru gróteskar í
ofsalegum viðbrögðum af litlu
tilefni. Hinn dramatíski heimur
hans er aflokaður, stendur í stað.
En hann gefur leikurum góð tæki-
færi til að búa til skýrar og skop-
legar persónur. Erindið er ekki
flókið og inntak verkanna einfalt.
Og heimsmyndin er dökk.
Grunnurinn í Vestrinu er hin
fordæmda sál og sáluhjálpin. Í
sviðsetningu Jóns Páls Eyjólfs-
sonar sem tekst í flestu vel er
lögð rík áhersla á þennan þátt:
yfirbót bræðranna um mitt verk-
ið byggir alfarið á þeim grunni.
Sýningin er of löng og dettur
fyrir bragðið niður á köflum: auð-
veldlega má herða hana og stytta
um nær hálftíma og nógu mörg
augu eiga að vera í Borgarleik-
húsinu núna til að sjá það fyrir.
Það er svolítil synd því hér eru
afbragðsbrögð leikara í for-
grunni: Björn Thors glansar þótt
ég hafi nokkrar áhyggjur af brot-
inni hugsun í framgöngu hans
sem víst kallar á snör og kvik
hraðaskipti, en getur snúist í
óvana ef hann gætir sín ekki.
Þröstur Leó mun seint geta lýst
af hreinni mannvonsku, en Col-
eman er hreint illmenni og ætti í
raun að vera þrekmenni að burð-
um: Þröstur mun seint geta sýnt
mann sem gerir flugu mein en
tök hans eru vel hugsuð en ekki
sannfærandi. Bergur Þór var
afbragð í hlutverki aflausnarans
og Kristín Þóra tekur nú að sýna
þá miklu hæfileika sem leikhús-
stjórinn segir hana ráða yfir.
Leikmynd og búningar eru
samkvæmt hugmyndinni um
írsku eymdina sem er gamaldags
hugsun. Tónlist er óþörf í sýning-
unni og gefur fullmikið tóninn
um hvað áhorfendur geta ráðið af
sjálfsdáðum. Rennandi vatn á
sviðinu milli atriða er tilgerðar-
legt og segir ekkert annað en að
menn hjá LR 2008 ráði við að
skrúfa frá krana. Hugmynd Ilmar
um uppbyggðan pall á Nýja sviði
og skekkt hús er snjöll en gengur
nokkuð langt í hinni afdönkuðu
eymdarhugmynd um Írland.
Sviðsetning Jóns á þessum
gráa gamanleik er um margt vel
heppnuð: skýr boðun, kröftugt
málfar á þýðingu Ingunnar Ásdís-
ardóttur, heildstæð umgjörð og í
flestu afbragðs leikaravinna, vel
þess virði að sjá þó ekki væri
nema til að fylgjast með hröðum
þroska Björns Thors sem lista-
manns sem hér er eftirtektar-
verður. Páll Baldvin Baldvinsson
Blóðug átök írskra bræðra
Leikhópurinn Á senunni sýndi í
Salnum í liðinni viku í tvígang
söngverkið Paris um nótt. Annað
kvöld er það sýnt í gamla
Samkomuhúsinu á Akureyri .
Paris at night byggir á ljóðum
eftir Jacques Prévert og tónlist
Joseph Kosma. Þau eru þýdd af
Sigurði Pálssyni en hann var
nýlega heiðraður fyrir trausta
framgöngu í nafni franskrar
menningar og hefur verið
afkasdtamikill þýðandi meðal
annars á ljóðum. Leikarar/
söngvarar eru Jóhanna Vigdís
Arnardóttir og Felix Bergsson.
Sérstakur gestur á tónleikunum
er Edda Þórarinsdóttir en hún lék
og söng hlutverk Edith Piaf hjá
Leikfélagi Akureyrar sællar
minningar fyrir hartnær aldar-
fjórðungi, 1985. Hljómsveitin er
undir stjórn Karls Olgeirssonar
en auk hans eru í henni Róbert
Þórhallsson og Stefán Már
Magnússon. Leikstjóri er Kolbrún
Halldórsdóttir. Þess má geta að
Karl OlgeirssonParis at night
gekk fyrir fullu húsi í Borgarleik-
húsinu vor og haust 2004 og var
sýningin tilnefnd til Grímuverð-
launanna fyrir bestu tónlistina
það ár. Plata með tónlistinni og
völdum ljóðum kom út haustið
2004. Hana er enn hægt að
nálgast hjá hópnum. Ljóðaþýðing-
ar Sigurðar Pálssonar, Ljóð í
mæltu máli, eru uppseldar. - pbb
Nætursöngv-
ar Parísar
LEIKLIST Jóhann Vigdís Arnardóttir
syngur í dagskrá sem helguð er verkum
Prévert.
LEIKLIST
Vestrið eina
eftir Martin McDonagh
Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir.
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson.
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir.
Lýsing: Þórður Orri Pétursson.
Tónlist: Hallur Ingólfsson.
★★★
Hrottalegt en skemmtilegt – hálftíma
of langt.
2.490,-
1.290,-
1.290,-
2.490,-
2.490,-
1.290,-
2.990,-
1.990,-
1.490,-
3.990,-
2.490,-