Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 3jólahlaðborð ● fréttablaðið ● Hótel Örk hefur boðið upp á jólahlaðborð í fjöldamörg ár og auk- ast vinsældirnar með árunum. Þetta árið er veislu- stjórn í höndum söngv- ara og skemmtikrafta í duett.is. Að borð- haldi loknu er lifandi tónlist með Hreimi og félögum úr Landi og sonum. Jólahlaðborðið hent- ar jafnt einstaklingum sem hópum og er ágæt- is leið til að bregða sér úr skarkala borgar- innar eina kvöldstund. Boðið er upp á rútu- ferðir til og frá hótel- inu fyrir stærri hópa, þeim að kostnaðar- lausu, en auk þess er að sjálfsögðu hægt að bóka gistingu. Gisting, borðhald og skemmt- un kosta 11.900 krón- ur á mann í tvíbýli en borðhald og skemmtun er á 6.900 krónur á mann. Hins vegar eru gerð sértilboð fyrir stærri hópa. Á hótelinu er að finna öll þægindi og þjón- ustu sem vænta má af góðu hóteli og eru þar fjölbreytt salarkynni sem henta mismunandi stórum hópum. Hlaðborðin hefjast föstudag- inn 14. nóvember og eru alla föstudaga og laugardaga til og með 13. desember. Nánari upplýsingar má annars finna á vefsíðunni www. jolahladbord.is. - hs Aðventan er tími kræsinga. Jólahlaðborðin eru nú í fullum gangi og svangir sælkerar hafa úr nógu að velja. „Ég hef farið á jólahlaðborð á Lækj- arbrekku árum saman og finnst þetta jólalegasta jólahlaðborðið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson þegar hann er inntur eftir því hvert hann sæki í góðan mat á aðventunni. „Þarna er allt svo jólalegt. Húsið, kertaljósin og matreiðslan á þessum stað er til fyrirmyndar og þjónustan einstök. Ég hef farið víða á jólahlaðborð gegnum tíðina og í hvert skipti sem ég fer á aðra staði sannfærist ég um að þarna sé besta jólahlaðborðið. Stund- um höfum við notað tækifærið og haldið upp á afmæli sonar míns á jólahlaðborðinu en hann á af- mæli í desember. Svo eigum við það til að spandera á okkur einni til tveimur heimsóknum í viðbót þegar þannig viðrar.“ Hrafn segir nautatunguna og hangikjötið einstaklega gott. Mat- reiðslumenn Lækjarbrekku séu líka fremstir í að lagera hátíða- síld. „Ég er mikill síldarmað- ur. Íslendingar hafa aldrei verið góðir í að lagera síld en þarna er hún mjög góð. Annars fer ég ekki mikið út á veitingastaði en heim- sæki stundum Hamborgarabúllu Tómasar með syni mínum. Hann er á þessum hamborgaraaldri. Þar fær maður líka bestu nautasteik í bænum sem ég er ekki viss um að margir viti af, alveg hræódýr.“ Spurður hvort hann sé fastheld- inn á hefðir á aðventunni segist hann á árum áður oft hafa farið til Kaupmannahafnar fyrir jólin. Þá hafi hann skellt sér á julefrokost og í Tívolíið og stundum höggvið jólatré uppi í Heiðmörk þegar það var leyft. „Annars er ég anarkisti og ekki mikið fyrir hefðir. Aðalhefðin er sú að hafa enga hefð og sú hefð að fara á jólahlaðborðið á Lækj- arbrekku er undantekningin sem sannar regluna. Það er bara svo gott.“ - rat Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður sækir jólahlaðborðið á Lækjar- brekku á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lækjarbrekka í jólabúningi FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólalegast á Lækjarbrekku Á Hótel Örk er boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð með skemmtun og lifandi tónlist. MYND/HÓTEL ÖRK Gæðastundir fjarri skarkala borgarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.