Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 3barnabækur ● fréttablaðið ● Næðisstundir þar sem börn og foreldrar lesa saman eru ekki einasta ljúfar heldur börnum einnig mikilvæg hvatning til lestrarnáms og bókaáhuga. „Lestrarstundir foreldra og barna næra sambandið, enda er fátt sem jafnast á við það að lesa saman og spjalla,“ segir Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Anna kennir meðal annars áfanga í barnabókmenntum og þróun læsis hjá ungum börnum, og lætur sig því umgengni barna við bækur miklu varða. Mikill hraði og langur vinnu- dagur hafa verið einkennandi fyrir íslenskt samfélag síðustu ár. Anna segir að næðisstundir séu öllum hollar, jafnt foreldrum og börnum, enda stuðla þær að því að ná ró á heimilið. „Slík- ar stundir eru kannski sérlega mikilvægar um þessar mundir þegar það ríkir mikil streita og kvíði á mörgum heimilum lands- ins. Það þarf að reyna að hlífa börnunum við þessu andrúms- lofti og þá er gott að taka bók og eiga góða stund saman. Það gefur börnunum einnig möguleika á að upplifa líkamlega nálægð við for- eldra sína, sem skapar barninu ör- yggiskennd. Það getur jafnframt verið gott að reyna að eiga dag- lega lestrarstund með börnunum Kristín Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur heldur mikið upp á Línu langsokk en hún segist hafa orðið margs vísari í lífsspekideild Astridar Lindgren og Línu. „Lína langsokkur er mín uppáhaldsbók allt frá því að ég kynnt- ist henni fyrst þegar ég fékk hana í gjöf á níu ára afmælinu. Hún kennir svo ótal margt og styrkir. Hún minnti mig á að stelpur væru sterkar og gætu jafn- vel verið sterkastar − dálítið sem okkur öllum er hollt að heyra reglu- lega,“ segir Kristín Helga glaðlega og bætir við: „Lífsspekideild Astridar og Línu kennir líka nemendum sínum að óttast ekki andstæðinga þótt ofurstórir gætu virst í fyrstu. Valdsmanns- legum kraftajötnum er jafnvel hægt að kollvarpa svo þeir liggi afvelta eins og litlir grísir. Þá kenndi Lindgren, og kennir enn, að leita fjársjóða á ólíklegustu stöðum því ekki er allt sem sýnist og fegurðin og fjársjóðirnir leyn- ast þar sem síst er von á og finn- ast ekki endilega í kistu fullri af gullpeningum.“ Fjórða bókin um Fíusól lítur nú dagsins ljós en hún hefur fylgt Kristínu Helgu í dágóð- an tíma. „Fíasól er níu ára gamall hugmynda- flugmaður og flækju- haus sem býr í Græna- lundi í Grasabæ. Í nýj- ustu bókinni sem heitir Fíasól er flottust fáum við splunkunýjar fréttir. Fía sól lendir til dæmis í lygilegu sjó- ræningjarugli. Hún heldur upp á tækja- lausa daginn og fer í endalausa útilegu. „Fíasól er flottust“ er fjórða bókin um Fíu- sól og fjölskyldu hennar og höf- undarnir eru ferlega montnir af því að krakkar hafa tvisvar sinn- um sæmt bækurnar um Fíusól Bókaverðlaunum barna,“ segir Kristín Helga að lokum brosandi en hún skrifar textann og Halldór Baldursson myndskreytir. - hs Lína kennir og styrkir UPPÁHALDSBÓKIN Kristín Helga Gunnars- dóttir segir Línu langsokk sífellt koma sér til hjálpar í erfiðum aðstæðum og ákvarðanatökum. FRÉTTA BLA Ð IÐ /STEFÁ N Þroskandi og góðar lestrarstundir Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir segir lestrarstundir foreldra og barna nauðsynlegar til að vekja áhuga barna á bókmenntum og hvetja þau í lestrarnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI áður en þau fara að sofa. Þannig er hægt að gefa barninu tíma til að róa sig niður fyrir svefninn, sem leiðir til þess að það sefur betur.“ Flestir foreldrar hafa mikinn áhuga á lestrarframvindu barna sinna. Gott er að vekja áhuga barna á því að læra að lesa með því að kynna þau fyrir spennandi og áhugaverðum sögum. „For- eldrar eru fyrstu lestrarkennarar barna sinna og geta gert mikið til að hjálpa börnum af stað í lestrar- námi,“ segir Anna. „Þó að foreldr- ar kenni börnunum sínum ekki bókstafina samkvæmt kúnstar- innar reglum, þá er öll umgengni við bækur og texta mikilvæg í for- eldrahúsum. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir heima eru fyrri til að læra að lesa en önnur börn vegna þess að ýtt hefur verið undir áhuga þeirra á stöfum og ritmáli. Foreldrar geta að auki verið góðar fyrirmyndir með því að lesa sjálfir sér til ánægju. Börn þurfa að sjá að bækur séu hafðar um hönd á heimilum og að lestri sé sýnd bæði virðing og áhugi.“ Þó svo að lestrarstundir for- eldra og barna séu bæði þrosk- andi og góður skóli leggur Anna áherslu á að ekki megi gleyma því að þær eru líka skemmtilegar. „Það er gaman að lesa góða bók; hún getur gefið barni tækifæri til að skoða lífið frá ýmsum sjónar- hornum sem það kynnist kannski ekki annars.“ - vþ Bækur sem hafa notið vinsælda meðal barna undanfarin ár hafa oft verið byggðar á tölvuleikj- um, bíómyndum og sjónvarpsþátt- um. Þegar kemur að því að velja bækur fyrir börnin víkja þær gömlu oft fyrir þeim nýju en ekki má gleyma að klassísk ævintýri Hans Christians Andersen standa fyrir sínu enn þann dag í dag. Frumlegar og einlægar sögur danska rithöfundarins skapa æv- intýraveröld fyrir börn jafnt sem fullorðna og fallega myndskreytt- ar bækurnar og vel þýddur texti ýta undir hugmyndaflug barna. Ævintýri H.C. Andersen, þar á meðal Ljóti andarunginn, Litla stúlkan með eldspýturnar, og Nýju fötin keisarans, eru klassísk og hafa notið mikilla vinsælda víðs vegar um heiminn enda verið þýdd á mörg tungumál. - aóv Úti er ævintýri H. C. Andersen höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. Einar Áskell og Snúður og Snælda hafa stytt mörgum íslenskum börnum stundirnar. ÁLFAR OG MENN NÝ SPIDERWICKBÓK! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is ALGER FREKJUDÓS!Hugljúft ævintýri um samskipti manna og álfa eftir Guðnýju S. Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Júlía Guðmundsdóttir, myndskreytti bókina þegar hún var níu ára. Kemur út á föstudaginn. Frábær saga um litla frekjudós sem lærir á endanum mikilvæga lexíu. Bráðskemmtileg saga um stelpu sem veit ekkert hvað hún á að gera við skapið í sér. NÝR SKELMIR ENN BETRI! Sjálfstætt framhald fyrstu bókarinnar um Skelmi Gottskálks sem kom út í fyrra og notið hefur mikilla vinsælda. Hörkuspennandi unglingabók. Nýjasta bókin í hinum geysivinsæla Spiderwick- bókaflokki. Æsispennandi ævintýri handa krökkum á aldrinum 7-14 ára. NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.