Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Er þessari ólíkindaþjóð við-bjargandi? Hún stekkur á hvert agn sem heimsbyggðin dreg- ur yfir Atlantshafið, hvort sem það er Sodastream eða flatskjáir og síðan þegar hún hefur kok- gleypt það skammast hún sín fyrir bitann. Svo stekkur hún úr sjóstakknum þegar hún eygir von um betri veiði á öðrum miðum. Þá setur hún á sig bindið og selur verðbréf og norðurljós. Sjóferð sú endaði með því að stórþjóðir eru með háfinn á eftir okkur og ætla víst ekki að linna látum fyrr en við verðum roð- og féflett. Og þá finnst okkur nú við hæfi að fara í sjóstakkinn aftur. HEILL kór sérfræðinga hefur undanfarna daga verið að reyna að vísa okkur veginn í hremming- unum. Þeir hafa þó hingað til gert lítið annað en rugla mig í ríminu þar til á sunnudag. Þá heyrði ég í einum sérfræðingnum enn. Hann var reyndar ekki að tala um okkur Íslendinga heldur ýmsar froska- tegundir. Þó að þessar verur hafi ekkert með bankahrunið að gera þá er saga þeirra slík að hún sann- færir mig um að við eigum eftir að komast í gegnum þetta og jafnvel nokkru ríkari en við vorum áður en þrautagangan hófst. ÞESSI sérfræðingur er David Attenborough og nálgun hans er afar athyglisverð. Hann gerir sér strax grein fyrir því hvaða líf- færum, limum og eiginleikum hver froskur býr yfir og því næst spyr hann hvernig honum áskotn- aðist það allt saman. Og alltaf er það sama sagan; þeir þróa þetta með sér til að ná í æti sem er þeim næstum jafn nauðsynlegt og flatskjárinn er okkur Íslend- ingum. Eins þurfa þeir svo að þróa með sér eiginleika til að komast undan öðrum dýrum svo þeir verði ekki sjálfir að bráð. Nokkrir hafa reddað þessu með því að verða eitraðir en aðrir eru á litinn eins og laufblöðin þar sem þeir dvelja löngum. Eins segja ævintýrin að þeir geti tekið stökkbreytingum ef vel er gert við þá en það er önnur saga. ÞRÓUNIN er nefnilega örlát við þá sem stökkva á eftir freist- ingunni, aðlagast hratt og þurfa að koma sér undan öflugum and- stæðingi. Eitthvað hljótum við því að hafa borið úr býtum sem kemur sér vel í þessum hremm- ingum og ef þær eru jafn herfi- legar og Jón Baldvin segir þá verðum við kannski komin með væng á rófubeinið þegar þær eru afstaðnar. Froskastríðið Í dag er þriðjudagurinn 11. nóvember, 317. dagur ársins. 9.44 13.12 16.38 9.43 12.56 16.09 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is MM Pajero Intense Dísel Nýskráður júlí 2007 Sjálfskiptur Ekinn 45.000 km. Nýskráður júní 2006 Sjálfskiptur Ekinn 64.000 km. Nýskráður október 2005 Sjálfskiptur Ekinn 65.000 km. Ásett verð: 5.550.000 Tilboðsverð: 4.440.000 Ásett verð: 6.250.000 Tilboðsverð: 4.990.000 Ásett verð: 2.950.000 Tilboðsverð: 2.360.000 VW Touareg V6 TDi Kia Sorento Dísel ERT ÞÚ Í BÍLAHUGLEIÐINGUM? Nú bjóðum við vandaða, næstum nýja jeppa, t.d. Mitsubishi Pajero, Volkswagen Touareg, Kia Sorento og Audi Q7, á 20% afslætti frá ásettu verði. Komdu í heimsókn og kynntu þér frábært verð á næstum nýjum jeppum. Við erum í samningaskapi! Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is notadirbilar@hekla.is Sjáðu auglýsinguna á www.heklanotadirbilar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.