Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 11. nóvember 2008 23 HANDBOLTI Aron Pálmarsson hefur byrjað feril sinn í efstu deild með miklum látum, það er ekki nóg með að þessi 18 ára FH-ingur sé búinn að skora 8,5 mörk að meðal- tali í fyrstu sjö leikjum sínum í efstu deild þá hefur hann leitt FH- inga á toppinn og hjálpað liðinu til sigurs í fjórum af fyrstu sjö leikj- um. Frammistaða hans hefur strax vakið upp vangaveltur um hvort hún eigi nokkra líka meðal bestu handboltamanna Íslands síðustu áratugi. Það er einkum þrír kappar sem geta talist vera í sama flokki og Aron þegar kemur að markaskor- un á sama aldri í efstu deild. Þetta eru þeir Arnór Atlason, Ragnar Óskarsson og Kristján Arason en þeir voru þó allir nokkuð frá þeim tölum sem Aron er að skila þessa dagana. Arnór, Kristján og Ragnar Arnór Atlason er sá sem kemst næst Aroni en hann skoraði 6,68 mörk að meðaltali með KA vetur- inn 2002-03 þar 7 mörk að meðal- tali í leik í fyrstu sjö leikjunum. Arnór var byrjaður að spila í deildinni mjög snemma og var sem dæmi með 5,3 mörk að meðal- tali í leik árið á undan en þá varð KA einmitt Íslandsmeistari undir stjórn föður hans Atla Hilmars- sonar. Arnór spilaði sína fyrstu leiki síðan veturinn 2000-01 þá aðeins sextán ára gamall. Kristján Arason er ein allra skærasta handboltastjarnan sem hefur komið upp úr yngri flokkum FH og Kristján var far- inn að spila mjög stórt hlutverk á sama aldri og Aron. Þegar Kristján var átján ára gamall, tímabilið 1979-80, skoraði hann 87 mörk í 14 leikjum eða 6,21 mörk í leik. Kristján náði því þá að verða markakóngur deildarinnar en hann skoraði þá 11 mörkum meira en næsti maður á listanum. FH-liðið endaði í 2. sæti í deildinni á eftir Víkingi. Kristján lék sína fyrstu leiki tímabilið á undan og var þá með 21 mark í 7 leikjum eða 3,0 að meðaltali í leik. Ragnar Óskarsson var kominn í stórt hlutverk hjá ÍR-ingum 18 ára gamall og skoraði 120 mörk í 22 leikjum með ÍR-liðinu tímabilið 1996-97 eða 5,45 að meðaltali í leik. Ólíkt þeim Aroni, Arnóri og Kristj- áni þá var lið hans ekki að berjast um efstu sætin heldur í harðri fall- baráttu. Framganga Ragnars átti aftur á móti mikinn þátt í að ÍR bjargaði sér frá falli. Partrekur og Héðinn Patrekur Jóhannesson og Héðinn Gilsson voru eins og Aron komnir mjög fljótt inn í A-landsliðið sem og í stórt hlutverk hjá sínum félög- um á þessum aldri. Héðinn skoraði 4,4 mörk að meðaltali með FH 1986-87 og Pat rekur var með 3,14 mörk að meðaltali í leik með Stjörnunni 1990-91. Leikstjórnendurnir Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Sigurður Gunnarsson hafa allir spil- að stór hlutverk með íslenska landsliðinu en 18 ára gamlir voru þeir talsvert á eftir Aroni. Dagur (Valur 1991-92) skilaði þó mun meira en hinir eða 3,95 mörkum í leik, Snorri Steinn Guðjónsson (Valur 1999-2000) skoraði 2,07 mörk í leik en Sigurður (Víkingur 1977-78) fékk lítið að spila með hinu sterka liði Víkinga. Logi, Ólafur og Guðjón Logi Geirsson hefur tekið Aron eiginlega í fóstur og sér líklega sjálfan sig í stráknum. Logi var þó langt á eftir Aroni þegar hann spilaði með FH 18 ára gamall tímabilið 2000-01. Logi skoraði þá 16 mörk í þeim 6 leikj- um sem hann spilaði eða 2,67 mörk í leik. Ólafur Stefánsson er marka- hæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi en á sama aldri var Ólafur aðeins í aukahlutverki í sterku liði Vals. Ólafur skoraði þannig bara 1,68 mörk að meðaltali með Val tímabilið 1991-92. Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með Gróttu/KR í 2. deildinni á sama aldri og skor- aði þá 6,25 mörk í leik en hann var með 2,00 mörk að meðaltali á sínu fyrsta ári í efstu deild árið á undan. Árið eftir var Guðjón Valur kom- inn aftur í efstu deild en þá með KA þar sem hann skoraði 1,39 mörk að meðaltali í leik. Eins og sést á þessarri upptalingu er frammi- staða Arons Pálmars- sonar einstök þegar kemur að jafn- öldrum hans í enda ekki algengt að leikmenn nái að skora meira en átta mörk að meðaltali í leik hvað þá þegar þeir eru aðeins átján ára gamlir. ooj@frettabladid.is 2,0 MÖRK Í LEIK Guðjón Valur Sigurðs- son, 17 ára Gróttumaður 1996-2007. 2,1 MÖRK Í LEIK Snorri Steinn Guðjónsson, 18 ára Valsari 1999-2000. 5,5 MÖRK Í LEIK Ragnar Óskarsson, 18 ára ÍR-ingur 1996-97. 6,2 MÖRK Í LEIK Kristján Arason, 18 ára FH-ingur 1979-80. 6,7 MÖRK Í LEIK Arnór Atlason, 18 ára KA-maður 2002-03. Aron slær öllum stjörnunum við FH-ingurinn Aron Pálmarsson er búinn að skora 59 mörk í fyrstu 7 leikjum sínum í N1 deild karla í hand- bolta. Hann er að skora talsvert meira en stærstu stjörnur íslenska handboltans gerðu á sama aldri. 1,7 MÖRK Í LEIK Ólafur Stefánsson, 18 ára Valsari 1991-92. MÖRK Í LEIK - ÁTJÁN ÁRA Aron Pálmarsson 8,5 Arnór Atlason 6,7 Kristján Arason 6,2 Ragnar Óskarsson 5,5 Héðinn Gilsson 4,4 Dagur Sigurðsson 3,9 Patrekur Jóhannesson 3,1 Valdimar Grímsson 2,8 Logi Geirsson 2,7 Snorri Steinn Guðjónsson 2,1 Guðjón Valur Sigurðsson 2,0/1,4* Ólafur Stefánsson 1,7 * Lék ekki í efstu deild en þetta eru tölur frá tímabilunum á undan/eftir. 8,5 MÖRK Í LEIK Aron Pálm- arsson, 18 ára FH-ingur 2008-09. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. FÓTBOLTI Fjórða umferð enska deildarbikarsins hefst í kvöld með fimm leikjum en þar ber hæst viðureignir Arsenal og Wigan annars vegar og Manchester United og QPR hins vegar. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun halda sínu striki hvað varðar deild- arbikarinn og gefa ungum og efnilegum leik- mönnum félagsins tæki- færi en það hefur gefið sig afar vel hingað til. Arsenal slátraði Sheffi- eld United 6-0 í þriðju umferð keppninnar en þá fór hinn nítján ára gamli Carlos Vela frá Mexíkó á kostum og skoraði þrennu. Hann verður í byrjunarliði Ars- enal í kvöld. „Hann hefur náttúrulega hæfileika, er snöggur, tækni- lega góður og fljótur að hugsa. Nú vantar bara að hann sýni þessa grimmd og keppnishörku sem kemur með reynslunni og ég er sannfærður um að þá verði hann leik- maður á heimsmæli- kvarða,“ segir Wenger. Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, hefur einnig gefið það út að hann ætli að gefa ungum leik- mönnum tækifæri gegn QPR. „Ég mun pottþétt gefa ungum leikmönnum tæki- færi og fylla svo upp í liðið með leikmönnum úr aðallið- inu en þeir ungu leikmenn sem munu spila eru; Jonny Evans, Rodrigo Possebon, Darron Gibson, Danny Welbeck og Rafael da Silva,“ segir Fergu- son en sá síðasttaldi skoraði ein- mitt glæsilegt mark fyrir United í tapleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi. - óþ Arsenal og Manchester United í eldlínunni í enska deildarbikarnum í kvöld: Tækifæri guttanna að skína RAFAEL DA SILVA Er að koma sterkur inn hjá United. NORDIC PHOTOS/AFP CARLOS VELA Verður í fram- línu Arsenal í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.