Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 22
 11. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð Hin ýmsu menningarfélög standa fyrir jólaskemmtunum. Menningarfélög fólks af erlend- um uppruna standa oftar en ekki fyrir hinum ýmsu jólaskemmtun- um á aðventunni. Filippseyska félagið verður til að mynda með jólaskemmt- un laugardaginn 13. desember í Flensborgarskólanum í Hafnar- firði. Skemmtunin hefst klukkan 18 og stendur fram á nótt. Í kring- um 200 til 250 manns hafa mætt á sams konar skemmtanir undan- farin ár. Í ár verður boðið upp á hlaðborð þar sem allir leggja sitt af mörkum, og þá bæði íslenskan og filippseyskan mat. Þá heldur Sænsk-íslenska fé- lagið jólaskemmtun í Norræna húsinu að vanda en þar verður hægt að gæða sér á heimagerðum sænskum jólamat á hlaðborði sem gestirnir eiga heiðurinn að. Fleiri menningarfélög standa fyrir svip- uðum veislum en upplýsingar um þær má nálgast hjá Alþjóðahús- inu. - ve Jólaskemmtanir fólks af erlend- um uppruna Kona með barn undir belti þarf að velja af gaumgæfni það sem hún leggur sér til munns. Konur með barni finna flestar fyrir óslökkvandi löngun í ákveð- inn mat, verða fljótt svangar og kunna það eina dugandi ráð að slá á morgunógleði með því að næra blómstrandi kroppinn á því sem hugurinn girnist. Þær eru því staddar í gósenlandi við jólahlað- borðið, þar sem borðið svignar undan girnilegum forréttum, aðal- réttum og eftirréttum, en þó ber þar margt að varast og við sumu sælkerafæðinu liggur hreinlega blátt bann. Ófrískar konur mega alls ekki borða hráan fisk, eins og krydd- legna síldarrétti, grafinn eða kald reyktan fisk, skelfisk, svart- fugl eða hvers kyns hrátt kjöt, lifr- arkæfu eða paté, ógerilsneydda mjólk eða hrá egg sem leynast í velflestum ábætisréttum og ís. Þá er barnshafandi konum ráðlagt að skola vel ávexti og grænmeti áður en þær neyta þeirra. Gangið því hægt um gleðinnar matardyr og hugsið ávallt um litla krílið sem dafnar í kúlunni áður en fyrir freistingum fallið. - þlg Bannað fyrir barnshafandi Einn staðfastasti og ljúfasti ábætisréttur íslenskra jólahlað- borða er möndlugrautur í eleg- ant útgáfu undir nafninu riz à l´amande. Á mörgum íslenskum heimil- um er áralöng hefð fyrir möndl- ugraut í hádeginu á aðfangadegi jóla, en þá er um sparilegan grjónagraut að ræða, sem soð- inn hefur verið í rjómablandi og í pottinum falin mandla sem geymir góðan glaðning fyrir þann sem hlýtur möndluna á diskinn sinn. Þetta er einkar vinsælt meðal yngri fjölskyldu- meðlima og slær á óbærilegan spenning sem fylgir eftirvænt- ingu og bið eftir jólapökkunum. Riz à l´amande er svo enn fínna afbrigði af möndlugraut þar sem hrísgrjón eru soðin í rjómablandi með vanillustöng og í ábætinn bætt við þeytt- um rjóma, ristuðum möndlum, kirsuberjasultu, ferskum kirsu- berjum og jafnvel hvítu súkku- laði áður en framreitt er. - þlg Möndlugrautur með glaðningi Riz à l´amande í sparibúningi. LAGERSALA! 50 - 80% afsláttur! Vandaðir sólbekkir, verð frá kr. 11.960,- IKEA Marel Kaplakriki LAGERSALA Vesturhrauni 3 Molduhraun Garðabæ Signature borð og 4 stólar (áður kr. 97.500,-) Inni/úti ísar 30x30cm (áður kr. 1.980,- pr m2) 19.500,- 990,- Vönduð garðhúsgögn frá Sac- caro, Sun Furniture, Garden Signature og Royal Teak Ótrúlegt úrval Ótrúleg verð Aðeins opið í nokkra daga Verðdæmi: Nú aðeins kr. Nú aðeins kr. Lagersala Signature er einungis að Vesturhrauni 3 í Garðabæ. Grípið tækifærið! OPIÐ: Virka daga frá kl. 13 - 18 Um helgina frá 13 -17 Sími 565 3399 13.990,- Nú aðeins kr. Granítísar, svartar, 15mm þykkar, stærð 60x100cm (áður 27.980,- pr m2)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.