Fréttablaðið - 11.11.2008, Qupperneq 14
14 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Töluvert hefur verið fjallað um aðkomu mína að þeirri
ákvörðun stjórnar Kaupþings að
fella niður persónulegar ábyrgðir
starfsmanna bankans vegna lána
sem tekin voru vegna kaupréttar-
samninga. Í ljósi umræðunnar
finnst mér rétt og eðlilegt að ég
geri grein fyrir þeim áherslum
sem ég hafði að leiðarljósi meðan
ég sat í stjórn bankans.
Ég var kosinn í stjórn Kaup-
þings í apríl 2001. Þá höfðu
lífeyrissjóðirnir fjárfest
umtalsvert í bankanum og því
þótti eðlilegt að fulltrúi þeirra
tæki sæti í stjórn hans. Mér
fannst ekki stætt á öðru en
þiggja stjórnarsetuna til þess að
standa vörð um hagsmuni
sjóðanna, ekki síst Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna.
Eins og kunnugt er fóru miklir
uppgangstímar í hönd með
launagreiðslum sem voru þvert á
launastefnu VR. Því gat ég ekki
annað en setið hjá við atkvæða-
greiðslu stjórnar um verulegar
launahækkanir og kaupréttará-
kvæði til stjórnenda bankans og
lét færa til bókar á stjórnarfundi
6. nóvember 2003 að ég gæti ekki
stutt þess ákvörðun. Ákvörðunin
var engu að síður samþykkt af
meirihluta stjórnarinnar. Lagði
ég þá til að ákvörðunin yrði lögð
fyrir hluthafa sem var gert og
var hún samþykkt mótatkvæða-
laust á aðalfundi bankans árið
2004. Á þessum tíma lá ég ekki á
skoðunum mínum og ritaði m.a.
tvo leiðara í VR blaðið um laun
æðstu stjórnenda fyrirtækja, í
febrúar 2004 og í maí 2006, auk
greinar í Morgunblaðið 22. júlí
2006 um lýðræði í lífeyrissjóðun-
um.
Þrátt fyrir fyrrnefnda bókun
mína og skrif kom fram gagn-
rýni á setu mína í stjórn bank-
ans, einkanlega vegna þeirra
launakjara sem þar voru í boði.
Það var erfitt að vinna að
heilindum fyrir VR og sitja um
leið undir gagnrýni. Ég taldi þá
rétt að aðrir en ég tækju
ákvörðun um áframhaldandi
stjórnarsetu mína í bankanum.
Samkvæmt lýðræðislegum
starfsháttum VR bar ég það upp
á fundi trúnaðarráðs og trúnað-
armanna VR í janúar 2004 hvort
ég nyti trausts til setu í stjórnum
fyrirtækja og banka fyrir hönd
lífeyrissjóðsins. Niðurstaðan var
afgerandi, rúmlega 70% fundar-
manna töldu að formaður VR
ætti að standa vörð um hags-
muni lífeyrissjóðsins og þá um
leið félagsmanna í VR. Í skjóli
þessa trausts félaga minna hélt
ég áfram stjórnarsetu í Kaup-
þingi.
Samkvæmt samþykki stjórnar
og aðalfundar Kaupþings voru
hagsmunir bankans tengdir við
hagsmuni starfsmanna með
þeim kaupréttarákvæðum sem
ég greiddi ekki atkvæði með. Á
stjórnarfundinum 25. september
sl. þegar forstjóra bankans var
heimilað að fella niður persónu-
legar ábyrgðir starfsmanna
bankans samþykkti ég þá
ákvörðun með hagsmuni
umbjóðenda minna að leiðar-
ljósi, en á þeim tíma var eign
lífeyrissjóðanna í bankanum um
60 milljarðar króna og þá eign
bar mér að verja.
Ákvörðunin var tekin til þess
að koma í veg fyrir að starfs-
menn seldu bréf sín en það var
talið geta skaðað bankann á
þessum viðkvæma tímapunkti.
Þegar þessi ákvörðun var tekin
voru engin teikn á lofti um það
sem síðar gerðist. Þeir stjórnar-
menn sem áttu hagsmuna að
gæta viku af fundi meðan
ákvörðunin var tekin. Á fundin-
um sem tók þessa ákvörðun voru
þrír lögfræðingar, Helgi
Sigurðsson, hæstaréttarlögmað-
ur og lögfræðingur bankans,
stjórnarmennirnir Ásgeir
Thoroddsen hæstaréttarlögmað-
ur og Bjarnfreður H. Ólafsson,
héraðsdómslögmaður og töldu
þeir ákvörðunina lögmæta.
Hafði ég enga ástæðu til að
vefengja álit þeirra. En rétt er
að geta að síðar hafa fleiri
lögfræðingar tekið undir skoðun
þeirra.
Ákvarðanir eru teknar miðað
við þær forsendur sem liggja
fyrir á hverjum tíma. Ég er
þeirrar skoðunar að þessi
ákvörðun hafi verið rétt þegar
hún var tekin. Staða Kaupþings
var sterk og eignir starfs-
mannanna að ég best vissi hærri
en skuldir þeirra og bankanum
lítil hætta búin þótt gengi
bréfanna hefði fallið um nokkur
prósentustig til viðbótar.
Óeðlilegt er að meta þessa
ákvörðun stjórnar Kaupþings í
ljósi þess sem síðar gerðist með
setningu neyðarlaga og gjör-
breyttu starfsumhverfi bankans.
Fram hefur komið að konan
mín og ég áttum hlutabréf í
Kaupþingi. Í hlutafjáraukningu
Kaupþings á árinu 2004 keypti
ég hlutabréf fyrir 123.000
krónur og eiginkona mín fyrir
340.000 krónur. Að auki varði ég
launum mínum sem stjórnar-
maður í Kaupþingi til hlutafjar-
kaupa í bankanum. Við hjónin
áttum samtals rúmlega 8
milljónir króna í hlutabréfum í
Kaupþingi við fall bankans.
Þessi hlutabréf voru að fullu
greidd og engin lán tekin við
kaup þeirra og þar af leiðandi
engar ábyrgðir felldar niður.
Ég mun áfram starfa að
heilindum fyrir félagsmenn VR
og met mikils þann stuðning sem
ég hef fengið bæði frá stjórn,
trúnaðarráði og trúnaðarmönn-
um og fjölda félagsmanna.
Ýmsir félagsmenn hafa gagn-
rýnt ákvörðun mína en ég hef
reynt eftir fremsta megni að
svara spurningum þeirra og
athugasemdum á heiðarlegan
hátt. Því mun ég halda áfram á
næstunni auk þess að ræða
opinskátt við VR félaga á
vinnustaðafundum.
Höfundur er formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur.
Yfirlýsing frá
Gunnari Páli Pálssyni
Hrunið kerfi
Þeim sem höfðu gert sér vonir um ný
vinnubrögð á Nýja Íslandi var kippt
harkalega á jörðina með skipan nýju
bankaráðanna, þar sem farin var
sú gamla leið að hver flokkur otaði
sínum fulltrúa að. Sigurður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur telur að
þessi vinnubrögð sýni að stjórnmála-
kerfið sé hrunið án þess að forystu-
menn flokkanna hafi orðið þess
varir: „Ég hef enga sérstaka skoðun
á stjórnarmönnunum,“ skrifar
Sigurður Gylfi á vefritið Kistuna,
„en finnst hins vegar óskiljanlegt
að forystufólk flokkanna skuli
hafa verið svo skyni skroppið
– eiginlega veruleikafirrt – að átta
sig ekki á að fólkið í landinu er
búið að fá meira en nóg af svona
aðferðum, svona vinnubrögðum.“
Baðstofan blífur
Grein Árna Þórs Sigurðssonar, þing-
manns Vinstri grænna, í Morgun-
blaðinu í gær, er ekki til þess fallin
að hrekja bölspá Sigurðar Gylfa. Árni
Þór segir að leiðin fyrir Íslendinga út
úr vandræðunum sé að við trúum á
sjálf okkur, landsins
gagn og gæði
og ræktum
menningu okkar
og tungu. Með
öðrum orðum,
stúderum Hart í
bak og Snorra
Hjartarson. Þá
fer allt vel.
Eitthvað að misskilja
Geir H. Haarde, meintur forsætis-
ráðherra, hafði friðsamleg mótmæli
þúsunda manna á Austurvelli um
helgina að engu í Morgunblaðinu
í gær. Geir kvaðst ekkert hafa við
það að athuga ef fólk vildi mótmæla
en gera þyrfti greinarmun á
mótmælum og skrílslátum,
og kaus þar með að einblína
á fámennan hóp sem kastaði
matvælum að þinghúsinu.
Hafi Geir ekki áttað sig
á því er nú rétti tím-
inn til að sýna auð-
mýkt. Og hafi Geir
ekki áttað sig á því,
þýðir auðmýkt ekki
undirgefni gagnvart
sterkefnuðum.
bergsteinn@frettabladid.is
GUNNAR PÁLL PÁLSSON
Í DAG | Kaupréttarsamningar
Kaupþings
Á stjórnarfundinum 25. sept-
ember sl. þegar forstjóra bank-
ans var heimilað að fella niður
persónulegar ábyrgðir starfs-
manna bankans samþykkti ég
þá ákvörðun með hagsmuni
umbjóðenda minna að leiðar-
ljósi, en á þeim tíma var eign
lífeyrissjóðanna í bankanum
um 60 milljarðar króna og þá
eign bar mér að verja.
Blaðberinn bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
®
Í
dag eru liðnir 36 dagar frá setningu neyðarlaga Alþing-
is vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, eins og
það var orðað. Fimm vikur eru sem sagt liðnar frá því allt
fór á hliðina. Ríkið yfirtók bankana, stærstu félög lands-
ins óskuðu eftir greiðslustöðvun og risavaxnar skuldir í
útlöndum á ábyrgð þjóðarinnar skutu upp kollinum.
Fyrstu daga hrunsins var atburðarásin ógnarhröð og stór-
brotin. En nú er sú staða gjörbreytt. Hver dagur er öðrum
líkur. Ekkert virðist þokast áfram í þeim málum sem skipta
mestu máli.
Samfélagið bíður með öndina í hálsinum eftir merkinu um að
nú sé tímabært að taka saman höndum, ryðja rústirnar og hefja
uppbygginguna.
Sá tími virtist vera runninn upp fyrir rúmlega hálfum mán-
uði, föstudaginn sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra
tilkynntu um að ákveðið hefði verið að leita til Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
Það reyndist misskilningur. Þess í stað er eins og þjóðin sé
lent í sinni eigin útgáfu af Groundhog Day, bíómyndinni með
Bill Murray um veðurfréttamanninn sem festist í smábænum
Punxsutawney og upplifir sama daginn aftur og aftur og aftur.
Karakter Murrays vaknar upp við sama lagið í útvarpinu
hvern morgun, horfir á sama nagdýrið skríða úr holu sinni og
gengur fram hjá sama rónanum hvern dag. Í íslensku útgáfunni
eru í sömu hlutverkum: Icesave, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
lán, sem koma og hverfa jafnharðan aftur, ýmist frá Rússlandi,
Norðurlöndunum eða Japan. Og svo auðvitað forsætisráðherr-
ann okkar, sem birtist helst á sjónvarpsskjám landsmanna til
að segja hvað sé ekki tímabært. Samkvæmt honum er ekki
tímabært að ræða aðild að Evrópusambandinu, að skoða hvort
skipta eigi um gjaldmiðil, að leysa stjórn Seðlabankans frá
störfum, né ræða hvort eigi að flýta alþingiskosningum.
Það er eins og forystumenn landsins átti sig ekki á því að
eftirspurnin eftir svörum við því hvað eigi að gera hefur aldrei
verið meiri.
Það er hættulegt að láta dag eftir dag líða án sjáanlegrar
framvindu. Doðinn er farinn að hríslast um æðar samfélagsins
og upp frá honum getur magnast illviðráðanleg reiði.
Snemma í sumar var kallað eftir leiðsögn frá stjórnmála-
mönnum í gegnum þá erfiðleika sem þá voru við sjóndeildar-
hringinn. Vandinn varð margfaldur þegar til kom og ekki bólar
enn á leiðsögninni.
Sú tilfinning fer reyndar hratt vaxandi að ríkisstjórnin sé á
mörkum þess að vera í starfhæfu ástandi. Forystumenn lands-
ins verða að fara að láta verkin tala. Það þarf forystu og skýr
skilaboð.
Þessi doði gengur ekki lengur.
Biðin langa eftir merki um að hefja
megi uppbyggingarstarfið.
Doðinn á tímum
óvissunnar
JÓN KALDAL SKRIFAR