Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BRJÓSTAGJÖF er talin auka líkurnar á því að börn fái góð og sterk lungu, ef marka má nýja rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Bandaríkjunum. Talið er að börn sem eru á brjósti í að minnsta kosti fjóra mánuði séu með sterkari lungu en ella. „Ég byrjaði að dansa magadans fyrir um fimm árum. Þá hafði ég aldrei prófað þetta áður, en fann um leið að það var eitthvað við þennan dans sem heillaði mig. Þá varð í raun ekki aftur snúið,“ segir Jóhanna Jónas leikkona, en hún dansar magadans flesta daga vik- unnar, ýmist sem nemandi eða kennari. Spurð um hvað það var sem heill- aði hana við þetta tiltekna dans- form segir Jóhanna að það hafi verið margir þættir, en ekki síst hvað dansinn gerir líkamanum gott. „Magadans er afskaplega góð hreyfing, til dæmis fyrir mjóbakið. Ég hafði átt við mjóbaksvandamál að stríða en þau hurfu fljótlega eftir að ég fór að dansa. Ég hafði verið að leita mér að líkamsrækt sem hentaði mér og það small allt saman þegar ég prófaði maga- dans.“ Til eru þeir sem halda að maga- dans sé ekki nægilega strembin líkamsrækt til að koma iðkendun- um í almennilegt form. Jóhanna segir dansinn þó reyna mikið á. „Maður þarf ekki endilega að vera í góðu formi þegar maður byrjar fyrst að dansa en áreynslan stig- magnast eftir því sem maður fer lengra inn í dansinn. Maður kemst þannig í betra og betra form eftir því sem hreyfingarnar verða flókn- ari.“ Auk þess að dansa gerir Jóhanna ýmislegt til að leggja rækt við heilsuna. „Dansinn hefur verið mín aðallíkamsrækt síðustu fimm ár, en ég fer líka aðeins í ræktina og í tækin öðru hvoru til að styrkja þá líkamshluta sem dansinn nær kannski ekki alveg til. Svo helst það í hendur við líkamsræktina að borða hollan mat; eftir því sem ég kemst í betra form þá sæki ég í hollari og betri mat. Ég finn líka hvað mér gengur betur í dansinum og öðru þegar ég borða vel.“ Magadans hefur notið tals- verðra vinsælda meðal íslenskra kvenna síðustu ár, en íslenskir karlmenn hafa enn lítið látið til sín taka á þessu sviði. Jóhanna segir karlmenn þó vel geta dansað magadans. „Karlar hér á Íslandi hafa ekki enn uppgötvað þennan dans, en karlmenn dansa maga- dans bæði í Egyptalandi og í Tyrk- landi. Það er annar stíll yfir dansi þeirra; hann er náttúrulega karl- mannlegri og það getur verið algerlega magnað að sjá þá dansa.“ vigdis@frettabladid.is Áreynslan stigmagnast Jóhanna Jónas leikkona byrjaði að dansa magadans fyrir fimm árum. Hún tók dansinn þegar föstum tök- um og er í dag forfallinn iðkandi. Hún hefur meira að segja tekið að sér kennslu í Magadanshúsinu. Jóhanna Jónas leikkona segir magadans alhliða og góða hreyfingu fyrir bæði konur og karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* n á t t ú r u l e g a Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Upplýsingar og skráning í síma: 899 5020 eða á eig@heima.is Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum! • Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast! • Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði! Í lok fyrirlestrar fáið þið leiðbeiningar um val á heilsufæði. Innifalið í námskeiði er mappa með uppskriftum og fróðleik. Námskeiðið fer fram þriðjud. 18. nóv. kl. 20-22. í Heilsuhúsinu Lágmúla. Verð aðeins kr. 3.500.- Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi & Akureyri Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar? Veist þú ekki hvar þú átt að byrja? Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUNPatti lagersala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.