Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 11. nóvember 2008 17 timamot@frettabladid.is MATTHÍAS JOCHUMSSON SKÁLD FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1835. „Lífið hefur föst tök á mönn- um svo lengi sem sólin brosir á himninum og einhver vonar- skíma lifir í hjartanu.“ Matthías Jochumsson samdi mörg ritverk og kvæði. Meðal verka hans er leikritið Skugga-Sveinn og kvæðið Lofsöngur sem varð síðar textinn við þjóðsöng Íslands. Í fyrri heimsstyrjöld- inni sammæltust banda- menn um að Pólland yrði sjálfstætt ríki á ný. Þá hafði Pólland ekki verið sjálfstætt í meira en 100 ár. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk, 11. nóvember fyrir 90 árum, varð Pólland sjálf- stætt sama dag. 11. nóv- ember er því fullveldis- dagur Pólverja. Pólland var stór- veldi um 1600 og eitt víðlendasta ríki Evrópu. Veldi þess fór síðan hnignandi. Því er helst um að kenna að konungsveldi ríkisins náði aldrei að verða sterkt heldur höfðu aðalsmenn mikil völd. Í héraðsþingum þeirra þurfti til dæmis bara einn aðalsmann sem vildi rjúfa þing til þess að það yrði leyst upp. Þeir voru líka oft á mála hjá nágrannaríkjum. Pólska ríkið missti smám saman lönd til ná- grannaríkjanna og árið 1795 var Pólland máð út af landakortinu og því skipt milli Prússa, Rússa og Austurríkismanna. Napóleon stofnaði pólskt ríki en eftir ósig- ur hans var ákveðið á Vínarfundinum 1815 að Pólland yrði undir stjórn Rússa. Pólverjar undu hag sínum illa og gerðu oft uppreisn en sjálfstæðir urðu þeir ekki fyrr en fyrri heimsstyrjöldinni lauk. ÞETTA GERÐIST: 11. NÓVEMBER 1918 Pólland verður sjálfstætt ríki á ný Stykkishólmsbær hlaut á laugardag- inn skipulagsverðlaunin 2008 fyrir stefnu og framfylgd á deiliskipulagi. Í deiliskipulaginu, sem nær til gamla miðbæjarins, er sett fram sú megin- stefna að styrkja gamla bæjarkjarn- ann, þétta byggðina og skilgreina bæj- arrými með það að markmiði að bæta við það sem fyrir er fremur en að gera gagngerar breytingar. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir bæinn. „Þetta er mikill heiður og gaman að eftir því skuli vera tekið hversu vel hefur verið staðið að skipulagsmálum hér í bænum. Verðlaunin eru líka mikil hvatning fyrir okkur til að halda áfram á sömu braut.“ Húsakönnun Harðar Ágústssonar frá 1978 var meðal annars höfð að leið- arljósi við vinnslu skipulagsins en að gildandi deiliskipulagi unnu Gláma/ Kím og Landslag. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir að skýr áhersla sé lögð á verndun og varðveislu og að leitað sé samræmis milli bygginga, gatna og götumynda. Jafnframt segir að bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafi með stefnu sinni og framfylgd sýnt fram- sýni og skilning á menningarsöguleg- um og fagurfræðilegum verðmætum á landsvísu. „Við höfum verið að þétta húsarað- ir til að styrkja götumyndir og lagt meginlínur varðandi form, hlutföll og efnisval nýbygginga. Þá fórum við í yfirborðsfrágang eins og að hellu- leggja miðbæinn sem hefur mikið að segja. Nú er unnið að frekara deili- skipulagi meðal annars á hafnarsvæð- unum og hvetja verðlaunin okkur til frekari dáða,“ segir Erla. Skipulagsfræðingafélag Íslands veitir skipulagsverðlaunin annað hvert ár og að þessu sinni í samvinnu við Skipulagsstofnun. Markmið verð- launanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipu- lags á hverjum tíma. Auk verðlaunanna voru að þessu sinni veittar þrjár sérstakar viður- kenningar. Hjálmar Sveinsson, dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og umsjónarmaður Krossgatna, hlaut viðurkenningu fyrir þáttinn en í honum er tekið fyrir efni sem hefur margvís- lega snertingu við skipulagsmál. Hjör- leifur Stefánsson arkitekt hlaut einn- ig viðurkenningu. Hann hefur unnið ötul lega að greiningu og mótun gam- allar byggðar. Þá hlaut Myndlistaskól- inn í Reykjavík viðurkenningu en hann hefur um árabil boðið upp á listasmiðj- ur eða listabúðir fyrir börn og unglinga þar sem nemendur fræðast um hús og borgir og móta hugmyndir sínar í fjöl- breyttan efnivið. vera@frettabladid.is SKIPULAGSVERÐLAUNIN 2008: DEILISKIPULAG STYKKISHÓLMSBÆJAR Verndun og varðveisla byggðar VERÐLAUNAHAFAR Erla Jóhannssdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms, (önnur frá vinstri) tók við verðlaununum í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag en þau Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hjálmar Sveinsson og Hjörleifur Stefánsson hlutu viðurkenningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MERKISATBURÐIR 1831 Nat Turner er hengdur í Virginíuríki í Bandaríkjun- um fyrir að hafa staðið fyrir þrælauppreisn. 1928 Iðnskólinn í Hafnarfirði er stofnaður. 1962 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Leikritið er sýnt 205 sinn- um, fyrir fullu húsi. 1965 Hvíti minnihlutinn í Ród- esíu lýsir einhliða yfir sjálf- stæði frá Bretlandi. 1975 Angóla fær sjálfstæði frá Portúgal. 1992 Enska biskupakirkjan leyfir konum að verða prestar. 2007 Rússneskt olíuskip brotnar í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og veldur miklu tjóni. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, Haraldur Ragnarsson atvinnurekandi, Auðbrekku 32, Kópavogi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa líknar- og vinarfélaginu Bergmál og Krabbameinsfélaginu að njóta þess. Perla María Hauksdóttir Harpa Lind Haraldsdóttir Berglind Haraldsdóttir Ragnar Haraldsson Halla Ósk Haraldsdóttir Róbert Örn Albertsson Sigrún Elín Haraldsdóttir Sigrún Einarsdóttir Ragnar Haraldsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Kristrún Jóhanna Pétursdóttir Austurgötu 23, Keflavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingi Hjörleifsson Hjörleifur Ingason Þorbjörg Sóley Ingadóttir Nikulás Úlfar Másson Guðný Lára Ingadóttir Haukur Holm Eva Björk Úlfarsdóttir Þóra Rún Úlfarsdóttir Ingi Már Úlfarsson Kristrún Úlfarsdóttir Starri Holm Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Helgi Magnússon Hjöllum 13, Patreksfirði, lést þriðjudaginn 4. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Bent er á að laugardaginn 15. nóvember fer ferjan Baldur frá Stykkishólmi klukkan 9.30 og frá Brjánslæk sama dag klukkan 18.00. Bára M. Pálsdóttir Sigurrós H. Ólafsdóttir Bjarki Pálsson Þórdís S. Ólafsdóttir Ralf Sommer Ólafur K. Ólafsson Ingunn Ó. Ólafsdóttir Ulrik Overgaard Kári Ólafsson Halldóra Þorsteinsdóttir Auður A. Ólafsdóttir Davíð P. Bredesen Gerður B. Sveinsdóttir Gunnar S. Eggertsson Lilja Sigurðardóttir afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Guðmundur Þengilsson Furugerði 1, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 6. nóvember á bráðamóttöku Landspítalans, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Jón Kr. Guðmundsson Pálína G. Guðmundsdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Kjartan Elíasson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Ester Haraldsdóttir, sjúkraliði, Flétturima 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 3. nóvember. Hún verður jarðsungin miðvikudaginn 12. nóvember kl. 15.00 frá Grafarvogskirkju. Vignir Þór Siggeirsson Katrín Jónsdóttir Haraldur B. Siggeirsson Margrét Á. Jóhannsdóttir Ólafur Karl Siggeirsson Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Helgi Hafþórsson barnabörn og systkini hinnar látnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.