Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 28
 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR16 Fyrirtækjasala BORGARTÚI 10-12 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Árvað 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar að Árvaði 1. Í breytingunni felst m.a. að verslunar- og þjónustulóðinni að Árvaði 1 er skipt upp í tvær lóðir, annars vegar Norðlingabraut 2 og hins vegar Árvað 1. Á milli lóðanna kemur stígur á borgarlandi og verður einnig gert ráð fyrir göngustíg sunnan lóðanna. Felld eru niður átta bílastæði á borgarlandi við Árvað. Á lóðinni Árvað 1 verður heimilt að reisa íbúðarhús á þremur hæðum með allt að níu íbúðum og 18 bílastæðum en á lóðinni Norðlingabraut 2 er byggingareit breytt, byggingamagn aukið, bílastæðum fjölgar úr níutíu og níu í eitt hundrað og tíu en heimil starfsemi sú sama og áður. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 11. nóvember 2008 til og með 23. desember 2008. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 23. desember 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 11. nóvember 2008 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Oft hef Fyrirtæk dagskrá núna ne góðan k Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Þjónusta Tilkynningar Tilkynningar Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.