Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 34
22 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG skipuleggur nú endurkomu sína til keppni í Evrópumótaröðinni í golfi eftir að hafa fengið grænt ljós á að hann haldi keppnisrétti sínum þar, en fyrsta mótið á nýju keppnistímabili fór fram um síðustu helgi. Birgir Leifur varð sem kunnugt er að hætta keppni í maí á síðasta keppnistímabili Evrópumótaraðarinnar vegna meiðsla í baki en hefur nú gengið í gegnum endurhæfingu og er fullur tilhlökkunar. „Ég er kominn á fullt í æfingum og hef sett stefnuna á að hefja keppni í Evrópumótaröðinni á móti í Ástralíu í lok nóv- ember. Síðan taka við þrjú mót í Suður-Afríku í desember og janúar. Ég er mjög ánægður með hvernig mér hefur tekist að vinna úr þessum meiðslum sem voru að plaga mig þannig að þetta lítur bara vel út,“ segir Birgir Leifur. „Ég þurfti að gera smá breytingar á álaginu í sveiflunni hjá mér til þess að vernda þann stað sem ég hef verið verstur í og ég er mjög ánægður með það. Svo nýtti ég tímann til þess að taka stutta spilið hjá mér algjörlega í gegn og það er eitthvað sem ég þurfti að laga og það á eflaust eftir að skila sér. Það verður gaman að fara af stað aftur og ég er bara nokkuð bjartsýnn,“ segir Birgir Leifur. Kaupþing hefur dyggilega styrkt Birgi Leif í gegnum árin en það samstarf heyrir nú sögunni til. Kylfingurinn snjalli lætur það þó ekki á sig fá og ætlar bara að einbeita sér fyrst og fremst að því að standa sig á golfvellinum. „Efnahagsástandið á Íslandi og í heiminum öllum hefur óneitanlega áhrif á það sem maður er að gera og samstarf mitt við minn aðalstyrktaraðila, Kaupþing, mun ekki halda áfram að svo stöddu. Ég hef ekkert kannað jarðveginn hjá Nýja Kaupþingi eða hvernig staðan er þar og ég held reyndar að það sé ekki rétti tíminn til þess núna. Þetta er vissulega kostnaðarsamt sport en maður hefur allavega möguleika á tekjum í þessu og ég ætla bara að einbeita mér að því að standa mig vel á golfvellinum. Þetta snýst bara um það.“ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: HEFUR KEPPNI AÐ NÝJU Í EVRÓPUMÓTARÖÐINNI Í GOLFI EFTIR MEIÐSLI Í BAKI Breytingar þurfti að gera á álaginu í sveiflunni FIMLEIKAR Norður-Evrópumótið í áhaldafimleikum fór fram með glæsibrag í Versölum um helgina og til að bæta á ánægju mótshald- ara vann Viktor Kristmannsson brons í fjölþraut karla. „Ég er svo ánægður með þetta að ég er bara í skýjunum,“ sagði Viktor í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er líka mjög ánægður með strákana í liðinu sem stóðu sig eins og hetjur,“ segir Viktor en alls komust fjórir aðrir í úrslit á áhöldum, þar af þrír strákar. „Það var gaman að keppa hérna heima því það er svo allt öðruvísi,“ segir Viktor sem keppti fyrir troð- fullu húsi. „Það hjálpaði rosalega mikið og það var alveg æðisleg stemning. Ég var mjög stressaður því ég vildi standa mig vel á móti hérna heima.“ Árangur Viktors sem er 24 ára gamall er hans besti á þessu móti á ferlinum. „Ég hafði best náð því að vera í tíunda sæti í samanlögðu og vera í úrslitum á tveimur áhöld- um,“ sagði Viktor sem hefur keppt með landsliðinu síðan hann var ellefu ára gamall. „Núna var ég í úrslitum á öllum áhöldum og lenti í þriðja sæti í samanlögðu. Þetta er langt umfram það sem ég stefndi á,“ segir Viktor sem gat ekki leynt gleði sinni . Viktor gat samt auðveld- lega svekkt sig yfir því að verðlaunin urðu ekki fleiri. „Á svifránni mun- aði bara 0,1 sem er bara eins og ég hafi ekki náð að spenna eina tá. Á gólfinu munaði bara 0,05 stigum sem er ennþá minna,“ segir Viktor í létt- um tón. Hann rétt missti líka af verð- launum á tvíslánni þar sem hann endaði í 5. sæti „Ég gerði smá mistök á tvíslánni, þetta voru mjög lítil mistök hjá mér en það var svo mikið dregið frá mér fyrir þessi mistök. Annars hefði ég mjög líklega verið á palli þar líka. Smá mistök geta kostað mann þvílíkt,“ segir Viktor. „Róbert stóð sig líka rosalega vel,“ segir Viktor en Róbert náði að slá honum við í æfingum á stökki. „Maður þarf aðeins að bæta sig þar,“ segir Viktor og keppnisskapið leynir sér ekki. „Ég gerði nýtt stökk sem ég hafði aldrei gert á ævi minni,“ sagði Viktor en hann þurfti að auka erfið- leikastuðulinn í stökkinu til þess að eiga möguleika í bestu mennina á mótinu. „Ég vissi að strákarnir sem voru í fyrstu þremur sætunum voru að gera svo rosalega erfið og góð stökk. Ég gat ekki gert gamla stökkið því þó að ég hefði gert það hundrað prósent þá hefði ég ekki náð þeim,“ segir Viktor. Viktor er kominn með nýjan úkraínskan þjálfara sem hann er virkilega ánægður með þrátt fyrir að hann hafi aðeins komið fyrir tveimur vikum. „Hann keppti fyrir sovéska landsliðið í gamla daga og það verður gaman að sjá hversu miklu hann nær að bæta við hjá okkur,“ segir Viktor sem ætlar sér enn lengra í fimleikunum. Næsta mót er ekki fyrr en í byrjun mars en á næsta ári stefnir Viktor á að keppa á Evrópumótinu í Mílanó í vor, á Smáþjóðaleik- unum á Kýpur í sumar og síðan á heimsmeistaramót- inu í London næsta haust. „Nú ætla ég bara að reyna að bæta mig pínulít- ið á öllum áhöld- um þannig að ég nái fyrsta sætinu næst,“ segir Viktor að lokum. ooj@frettabladid.is Ætlaði að standa sig á heimavelli Viktor Kristmannsson er í skýjunum með frábæran árangur á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem var haldið í Versölum um helgina. Viktor fékk brons í fjölþrautinni og komst í úrslit á öllum áhöldunum sex. ÍSLENDINGAR Í ÚRSLITUM Á NORÐUR-EVRÓPUMÓTINU Viktor Kristmannsson, Gerplu 3. sæti í fjölþraut 4. sæti á gólfi á svifrá 5. sæti á tvíslá og á bogahesti 7. sæti í hringjum og í stökki Róbert Kristmannsson, Gerplu 5. sæti á gólfi 6. sæti í stökki Bjarki Ásgeirsson, Ármanni 6. sæti á bogahesti Embla Jóhannesdóttir, Gróttu 7. sæti á jafnvægisslá Ingvar Ágúst Jochumsson, Gerplu 8. sæti á tvíslá Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu 9. sæti í fjölþraut Á SVIFRÁNNI Það mun- aði bara einni beygðri tá, eins og Viktor Kristmannsson komst sjálfur að orði, að hann næði bronsverðlaunum á svifránni á Norður-Evr- ópumótinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSAR Fjórir íslenskir frjáls- íþróttamenn komast inn á lista yfir hundrað bestu afrek ársins í hverri grein fyrir sig en þetta kom fram á heimasíðu Frjáls- íþróttasambandsins. Þetta eru Ármenningurinn Ásdís Hjálms- dóttir og FH-ingarnir Bergur Ingi Pétursson, Þórey Edda Elísdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson en þrjú þau fyrstnefndu tóku þátt í Ólympíuleikunum í Peking. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast- ari úr Ármanni, er í 36. sæti á heimslistanum með Íslandsmetið sem hún setti í Lapinlahti í Finn- landi 29. júlí. Ásdís kastaði þá 59,80 metra sem er annar besti árangurinn á Norðurlöndunum á árinu. Aðeins Finninn Mikaela Ingberg náði að kasta lengra en hún er í 22. sæti á heims- listanum með kast upp á 61,59 metra. Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari úr FH, er í 61. sæti heimslistans með Íslandsmetið sem hann setti í Hafnarfirði 25. maí. Bergur Ingi kastaði þá 74,48 metra en hann bætti Íslandsmetið þá í þriðja sinn á árinu. Aðeins tveir Norðurlandabúar náðu að kasta sleggjunni lengra en Bergur á árinu en það eru Finnarnir Ole-Pekka Karjalainen (79,59 m, 18. sæti) og David Söderberg (75,82 m, 49. sæti). Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, er í 65.-78. sæti heimslist- ans með 4,30 metra en hún hefur ákveðið að leggja afreksskóna á hilluna. Þórey Edda náði sínum besta árangri á Bikarkeppni FRÍ í Kópa- vogi 5. júlí. Þórey Edda er aðeins einum sentimetra frá því að ná besta árangrinum á Norðurlönd- unum en finnska stúlkan Vanessa Vandy stökk yfir 4,31 metra á þessu ári. Óðinn Björn Þorsteinsson, kúlu- varpari úr FH, er síðan í 97. sæti listans með kast upp á 19,20 metra frá því í Hafnarfirði 10. júní. Þetta er fimmti besti árangurinn á Norðurlöndunum í ár en Finninn Robert Häggblom er með besta árangur á Norðurlöndum á þessu ári með 20,06 metra kast. - óój Ásdís Hjálmsdóttir komst hæst Íslendinga á lista yfir bestu afrek ársins 2008 í frjálsum íþróttum: Fjögur komust inn á heimslistann í ár Í 36. SÆTI Ásdís Hjálmsdóttir kastaði langt á árinu. FRÉTTABLAÐ- IÐ/VILHELM > Grétar Rafn í liði vikunnar Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson var í gær valinn í lið vikunnar á heimasíðu Setanta Sports fyrir frammistöðu sína í 0-1 sigurleik Bolton gegn Hull um helgina. „Frábær leikmaður er hér á ferðinni. Þrátt fyrir að hann sé líkari eggi en fótboltamanni þá brotnar hann aldrei undan pressu. Þetta var enn einn leikurinn þar sem hann skilar frábærri frammistöðu og knattspyrnustjórinn Gary Megson hlýtur að krossleggja fingur í von um að stóru félögin reyni ekki að fá hann til sín,“ segir í umsögninni um Grétar. FÓTBOLTI Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, ítrekaði í gær að staða Mark Hughes sem knattspyrnustjóra félagsins væri ekki í hættu, en sögusagnir þess efnis að Hughes yrði rekinn fóru sem eldur um sinu í breskum fjölmiðlum í gær. „Stjórn City ber virðingu fyrir Hughes og persónulega hef ég mikla trú á honum. Ég hef ekki lesið þessar blaðagreinar en þetta er alltént algjör skáldskapur og tómt rugl,“ segir Al Mubarak meðal annars á opinberri heimasíðu City. - óþ Stjórnarformaður Man. City: Hughes er enn öruggur í starfi ÖRUGGUR Stjórnarformaður City segir stöðu Hughes örugga. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Frank Lampard, miðju- maður Chelsea, nýtti tækifærið í viðtali við Evening Standard í gær til þess að skjóta létt á Manchester United en Chelsea er komið með átta stiga forskot á United eftir leiki helgarinnar. „Við erum komnir með gott forskot á United og það er ánægjulegt þar sem síðustu tvö ár höfum við lent í því að elta þá. Það er ekki auðvelt að standa í því að elta vegna þess að þá máttu ekki tapa leik,“ segir Lampard. - óþ Frank Lampard, Chelsea: Man. Utd má nú ekki við tapi STRÍÐINN Frank Lampard skýtur á Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Sky Sports er Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, í viðræðum við suðurafríska viðskiptajöfra um kaup á úrvalsdeildarfélaginu. Samkvæmt breskum fjölmiðlum gæti tími Tony Adams í starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu enn fremur orðið stuttur. Nöfn á borð við Slaven Bilic og Avram Grant hafa verið nefnd í umræð- unni, ef af yfirtökunni verður. - óþ Sky Sports um Portsmouth: Eigendaskipti fram undan?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.