Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 38
26 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. á fæti, 8. krá, 9. skref, 11. fyrir hönd, 12. stólpi, 14. flatfótur, 16. í röð, 17. atvikast, 18. hætta, 20. rykkorn, 21. mýkja. LÓÐRÉTT 1. steypuefni, 3. í röð, 4. grænmeti, 5. dýrahljóð, 7. landeyða, 10. mál, 13. suss, 15. framkvæmt, 16. mælieining, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. il, 8. bar, 9. fet, 11. pr, 12. staur, 14. ilsig, 16. mn, 17. ske, 18. ógn, 20. ar, 21. lina. LÓÐRÉTT: 1. gifs, 3. áb, 4. paprika, 5. urr, 7. letingi, 10. tal, 13. uss, 15. gert, 16. mól, 19. nn. Auglýsingasími – Mest lesið „Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akur- eyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar Eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigur- launin öll til góðgerðamála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerk- ur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tut- tugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvar- inn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clem- ens. Rúnar tekur þátt sem með- limur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syng- ur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans kom- ast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvart- ar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynn- ing.“ freyr@frettabladid.is RÚNAR EFF: VEKUR ATHYGLI Í DÖNSKUM RAUNVERULEIKAÞÆTTI: Ágætt að vera Íslendingur RÚNAR EFF Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur vakið mikla athygli í Danmörku fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum All Stars. „Ég er ekki ein af þeim sem borða mikið á morgnana. Ég fæ mér AB-mjólk og brauð, banana eða eitthvað slíkt. Síðan tek ég alltaf lýsi.“ María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir mun brátt taka við stjórnartaumunum á tímaritinu Nýju lífi af Ingi- björgu Dögg Kjartans- dóttur. Ingibjörg er á leiðinni í þriggja mánaða fæðingarorlof og ætlar Hjördís að stýra tímaritinu á meðan. Ráðning Hjördísar í ritstjórastól- inn mun þó aðeins vera tímabundin því Ingibjörg hefur allan hug á því að snúa aftur eftir mánuðina þrjá. Þá mun Hjördís færa sig aðeins neðar í goggunarröðina og gegna aðstoðarritstjórastöðunni. Gísli Örn Garðarsson er loksins kominn á skrá yfir leikara í ævintýra- myndinni Prince of Persía á kvikmynda- vefsíðunni imdb.com. Fréttablaðið hefur fylgst grannt með gangi mála hjá Gísla en erfitt hefur verið að koma auga á þátt hans á Netinu. Nú er hins vegar þátttaka hans endanlega staðfest en meðal mótleikara hans í myndinni eru Ben Kingsley, Alfred Molina og Jake Gyllenhaal. Þrátt fyrir að kreppan hafi lamað allt og alla þá er engan bilbug á Skagfirðingum að finna. Þeir eru nefnilega komnir vel á veg með grunninn að glæsilegri sundlaug sem þær stöllur Steinunn Jóns- dóttir og Lilja Pálmadóttir ætla að gefa íbúum á Hofsósi. Sundlaugin á öll að vera hin glæsilegasta og ku efnahagsmold- viðrið ekki hafa nein áhrif þar á. Enda voru það forseta- hjónin sem tóku fyrstu skóflustung- una að henni ásamt athafnakonunum. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Jú, þetta er rétt. Alveg ótrúlega sorglegt að mínu mati,“ segir Ásdís Olsen en sjónvarps- þátturinn Mér finnst hefur verið lagður niður á ÍNN-sjónvarpsstöðinni í núverandi mynd. Þær Ásdís og Kolfinna Baldvinsdóttir munu nú stjórna hvor sínum þætti. Kolfinna verður á miðviku- dagskvöldum með samnefnd- an þátt en Ásdís mun hins vegar halda Mér finnst- nafninu þótt þátturinn verði ekkert í líkingu við það sem áhorfendur þekkja til. Fréttablaðið greindi frá því í maí á þessu ári að upp úr hefði soðið milli Ásdísar og Kolfinnu í beinni útsendingu. Meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn, bar klæði á vopnin og sagði við það tilefni að Mér finnst væri flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Hann hefur nú siglt því í höfn og tekið það í sundur. Enda sé það ekki við hæfi að borga fólki fyrir sínar pólitísku skoðanir. Ásdís tekur hins vegar skýrt fram að þær Kolfinna hafi grafið stríðöxina. Og að hún eigi eftir að sakna samstarfskonu sinnar. Undir þetta tekur Kol finna en hún hefur verið áberandi í þeim mótmæl- um sem fram hafa farið á Austur- völlum. Hún segir það ósköp skiljanlegt að svona skuli hafa farið. „Það lá í augum uppi að ég gæti ekki fengið borgað fyrir að sitja í sjónvarpsal og halda pólitískar ræður. Núna fæ ég bara að vera með minn eigin þátt. En án allra launa,“ segir Kolfinna. Ásdís og Kolfinna hættar saman SÉR Á EFTIR FLAGGSKIP- INU Ingvi Hrafn sagði að Mér finnst-þátturinn væri flaggskip sjónvarpsstöðvar- innar. Fáni þess hefur nú verið dreginn niður. SKILJA Í SÁTT OG SAMLYNDI Kolfinna Bald- vinsdóttir og Ásdís Olsen hafa skilið að skiptum. Þær stjórna nú hvor sínum þættinum á sjónvarps- stöðinni ÍNN. „Þetta er frábært. Ótrúlegur fjöldi. Undirskriftasöfnunin fór af stað fyrir rétt rúmri viku,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjás eins. Þegar þetta er skrifað hafa tæp 34.500 skráð sig á undirskrifta- lista þar sem skorað er á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu á auglýsinga- markaði vegna stöðu Ríkissjón- varpsins þar. Er þetta líklega stærsta marktæka undirskrifta- söfnun sem fram hefur farið á Netinu til þessa en gefa þarf upp kennitölu til að koma í veg fyrir misnotkun. „Á hverju ári fær RÚV þrjú þús- und milljónir króna í forskot frá okkur skattgreiðendum og getur því notað þann pening til að yfir- bjóða aðrar stöðvar við kaup á efni,“ segir í áskoruninni sem er afgerandi. Sigríður Margrét er ánægð með viðbrögðin en segir fjöldann í sjálfu sér ekki koma á óvart þegar litið er til þess að 80 prósent Íslendinga á aldrinum 12 til 80 ára horfa á Skjá einn í hverri viku. „Skjár einn veitir ókeypis afþreyingu sem skiptir afskap- lega miklu máli í því umhverfi sem við búum í núna.“ Framkvæmdastjórinn er með tvö mál á sínu borði sem skipta sköpum um hvort Skjár einn lifir eða deyr. Annað eru endursamningar við erlenda birgja – hitt er hvort Þorgerður Katrín sjái ljósið að sögn Sigríðar. „Nú bíðum við þess að Samkeppniseftirlit- ið gefi ráðherra álit sitt. Þá segist Þor- gerður hafa sett saman starfshóp sem á að skila af sér áliti um stöðu RÚV á auglýsinga- markaði. Þegar sú niðurstaða er fyrirliggjandi á að afhenda undir- skriftalistana í þeirri von að Þorgerður taki rétta ákvörðun.“ Spurð hvort álit starfshóps- ins sé ekki „að setja í nefnd“-dæmi og út úr því muni aldrei koma neitt segist Sigríður Margrét ekki trúa því. Þetta mál hljóti að fá hraða afgreiðslu. „Annað væri ekki sanngjarnt gagn- vart fólki sem hefur fengið uppsagnar- bréf.“ - jbg Þúsundir skora á Þorgerði SIGRÍÐUR MARGRÉT Berst fyrir lífi Skjás eins og þar skiptir sköpum fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. 34 þúsund skora á mennta- málaráðherra að laga brenglaða samkeppnis- stöðu. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Viktor Kristmannsson. 2. Tæplega 5.000. 3. Slugs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.