Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 12
12 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 43 15.654 +0,67% Velta: 199 milljónir MESTA HÆKKUN ÖSSUR +6,24% CENTURY ALUMIN. +2,58% MAREL FOOD SYST. +1,44% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -4,55% FÆREYJABANKI -4,12% EIMSKIP -0,74% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atorka 0,56 +0,00% ... Bakkavör 4,20 -4,55% ... Eimskipafélagið 1,34 -0,74% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,30 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 77,50 +1,44% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 98,80 +6,24% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 223,85 +0,36 Kínversk stjórnvöld ætla að verja 76 milljörðum króna til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar þar í landi. Aðgerðirnar eru sagðar geta haft jákvæð áhrif langt út fyrir land- steinana. Hlutabréfamarkaðir tóku vel við sér víða um heim í gær eftir að kínversk stjórnvöld kynntu í fyrradag efnahagsaðgerðir sem ætlað er að auka eftirspurn eftir innlendum vörum og örva hag- kerfið, svo sem í iðnaði, með það fyrir augum að sporna við áhrif- um fjármálakreppunnar þar í landi. Aðgerðirnar fela í sér að fjögur þúsund milljörðum júana, jafn- virði 76 þúsund milljarða íslenskra króna, verður dælt inn í kínverskt hagkerfi í nokkrum skrefum á næstu tveimur árum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, að aðgerðirnar geti haft jákvæð áhrif á alþjóðlegt efna- hagslíf, ekki síst á fjármálakerf- ið. Aðrir erlendir sérfræðingar benda á að björgunarpakkinn sé litlu minni en sá sem samþykktur var í Bandaríkjunum fyrir rúmum mánuði til handa bönkum og fjár- málafyrirtækjum. Sá hljóðaði upp á 700 milljarða Bandaríkjadala. Stórum hluta fjárhæðarinnar verður veitt til lágtekjuhópa og uppbyggingar á vatns- og raf- magnsveitum auk þess sem flug- og vegasamgöngur verða bættar til muna. Þá verður háum upp- hæðum sömuleiðis veitt til upp- byggingar í dreifðari héruðum landsins, svo sem í Sichuan-hér- aði, sem varð illa úti í jarðskjálfta í maí síðastliðnum. Sjötíu þúsund manns létust í skjálftanum. Verulegur kippur varð í kaup- höllum í Asíu í fyrrinótt og smit- aði það út frá sér inn á aðra mark- aði strax í gærmorgun. Bloomberg-fréttastofan bætir því við að gengi hávaxtamynta í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, sem hafa fallið um fimmtung á árinu, hafi styrkst nokkuð auk þess sem hrávöruverð, svo sem stál, hækk- aði á heimsmörkuðum vegna væntinga um aukna eftirspurn í Kína. jonab@markadurinn.is Kínverjar blása lífi í hagkerfið HJÓLAÐ Á BYGGINGARSVÆÐIÐ Meðal aðgerða kínverskra stjórnvalda, sem boðaðar voru um helgina, er uppbygging í byggingariðnaði, sem þó er mikil fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Við erum við störf eins og ekkert hafi í skorist. Eini munurinn er sá að sænska ríkið á nú bankann og mun leita eftir því að selja hann fljótlega,“ segir Mikael Ericson, forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Starfsemi bankans helst óbreytt þrátt fyrir yfirtökuna sem varð í kjölfar afskriftar upp á einn milljarð sænskra króna á öðrum fjórðungi. VBS fjárfestingarbanki sá ástæðu til þess í gær að senda út tilkynningu þar sem sagði að yfirtakan hefði hvorki áhrif á dagleg viðskipti með sjóði Carnegie-sjóðanna né verðmæti þeirra. Sænska fjármálafyrirtækið Moderna Finance var meðal stærstu hluthafa bankans þar til í gær þegar sænska fjármálaeftirlitið svipti hann bankaleyfi og setti yfir hann skilanefnd. Við það varð eignarhlutur fjárfesta einskis virði. Fjárfestingarfélagið Milestone, sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, er eigandi Moderna Finance. Milestone keypti sig inn í Carnegie í fyrra og sat á 17,6 prósenta hlut þar til snemma í október þegar það seldi sig niður í um tíu prósent. Gengi bréfa í Carnegie hefur hríðfallið frá áramótum. Það stóð þá í 125,5 sænskum krónum en í 17,8 krónum í síðustu viðskipt- um. Ætla má að Moderna tapi tæpum 1,5 milljörðum íslenskra króna hið minnsta á yfirtökunni miðað við síðasta skráða gengi. - jab Sænska ríkið tekur Carnegie MIKAEL ERICSON Virðing Réttlæti VR boðar til almenns félagsfundar á Grand hóteli, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30. Á fundinum mun Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, gera grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Einnig verður haldinn fjarfundur með VR félögum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 12. nóvember. Fundurinn hefst á skrifstofum félaganna í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum kl. 20:00. Fundirnir eru eingöngu opnir félagsmönnum VR sem eru allir hvattir til að mæta. Félagsfundur F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Danfoss tengigrindur Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-, snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður. Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi. Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Sænski seðlabankinn neitaði Seðla- banka Íslands um heimild til að draga á lánalínu sem veitt var í vor. Þetta kemur fram á erlendum fréttavefjum. Í maí veittu norrænir seðlabankar Seðlabankanum gjald- miðlaskiptasamninga upp á samtals 1,5 milljarða evra. Tilkynnt var um miðjan síðasta mánuð að dregið hefði verið á samn- inga frá danska og norska bankan- um. Talsmaður sænska seðlabankans sagði í gær að Svíar heimili ekki lán fyrr en fyrir liggi áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland. Engin viðbrögð fengust úr Seðla- bankanum í gær, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. - ikh Neituðu að lána Seðlabankanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.