Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 14. nóvember 2008 — 312. tölublað — 8. árgangur GUÐRÚN MÖLLER Kjúklingaréttir vinsælir hjá allri fjölskyldunni matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er nú enginn snillingur í eld- húsinu, það er alveg vitað mál, en ég veit þó að góðir hnífar eru nauð- synlegir,“ segir Guðrún Möller, framkvæmdastjóri Snyrtiakademí- unnar, þegar hún er innt eftir því hvaða leynivopn hún eigi sér í eldhúsinu „Nei, ég elda nú alveg en ég fengi kannski ekki hæstu einkunn fyrir matinn,“ segir hún hlæjandi. „Ég elda voða mikið venjulegan heimilismat. Við borðum mikinnfisk og svo góða kjúkÞ Það verður ekki hjá því komist að spyrja um jólabaksturinn þegar alltaf styttist í jólin og Guð- rún segist hafa gaman af þ íbak Leynivopnin í eldhúsinu Guðrún Möller gefur lítið fyrir afrek sín í eldhúsinu en segist klóra sig fram úr uppskriftum fái hún undir- búningstíma. Góð áhöld segir hún nauðsynleg við eldamennskuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R Guðrún Möller segir nauð-synlegt að eiga góð áhöld í eldhússkúffunum. AFMÆLISVEISLA Í NONNAHÚSI verður haldin sunnudaginn 16. nóvember í tilefni þess að Jón Sveinsson, eða Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Veislan stendur frá klukkan 13 til 16 og lesið verður fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Aðeins ein vika eftir! Villibráðarhlaðborðinulýkur 19. nóvember Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóv.Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr. Í sífelldri mótun Háteigsskóli fagnar fjöru- tíu ára afmæli á morgun. Þá gefst gestum færi á að skoða sýningu um sögu skólans. TÍMAMÓT 26 Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is ...100 erlend jólalög er komin í Skífuna! 5CD VÍÐA EINHVER ÚRKOMA Í dag verður lengst af hæg norðaust- læg átt, en þó strekkingur með suðurströndinni. Rigning eða slydda sunnan til, annars víða él. Hiti 2-6 stig syðra, annars hiti við frostmark. VEÐUR 4 1 1 -3 0 2 LÖGREGLUMÁL Öryggisgæsla í Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, verður aukin í kjölfar þess að rauðri málningu var sprautað á húsið í gærnótt. Andri Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segir að sólarhringsvakt verði í húsinu á næstunni vegna atviksins. Andri segir að starfsfólki flokksins hafi verið verulega brugðið þegar það hafi komið til vinnu í gærmorgun, og mörgum líði illa yfir atvikinu. „Það er dapurlegt að fólk fái útrás með þessum hætti á tímum þar sem mestu skiptir að standa saman og vinna að uppbyggileg- um lausnum,“ segir Andri. Öryggisvörður kallaði lögreglu að húsinu um klukkan 3 í gærnótt. Að sögn lögreglu er málið til rannsóknar, en enginn var grunaður um verknaðinn í gærkvöldi. - bj Rauðri málingu slett á Valhöll: Sólarhrings- vakt á húsinu RAUÐMÁLAÐ Hafist var handa við að þrífa málninguna í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Gæti verið óperusöngvari Er í uppáhaldi hjá Chris Martin, söngvara Coldplay FÓLK 32 Þjóðverjar til bjargar Þýskt plötufyrirtæki selur plötur Kimi Records, fyrirtækis Baldvins Esra, til að bjarga Íslandi frá gjaldþroti. FÓLK 42 EFNAHAGSMÁL Þau skilaboð hafa borist íslenskri sendinefnd sem vinnur að lausn Icesave-deilunnar að Ísland geti ekki vænst þess að fá aðild að ESB, hundsi landið reglur sambandsins og neiti að greiða innistæður erlendra ríkisborgara hjá íslensku bönkunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Því er ekki annað til umræðu en að Íslend- ingar þurfi að greiða þeim sem áttu fé á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi innistæður sínar. Frakkar, sem gegna nú for- mennsku í Evrópusambandinu hafa tekið að sér að miðla málum í deilunni. Stefán Haukur Jóhannes- son, sendiherra Íslands í Brussel, fer fyrir hópi embættismanna úr utanríkisráðuneytinu sem vinna að lausn deilunnar í Brussel með við- ræðum við franska embættismenn. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur að auki verið í Brussel til að ljá nefnd emb- ættismannanna aukna vikt. „Viðræðurnar einkenndust af góðum vilja og vinsemd,“ sagði Kristján Kristjánsson, fjölmiðla- fulltrúi forsætisráðherra í gær- kvöldi. Málið sé á viðkvæmu stigi. Náist niðurstaða er gert ráð fyrir að hún verði grunnur að viðræðum við Bretland, Holland og Þýska- land. Fundað hefur verið undan- farna daga, og munu fundir halda áfram í dag. Enginn tímafrestur hefur verið settur á viðræðurnar, segir Kristján. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er samkomulag í augsýn. Varlega áætlað nema eignir gamla Landsbankans 900 til 1.200 milljörðum króna. Heildarkröfur á bankann nema 2.500 milljörðum króna, þar af innlánakröfur 1.200 milljörðum. Þetta má sjá af gögn- um sem leggja á fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengsl- um við lán hans til ríkisins, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hluti af eignum gamla Lands- bankans mun vera skuldabréf sem Nýi Landsbankinn hefur gefið út til þess gamla upp á 600 milljarða króna. Samkvæmt heimildum blaðsins dugar sú upphæð nánast upp á krónu til að standa undir inn- stæðutryggingum vegna Icesave- reikninganna. Erlend lán til ríkisins frá og fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eiga að vera í formi lánalína og bera ekki vexti nema að á þær verði dregið. Peningana á að nota til að styrkja gjaldeyrisforðan. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mun bera fimm prósenta vexti. Þá var um kvöldmatarleytið í gær samþykkt á Alþingi viðbót við lög um fjármálafyrirtæki sem heimila skiptastjóra þrotabús fjár- málafyrirtækis „að annast áfram tiltekna leyfisbundna starfsemi þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi afturkallað starfsleyfi fjár- málafyrirtækis,“ eins og segir í nefndaráliti. Samkvæmt lögunum getur greiðslustöðvun fjármála- fyrirtækis að hámarki staðið í 24 mánuði. Heimild skiptastjóra til að tryggja áframhaldandi rekstur á þeim tíma er sögð auka til muna líkur á að verðmætum verði bjarg- að úr gömlu bönkunum. - bj, bþs, okr Icesave-samkomulag í augsýn í Brussel Íslensk sendinefnd fundar um lausn Icesave-deilunnar í Brussel. Ísland fær ekki aðild að ESB hundsi það reglur sambandsins. Í gögnum til IMF kemur fram að eignir séu til í bönkunum sem standi undir skuldbindingum vegna innlána. KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR Vinnur í París og gefur út plötu í Asíu FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 14. nóvember 2008 Á FARALD Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona ferðast um Suðurland, vinnur í París og gefur út sína þriðju plötu í Asíu. Hvenær biðjast þeir afsökunar? Geir H. Haarde forsætisráðherra, yfirmaður Seðlabankans, sagði í maí að botninum væri náð, segir Atli Gíslason. UMRÆÐA 24 Akureyri vann toppslaginn Akureyri vann FH, 32-34, í hörkuspennandi toppslag í N1-deild karla í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 36 VEÐRIÐ Í DAG FÓLK Óskar Bergsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, stendur við þau orð sín að Samstöðutónleik- ar Bubba Morthens séu hálfgerðir útgáfutónleikar þeirra listamanna sem þar koma fram. Ummælin lét hann falla á vefsíðunni Vísi. Orð Óskars hleyptu illu blóði í þá tónlistar- menn sem troða upp í Laugardals- höllinni annað kvöld. Bubbi segir orðin vera fyrir neðan beltisstað en er ekki undrandi á því úr hvaða horni þau koma. Reykjavíkurborg hyggst ekki styrkja tónleikana með fjár- framlagi. Hins vegar gefur borgin eftir leigu gjald fyrir Laugardals- höll. - fgg / sjá síðu 42 Tónleikar í Laugardalshöll: Borgin deilir við Bubba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.