Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 2
2 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Lifandi skáldskapur Óskars Árna einkennist af næmi fyrir því smáa og stóra í mannlegri tilveru. SMÁTT OG STÓRT Í MANNLEGRI TILVERU D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „GRÍPANDILESNING!“ VÍÐSJÁ AUSTURRÍKI, AP Austurríkismaður- inn Josef Fritzl, sá sem í nærri aldarfjórðung hélt dóttur sinni í kjallaraprísund og eignaðist með henni sjö börn, hefur nú verið ákærður fyrir morð. Fritzl, sem er 73 ára og hafði áður verið ákærður fyrir nauðganir, sifjaspell og þrælahald, er nú einnig ákærður fyrir að hafa ekki leitað til læknis þegar nýfætt barn hans lá fyrir dauðanum, og þar með að hafa valdið dauða barnsins. Verði Fritzl fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér ævilangt fangelsi. - gb Austurríski dótturníðingurinn: Fritzl ákærður fyrir morð LÖGREGLUMÁL Bráðabirgðaniður- stöður krufningar á manni sem lést í sumarbústað í Grímsnesi um síðustu helgi benda til þess að höfuðhögg hafi leitt hann til dauða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fjórmenningarnir, tvær konur og tveir karlmenn, sem sæta nú gæsluvarðhaldi, hafa verið í stöðugum yfirheyrslum hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi. Hefur þeim miðað vel og fólkið verið samvinnufúst. Það á að sæta gæsluvarðhaldi til 28. nóvember samkvæmt úrskurði héraðsdóms. - jss Mannslátið í Grímsnesi: Högg á höfuð leiddi til dauða JOSEF FRITZL FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA „Það er ljóst að stórefla þarf viðbúnað og viðbragðsáætlun lögreglu fyrir komandi laugardag,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um stöðu lögreglunnar í núverandi þjóðfélagsástandi. Snorri telur brýna þörf á auknum fjármunum til lögreglu. Hann nefn- ir mótmælin í Reykjavík undan- farnar helgar, þar sem þátttakend- um hafi stórfjölgað frá einum laugardegi til annars. „Hiti er að aukast í mönnum og ég tel að það þurfi lítinn neista til að kveikja stórt bál því reiði almennings er orðin gríðarleg.“ Snorri bendir á að Landssam- band lögreglumanna hafi ítrekað gagnrýnt ástand lögreglumála og lýst yfir áhyggjum af þróuninni, sem eigi sér rætur í gríðarlegum fjárskorti og mannfæð. „Við viljum bæta búnað lögreglu- manna, hvort sem um er að ræða hlífðarbúnað eða annan varnarbún- að. Við viljumeinnig sjá fjölgun lög- reglumanna. Við erum fólk eins og annað fólk í landinu og eigum okkar fjölskyldur. Það er orðin mikil þörf á viðbótarmannskap svo fólk geti komið upp og náð andanum,“ segir Snorri. „Við erum undir það búin að tak- ast á við þau verkefni sem við okkur blasa hverju sinni,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hann vill ekki segja til um hvort viðbúnaður verði aukinn vegna mótmælanna á laugardag. „Við eigum að sjá til þess að þetta geti gengið vel fyrir sig, mótmælendur fái tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri með friðsömum og lög- mætum hætti.“ jss@frettabladid.is Formaður Landssambands lögreglumanna telur lögreglu stórlega vanbúna: Stórefla þarf viðbúnað lögreglunnar Á AUSTURVELLI Mótmæli á Austurvelli hafa verið reglulega á laugardögum síðustu helgarnar. Mótmælendum hefur fjölgað eftir því sem vikurnar hafa liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÁRMÁL „Ég er ekki vanur að tjá mig um mín fjármál við fjölmiðla,“ segir Magnús Ármann aðspurður um það af hverjum Imon, félag í hans eigu, keypti hlutabréf fyrir tæpa níu milljarða í Landsbankan- um skömmu fyrir fall bankans. „Hins vegar hefur Fjármálaeftir- litið gefið það út að öll viðskipti með hlutabréf bankanna þriggja skömmu fyrir fall þeirra séu til skoðunar svo þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Aðspurður hvort hann kvíði því að öll kurl komi til grafar segir hann: „Ég kvíði engu.“ „Við gefum ekkert upp um þetta mál, hins vegar reikna ég með því að það sé til athugunar hjá Fjár- málaeftirlitinu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar. Í samstarfssamningi Fjármála- eftirlits og Kauphallar segir að Kauphöll skuli senda mál til eftir- litsins ef grunur leiki á að ólögleg- ir viðskiptahættir hafi átt sér stað. Þar fengust hins vegar ekki skýr svör um afdrif þessa máls en vísað er í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér vegna þessa máls. Þar segir að Fjármálaeftirlitið sé að skoða viðskipti með hlutabréf bankanna þriggja sem útgefin voru í aðdraganda þess að þeir lentu í erfiðleikum. - jse Magnús Ármann segir boltann vera hjá Fjármálaeftirlitinu: Segist ekki óttast sannleikann MAGNÚS ÁRMANN Enn fæst ekki úr því skorið hverjum Imon seldi hlutabréf í Landsbankanum upp á tæpa níu millj- arða skömmu fyrir yfirtökuna. NÁTTÚRA Gos hófst í Surtsey á þessum degi fyrir 45 árum. Gosið hófst á hafsbotni og það voru skipverjar á Ísleifi II sem urðu þess fyrst varir. Gosið varði í um þrjú og hálft ár, fram í júní árið 1967. Surtsey var friðuð árið 1965, meðan gosvirkni var enn í gangi. Þann 7. júlí á þessu ári var eyjan ásamt friðlandinu umhverfis hana skráð á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem einstakur staður náttúruminja á heimsmælikvarða. - þeb 45 ár frá upphafi gossins: Surtsey 45 ára STJÓRNMÁL Óhjákvæmilegt er að leita eftir aðildarviðræðum að Evr- ópusambandinu (ESB) og að stjórn- endur Seðlabanka Íslands og Fjár- málaeftirlitsins víki nú þegar. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Stjórnin telur að fá verði á hreint hvaða kostum þjóðin standi frammi fyrir ef til aðildar að ESB komi. Það verði aðeins gert með aðildarvið- ræðum. „Nú er komið að því að rjúfa þögnina, og að sjálfstæðisfólk láti í sér heyra,“ segir Magnús D. Brandsson, formaður stjórnarinn- ar. Hann segir ályktunina endur- spegla skoðun svo til allra sjálf- stæðismanna á Akranesi. Hann vonast til þess að ályktunin ýti við öðrum sjálfstæðisfélögum á landinu. Grasrótin verði að tjá sig, hvort sem hún sé sammála eða ósammála ályktuninni. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki koma á óvart að þeir séu til innan raða Sjálfstæðisflokksins sem vilji kanna kosti aðildar. Hann segist þeirrar skoðunar að fara þurfi yfir það hagsmunamat sem afstaða flokksins til ESB byggi á. Hann segir mikilvægt að fella ekki dóma um Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Málið sé komið í far- veg. Fara verði yfir aðdraganda og orsakir hruns bankanna, og draga svo ályktanir þegar niðurstaðan hafi fengist. Bjarni segir að vel komi til greina að hugsa málin upp á nýtt, jafnvel þannig að Fjármálaeftirlitið renni inn í Seðlabankann. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins mun funda í dag ásamt þingflokkn- um. Í fundarboði kemur fram að umræðuefni fundarins sé ástandið í efnahagsmálum og viðbrögðin við þeim. Ekki er ólíklegt að ályktun stjórnarinnar beri á góma. brjann@frettabladid.is Sjálfstæðisfélög vilja í ESB og Davíð burtu Óhjákvæmilegt er að stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki, og að aðildarviðræður við ESB fari af stað, segir í ályktun stjórnar fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Þingmaður segir mikilvægt að fella ekki ÁSKORUN Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á Geir H. Haarde að víkja stjórnendum Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Starfshópur ráðherra og trúnaðar- manna stjórnarflokkanna vinnur nú að margþáttaðri aðgerðaráætlun vegna efnahagsástandsins. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins vonast meðlimir hópsins til þess að hægt verði að kynna aðgerðaráætlun vegna heimilanna í landinu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Fleira verði svo kynnt í framhaldinu. Hópinn skipa fyrir hönd Sam- fylkingarinnar þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir þing- maður og Skúli Helgason fram- kvæmdastjóri flokksins. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitja þar Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson þingmaður, Ólöf Nordal þingmaður og Andri Óttarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Fleiri fulltrúar flokkanna hafa komið á fundi hópsins til að fjalla um ákveðin málefni. Hópurinn hafði eftir gærdaginn hist þrisvar, og var gert ráð fyrir áframhaldandi fundar- höldum í dag og næstu daga. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru fulltrúar flokkanna ekki sammála um hvað hópurinn eigi að fjalla um. Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja að hann endurskoði stjórnar- sáttmálann, fjalli um Evrópumálin og lög um Seðlabankann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja hins vegar áherslu á efnahags- og atvinnumál. Starfshópur vill kynna ríkisstjórn aðgerðir vegna heimilanna Elliði, eru margir með óút- leysta tékka í Gleðibankanum? „Vestmannaeyjabær heitir trygging- um á alla þá gleði sem verður lögð þar inn.“ Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Í gær var stofnaður sérstak- ur gleðibanki í bænum, en Elliði var einn fimm stofnfélaga í bankanum. EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn þriggja sjávarútvegsfyrirtækja vilja að stjórnvöld taki upp nýjan gjaldmiðil tafarlaust. Þeir Ægir Páll Friðbertsson, hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf., Guðmundur Kristjánsson, hjá Brimi hf., og Eiríkur Tómasson, hjá Þorbirni hf., rita grein í Fréttablaðið í dag þar sem þeir leggja til að stjórnvöld feli hagfræðingunum Daniel Gros og Manuel Hinds að kanna hvaða leið sé hepppilegust í þeim efnum. Í kjölfarið verði hægt að kanna möguleika á aðild við Evrópusam- bandið. Fram að því sé ekki hægt að láta fyrirtæki og almenning blæða út vegna myntar sem ber vexti sem þjóðin ræður ekki við. - bs / sjá síðu 24. Forystumenn í sjávarútvegi: Vilja nýjan gjaldmiðil strax FÉLAGSMÁL Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, lagði til á félaga- fundi í gær að kosningum í félaginu yrði flýtt. Þær gætu því farið fram í janúar. Félagafundur VR fór fram á Grand hóteli í gærkvöldi. Þar gerði Gunnar Páll grein fyrir störfum sínum fyrir Kaupþing, sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir. Gunnar Páll hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann hyggst bjóða sig fram til áfram- haldandi formennsku í félaginu. - þeb Félagsfundur í VR: Boðað til kosn- inga í janúar FÉLAGAFUNDUR Fullt var út úr dyrum á Grand hóteli í gærkvöldi, þar sem félagafundur VR fór fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.