Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er nú enginn snillingur í eld- húsinu, það er alveg vitað mál, en ég veit þó að góðir hnífar eru nauð- synlegir,“ segir Guðrún Möller, framkvæmdastjóri Snyrtiakademí- unnar, þegar hún er innt eftir því hvaða leynivopn hún eigi sér í eld- húsinu. „Maður þarf að eiga góðan brauð- hníf og góðan hníf til að skera kjúkl- ingabringurnar. Svo finnst mér líka, þegar verið er að borða góðan mat, að það verði að nota almenni- lega steikarhnífa til að komast í gegn.“ En ætli Guðrún forðist elda- mennskuna fyrst hún gerir svo lítið úr hæfileikum sínum í eldhúsinu? „Nei, ég elda nú alveg en ég fengi kannski ekki hæstu einkunn fyrir matinn,“ segir hún hlæjandi. „Ég elda voða mikið venjulegan heimilismat. Við borðum mikinn fisk og svo góða kjúklingarétti. Þeir eru í uppáhaldi hjá fjölskyld- unni. Ég er samt ekki dugleg að prófa mikið nýtt og þarf svolítið að fara eftir uppskriftum. Ég get ekki bara sett slettu af þessu og slettu af hinu út í, því miður. En mér finnst gaman að elda þegar ég er komin af stað. Það er skelfilegt að þurfa að ákveða hvað á að vera í matinn en ef einhver sæi um það fyrir mig gæti ég alveg klórað mig fram úr því sem á að gera.“ Það verður ekki hjá því komist að spyrja um jólabaksturinn þegar alltaf styttist í jólin og Guð- rún segist hafa gaman af því að baka. „Ég var dugleg að baka og er duglegri í því en við eldamennsk- una. Ég baka alltaf brúna lagtertu fyrir jólin og kannski tvær, þrjár smákökutegundir. Þá nota ég upp- skriftir sem hafa gengið í minni fjölskyldu síðan ég man eftir mér.“ Innt eftir uppáhaldsmatn- um sínum segist hún ekki eiga neitt uppáhald. „Mamma gerir samt góða aspassúpu og tengda- pabbi gerir frábærar fiskibollur.“ heida@frettabladid.is Leynivopnin í eldhúsinu Guðrún Möller gefur lítið fyrir afrek sín í eldhúsinu en segist klóra sig fram úr uppskriftum fái hún undir- búningstíma. Góð áhöld segir hún nauðsynleg við eldamennskuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Guðrún Möller segir nauð- synlegt að eiga góð áhöld í eldhússkúffunum. AFMÆLISVEISLA Í NONNAHÚSI verður haldin sunnudaginn 16. nóvember í tilefni þess að Jón Sveinsson, eða Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Veislan stendur frá klukkan 13 til 16 og lesið verður fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Aðeins ein vika eftir! Villibráðarhlaðborðinu lýkur 19. nóvember Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóv. Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.