Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 6
6 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR SVEITARFÉLÖG Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, mun leggja fram lagafrumvarp sem kveður á um að árið 2014 verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélög- um 1.000. Í dag er lágmarksfjöldi íbúa 50. Þetta kallar á sameiningu fjölda sveitarfélaga. Kristján kynnti þetta á fjármála- ráðstefnu Samtaka sveitarfélaga. Hann sagði það umhugsunarefni hvort við hefðum efni á að reka mörg smá sveitarfélög. Misgóður rómur var gerður að tillögu ráðherra. Spurt var hvort íbúatala ein ætti að ráða sameiningu, frekar en landfræðileg skilyrði, samgöng- ur, tekjur eða þjónusta. - kóp Sveitarfélög verða sameinuð: Íbúalágmark 1.000 árið 2014 SVEITARFÉLÖG Einhugur var um það á fjármálaráðstefnu Samtaka sveitarfélaga að nauðsynlegt væri fyrir sveitarfélög að framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yrðu óbreytt. Það gildi líka um viðbótarframlag, en því hefur verið úthlutað til sveitarfélaga í vanda. Það hefur numið 1,4 millj- örðum króna síðustu tvö ár. Samkvæmt fjárlögum sem lögð voru fram í október er ekki gert ráð fyrir aukaframlaginu og reglu- bundin framlög til hans dragast saman um 10 prósent. Framlag jöfnunarsjóðsins vegur misþungt hjá sveitarfélögum, en algengt er að það sé 7 til 12 pró- sent af tekjum þeirra. Í fjölda þeirra er það hærra, 20 til 25 pró- sent og í Tálknafjarðarhreppi er það tæplega 42 prósent af tekjum. Fjármálaráðherra var krafinn svara um hvað yrði um jöfnunar- sjóðinn. Í máli fundarmanna kom fram hve miklu framlag jöfnunarsjóðs skipti sveitarfélögin og án þess væri stoðunum kippt undan rekstri margra þeirra. Það eigi líka við um viðbótarfjármagnið, en dæmi eru um að það eitt og sér nemi 18 prósentum af heildartekjum A- hluta sveitarfélags. Halldór Halldórsson, formaður Samtaka sveitarfélaga, sagði mörg sveitarfélög orðin háð viðbótar- fjármagninu. „Mörg smærri sveit- arfélög og sameinuð sveitarfélög eru háð þessu framlagi áfram, ekki síst við þær aðstæður sem nú eru.“ Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra sagði í erindi sínu að því miður myndu þær breytinga- tillögur sem nú er verið að gera á frumvarpinu miða að því að skera niður fremur en auka útgjöld. Að lokn- um umræðum, þar sem sveitar- stjórnarmenn ítrekuðu mikilvægi jöfnunarsjóðs og viðbótafram- lagsins, sagðist ráðherra hafa fengið skýr skilaboð og með þau færi hann af fundinum. „Ég hef sjaldan fengið bein- skeyttari skilaboð um hvað það er sem skiptir sveitarfélögin máli og ég verð að taka það alvarlega og inn í þá vinnu sem við erum í. Stakkurinn hefur hins vegar senni- lega aldrei verið þrengra sniðinn og ef við bætum í hér verðum við að minnka annars staðar.“ Ríkisvaldið var á fundinum sakað um skort á virðingu fyrir sveitarstjórnarstiginu. Oft gengi illa að fá greitt frá ríkinu þó að til væru undirritaðir samningar þar um. kolbeinn@frettabladid.is Einhugur á ráð- stefnu sveitarfélaga Sveitarstjórnarfólk var einhuga um að nauðsynlegt væri að framlög í jöfnunar- sjóð yrðu óbreytt á næsta ári, annars lenti fjöldi þeirra í fjárkröggum. Kallað var eftir skýrum skilaboðum frá ríkisvaldinu en sumum þótti fátt um svör. ÞUNGT HUGSI Þingfulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna voru þungt hugsi yfir ástandi efnahagsmála. Svo mjög að sumir ræðumenn kvörtuðu og báðu um fleiri bros. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HALLDÓR HALLDÓRSSON EFNAHAGSMÁL Tekjur hins opinbera munu dragast saman um fjórðung árið 2009, miðað við árið 2008. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Þá munu skuldir hins opinbera aukast mjög, þær voru um 28 pró- sent af landsframleiðslu árið 2007, en eru líklegar til að verða mun meiri en landsframleiðsla árið 2009. Þá sé enn óljóst hvaða áhrif viðræður við Breta, Hollendinga, Þjóðverja og fleiri þjóðir muni hafa á skuldastöðu ríkissjóðs. Árni segir þörf á niðurskurði í opinberum vexti og vaxtabyrði af skuldum geti stefnt opinberum fjármálum í voða. „Það er brýnt verkefni hins opinbera að draga úr útgjöldum, lækka skuldirnar og ná jafnvægi á ný í fjármálum bæði ríkis og sveitarfélaga.“ Staða ríkissjóðs gerði það að verkum að hann væri ekki aflögu- fær til að koma að niðurgreiðslu skulda sveitarfélaga, því væri niðurskurður mikilvægari en ella. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur metið það svo að þörf væri á að skera niður útgjöld í opinberum rekstri á næstu árum og að sú þörf sé aðkallandi í ljósi breyttrar stöðu.“ - kóp Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tilkynnir tekjutap hins opinbera: Fjórðungi minni tekjur 2009 FJÁRMÁLARÁÐHERRA Segir að skuldir hins opinbera verði mun meiri en landsfram- leiðsla árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL „Þetta er grafalvar- legt mál. Svona nokkuð getur hæg- lega ollið alvarlegum umferðar- slysum,“ segir Dagbjartur Sigur brandsson, verkefnastjóri hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Haus af umferðarljósi var stolið á gatna- mótum Sæbrautar og Holtavegar um klukkan 18.00 fyrrakvöld. Umferðarljósin á gatnamótunum virka enn, en líklegt er að kostnað- ur vegna kaupa á nýjum ljósahaus verði í kringum 200.000 krónur. Dagbjartur segir slík tilvik hafa komið upp tvisvar áður á sínum ferli. „Í fyrra skiptið létum við fjöl- miðla vita af þjófnaði á ljósahaus hjá Blóðbankanum. Hálftíma eftir að fréttin var lesin upp hringdi í okkur faðir ungings, sem væntan- lega hefur gripið piltinn glóðvolg- an. Í seinna skiptið fannst ljósahaus af Kringlumýrarbraut ekki fyrr en tveimur árum síðar við fíkniefna- leit í íbúð einni. Hausinn var þá tengdur og öll ljós logandi, búið að skipta um perur og hvaðeina,“ segir Dagbjartur, og bætir við að ýmsir aðilar hafi reynt að kaupa ljósa- hausa af honum í gegnum tíðina, oft til að tengja við hljómflutnings- græjur og nota sem diskóljós. Dagbjartur skorar á alla sem gætu veitt upplýsingar um þjófnað- inn að láta í sér heyra. - kg Haus af umferðarljósi var stolið á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar: Diskó-óður ljósaþjófur á ferð YFIR Á RAUÐU Að sögn Dagbjarts hefur nýr ljósahaus verið pantaður ef ske kynni að sá gamli skili sér ekki. Kostnað- urinn sé upp undir 200.000 krónur. KJÖRKASSINN Finnst þér ráðamenn hafa staðið sig vel í að upplýsa þjóð- ina um stöðu efnahagsmála undanfarnar vikur? Já 8,6% Nei 91,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu komin/n í jólaskap? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.