Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 56
36 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Valsmenn safna Fjölnismönnum
Það eru engin kreppumerki á knattspyrnudeild Vals en
félagið gekk í gær frá samningum við tvo leikmenn Fjölnis.
Það eru þeir Ólafur Páll Snorrason og Pétur
Georg Markan sem hafa ákveðið að söðla um
og ganga í raðir Hlíðarendaliðsins en báðir
voru í lykilhlutverkum hjá Fjölni síðasta
sumar. Valsmenn eru því sem fyrr
eina félagið á Íslandi sem er virkt
á leikmannamarkaðnum en áður
hafði félagið gengið frá samn-
ingum við Reyni Leósson, Ian
Jeffs og svo er Kristján Hauksson
kominn til félagsins á ný en hann
var í láni hjá Fjölni síðasta sumar.
HANDBOLTI Júlíus Jónasson,
landsliðs þjálfari kvenna, hefur
valið æfingahóp til undirbúnings
fyrir undankeppni HM sem fer
fram í lok mánaðarins. Leikið er í
Póllandi.
Ísland er í riðli með Póllandi,
Lettlandi, Slóvakíu og Sviss og
fer efsta lið riðilsins á HM. - hbg
Kvennalandsliðið:
Júlíus velur 20
manna hóp
RAKEL DÖGG Er í leikmannahópi Júlíusar
sem fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir Valur
Guðrún Maríasdóttir Fylkir
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK
Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir HK
Ágústa Edda Björnsdóttir Valur
Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram
Dagný Skúladóttir Valur
Elísabet Gunnarsdóttir Stjarnan
Hanna G. Stefánsdóttir Haukar
Hildigunnur Einarsdóttir Valur
Hildur Þorgeirsdóttir FH
Hrafnhildur Skúladóttir Valur
Íris Ásta Pétursdóttir Valur
Jóna S. Halldórsdóttir HK
Ragnhildur Guðmundsdóttir FH
Rakel Dögg Bragadóttir Kolding
Rut Jónsdóttir Team Tvis Holstebro
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram
Stella Sigurðardóttir Fram
Sunna María Einarsdóttir Fylkir
N1-deild karla í handbolta
FH-Akureyri 32-34 (17-14)
Mörk FH (skot): Aron Pálmarsson 11 (15),
Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson
5 (15), Halldór Guðjónsson 4 (4), Guðmundur
Pedersen 4 (6), Sigursteinn Arndal 2 (2), Sigurð-
ur Ágústsson 1 (2).
Varin skot: Magnús Sigmundsson 21/1 (54/4)
39%.
Hraðaupphlaup: 8 (Ásbjörn 3, Halldór 2, Ólafur,
Ásbjörn, Aron).
Fiskuð víti: 0.
Utan vallar: 8 mín.
Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson
11/3 (19/4), Hörður Fannar Sigþórsson 5 (5),
Andri Snær Stefánsson 5 (9), Jónatan Magnússon
4/2 (11/2), Oddur Grétarsson 3 (6), Anton Rún-
arsson 3 (9), Gústaf Kristjánsson 1 (1).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%,
Hafþór Einarsson 4 (22) 18%.
Hraðaupphlaup: 1 (Árni).
Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
voru mjög góðir.
Fram-HK 29-29 (13-13)
Markahæstir hjá Fram: Rúnar Kárason 9,
Haraldur Þorvarðarson 6, Guðjón Drengsson 5,
Andri Berg Haraldsson 4.
Markahæstir hjá HK: Valdimar Þórsson 12,
Gunnar Steinn Jónsson 4, Ragnar Hjaltested 4.
Valur-Víkingur 31-22 (17-9)
Markahæstir hjá Val: Baldvin Þorsteinsson 7,
Arnór Gunnarsson 5, Heimir Örn Árnason 4,
Sigurður Eggertsson 4.
Markahæstir hjá Víkingi: Sverrir Hermannsson
7, Sveinn Þorgeirsson 4, Davíð Ágústsson 4.
Iceland Express-deild karla
Grindavík-Keflavík 80-79 (39-36)
Stig Grindavíkur: Brenton Joe Birmingham 19
(13 frák. hitti úr 6 af 7 3ja stiga), Páll Kristinsson
17 (10 frák.), Páll Axel Vilbergsson 17, Arnar Freyr
Jónsson 13, Þorleifur Ólafsson 11 (6 frák., 6
stoðs., 4 stolnir), Davíð Páll Hermannsson 3.
Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson
21 (8 frák.), Sverrir Þór Sverrisson 19 (7 stoðs.),
Gunnar Stefánsson 17, Vilhjálmur Steinarsson 6,
Elvar Þór Sigurjónsson 6, Jón Norðdal Hafsteins-
son 5 (11 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 3, Eldur
Ólafsson 2.
FSu-Breiðablik 93-70 (45-42)
Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 23, Björgvin
Valentínusson 22, Vésteinn Sveinsson 18, Árni
Ragnarsson 11 (8 fráköst), Thomas Viglianco 9,
Tyler Dunaway 5, Nicholas Mabbutt 5.
Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 20 (10 fráköst),
Kristján Sigurðsson 10, Daníel Guðmundsson 10,
Halldór Halldórsson 10, H. Vilhjálmsson 5, Rúnar
Erlingsson 5, Emil Jóhannsson 5, Loftur Einarsson
3, Rúnar Pálmarsson 2.
Stjarnan-KR 81-90 (49-44)
ÚRSLIT
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í
Burnley stálu senunni í 16 liða úrslitum
enska deildarbikarsins í fyrrakvöld með
því að slá stórlið Chelsea úr keppni eftir
vítaspyrnukeppni og bráðabana og það á
hinum alræmda Stamford Bridge-leikvangi.
„Þetta var alveg ótrúlegt, en við höfðum
samt mikla trú á því að við gætum slegið þá úr
keppni. Knattspyrnustjórinn okkar sagði á liðsfundi
fyrir leikinn að það væri alveg hægt að vinna Chel-
sea á Stamford Bridge og að Liverpool hefði sýnt
það um daginn, en tók svo reyndar strax fram að
tæplega níutíu félögum í röð þar á undan hefði
mistekist að sigra þar. Menn náttúrlega sprungu
bara úr hlátri fyrst en síðan hélt hann áfram að telja
okkur trú um þetta og menn fóru í leikinn með
miklu sjálfstrausti, við spiluðum okkar leik og
uppskárum eins og við sáðum,“ segir Jóhannes
Karl sigurreifur.
Jóhannes Karl var í byrjunarliði Burnley en þurfti að
yfirgefa völlinn í upphafi framlengingar vegna meiðsla
og gat því ekki tekið þátt í vítaspyrnukeppninni, þar sem
Burnley vann 5-4 í bráðabana.
„Ég hefði elskað að fá tækifæri til þess að
taka víti en ég fékk högg á kálfann og var
orðinn það haltur að ég varð að fara af velli.
En ég verð vonandi orðinn klár í slaginn gegn
QPR í Championship-deildinni á morgun,“ segir
Jóhannes Karl.
Á morgun verður einnig dregið í átta liða úrslit deild-
arbikarsins og þar er Burnley í pottinum ásamt stórliðum
Arsenal og Manchester United.
„Það væri náttúrlega best að fá heimaleik en eftir að
hafa slegið Chelsea út þá skiptir í raun engu hverjir móth-
erjarnir verða ef við förum með sama hugarfari í þann leik
og gegn Chelsea. Ég væri alveg til í að fara á Old Trafford
og reyna að slá United úr leik,“ segir púlarinn Jóhannes
Karl og hlær stríðnislega.
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON: LÉK MEÐ BURNLEY Í SIGRI Á CHELSEA Í 16 LIÐA ÚRSLITUM DEILDARBIKARSINS
Vill fá United á Old Trafford í átta liða úrslitum
Framhald bls. 12
Framhald á bls. 42
Þar kom í móti honum
bergrisi og hafði járnstaf
í hendi og bar höfuðið
hærra en fjöllin og
margir aðrir jötnar
með honum...
Njósnarinn ákvað
því að fara suður um
Reykjanes og reyndi
hann ganga upp á
Víkarsskeiði.
KÖRFUBOLTI „Við spiluðum mjög
vel fyrstu mínúturnar í leiknum
en þá er það bara upptalið. Menn
töldu þá greinilega að þetta yrði
eitthvað létt, fóru niður á
hælana og komust aldrei af
þeim. Þetta eru tvö stig en
þetta var ekki ásættanleg
frammistaða,“ sagði Frið-
rik Ragnarsson, þjálfari
Grindavíkur, eftir 80-
79 sigur Grindavíkur
á Keflavík í gær.
Grindavík komst í 16-
2 og 23-4 en Keflvíkingar
unnu sig inn í leikinn með
góðum öðrum leikhluta og
voru síðan nálægt því að vinna
leikinn í lokin.
„Ég vil hrósa Keflvíkingunum.
Þeir spiluðu gríðarlega vel að
mínu mati miðað við að það vant-
aði lykilmenn í þeirra lið,“ sagði
Friðrik en Keflavík lék án
þeirra Gunnars Einarssonar og
Þrastar Leó Jóhannssonar í
gær.
Friðrik var langt frá því
að vera sáttur en játti því
að þeir Brenton Birming-
ham og Páls Kristinsson
hafi dregið vagninn í þess-
um leik.
„Við vorum langt frá
okkar besta og mig
grunar að fyrstu mín-
úturnar hafi gefi til-
efni til vanmats. Við
komust aldrei aftur
í takt við leikinn og
vorum stálheppn-
ir að vinna,“ sagði
Friðrik.
Brenton Birmingham tók af
skarið hjá Grindavík í seinni hálf-
leik og skoraði þá 13 af 19 stigum
sínum. Hann var besti maður liðs-
ins ásamt Páli Kristinssyni sem
barðist út um allan völl. Það hefur
mikið verið talað um breiddina hjá
Grindavík en bekkur Keflavíkur
skoraði 31 stig gegn aðeins 3 hjá
Grindavík í gær.
Sverrir Þór Sverrisson átti mjög
góðan leik í liði Keflavíkur og það
var sérstaklega aðdáunarvert að
sjá hann koma Keflavík aftur inn í
leikinn í öðrum leikhluta þar sem
hann var með 11 stig og 3 stoð-
sendingar. Sverrir átti síðasta skot
leiksins en þurfti að taka það frá
miðju og hitti ekki. Gunnar Stef-
ánsson átti líka góða innkomu af
bekknum og Sigurður Gunnar Þor-
steinsson er orðinn mjög öflugur
undir körfunum bæði í vörn og
sókn. - óój
Grindvíkingar komust aftur á sigurbraut með naumum sigri á Keflavík í gær:
Vorum stálheppnir að vinna
SÆTUR SIGUR Arnar Freyr Jónsson skoraði
13 stig fyrir Grindavík gegn sínum
gömlu félögum í Keflavík.
FRÉTTABLADID/STEFÁN
HANDBOLTI Akureyri náði loksins
að leggja FH í þriðju rimmu lið-
anna í vetur. Í fyrstu tveim leikj-
unum kom FH til baka og vann en
nú snérist taflið við því Akureyri
átti frábæra endurkomu og
tryggði sér verulega sætan
tveggja marka sigur, 32-34.
„Við erum svo bilaðir enda
erum við frá Akureyri,“ sagði
brosmildur Árni Þór Sigtryggs-
son eftir leik aðspurður um
stemninguna í Akureyrarliðinu
og leikgleðina sem skín úr
andlitum leikmanna.
Akureyringar faðmast innilega
í upphitun, fagna hver öðrum í
kynningu og syngja söngva eftir
sigurleiki. Stemningin í liðinu
dylst engum og hún virðist fleyta
liðinu langt. „Þetta eru allt strák-
ar frá Akureyri og við náum bara
vel saman og förum langt á gleð-
inni,“ sagði Árni sem átti frábær-
an leik og þá sérstaklega í síðari
hálfleik.
Það var fátt sem benti til þess
framan af leik að Akureyri myndi
hafa sigur. Sprækir FH-ingar
komust í 5-0 og virtust ætla að
keyra yfir þunga Akureyringa.
Vörn Akureyrar datt síðan í gang
og í raun hélt liðinu inni í leiknum
í hálfleik þegar FH leiddi með
þrem mörkum, 17-14.
Það hefur hingað til hentað FH
betur að sækja sigur en verja for-
skot og það sýndi sig í gær. Liðið
virkaði á köflum taugaveiklað í
síðari hálfleik og þegar Aron var
tekinn úr umferð var lítið að ger-
ast og munaði mikið um að hinn
magnaði Ólafur Guðmundsson
fann sig engan veginn.
Hinir þungu Akureyringar voru
allt í einu orðnir sprækara liðið í
seinni hálfleik, keyrðu hraðar
sóknir og þegar Hörður Flóki
varði nokkra bolta komust þeir
yfir í fyrsta skipti, 27-28, þegar
sjö mínútur lifðu leiks. FH-ingar
áttu ekkert svar og stemnings-
strákarnir að norðan sungu í
leikslok áður en þeir hlupu út úr
húsi í búningunum sínum því þeir
voru að missa af fluginu norður.
„Ég held við höfum ekkert
verið stressaðir heldur var
reynsluleysið kannski frekar að
há okkur,“ sagði Aron Pálmars-
son sem skoraði 11 frábær mörk
en sóknarleikur FH hrundi þegar
hann var tekinn úr umferð.
„Þetta er annað tapið í vetur og
það aftur á heimavelli. Það er
alveg skelfilegt því hér ætluðum
við ekki að tapa,“ sagði Aron
ákveðinn að lokum.
henry@frettabladid.is
VIÐ ERUM SVO BILAÐIR
Stemningslið Akureyrar situr eitt á toppi N1-deildar karla eftir seiglusigur á FH
í gær, 32-34. Árni Þór Sigtryggsson þakkar stemningunni í liðinu árangurinn.
ILLVIÐRÁÐANLEGUR Árni Þór Sigtryggsson fór fyrir liði norðanmanna í Krikanum í
gær og skoraði ellefu mörk í 32-34 sigri gegn FH í slag toppliðanna í N1-deild karla í
handbolta. FRÉTTABLADID/ARNÞÓR