Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 46
26 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is CONDOLEEZZA RICE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954. „Refsum Frökkum, hunds- um Þjóðverja og fyrirgefum Rússum.“ Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mælti þessi orð þegar hin ofantöldu ríki lýstu sig andvíg innrásinni í Írak. Condoleezza Rice lætur af embætti í byrjun næsta árs. Gottfried Wilhelm Leibniz var þýskur stærðfræðingur, heim- spekingur, eðlisfræðingur, bóka- safnsfræðingur og lögfræðingur. Hann fæddist í Leipzig og hóf nám í háskólanum þar fimmtán ára. Hann lauk gráðu í heimspeki sautján ára og doktorsprófi í lög- fræði tvítugur. Þá fyrst fór hann að leggja stund á stærðfræði. Leibniz smíðaði fyrstu vélrænu reiknivélina sem gat framkvæmt margföldun og deilingu. Hann varð ásamt Newton upphafs- maður deildunar- og heildunar- reiknings (diffur- og tegurreikn- ingur) og hann fann upp ýmis tákn sem notuð eru í stærðfræðinni í dag. Leibniz taldi reyndar að hægt væri að búa til táknkerfi yfir alla hugsun mannsins en ekki tókst honum að klára að búa það kerfi til. Kærumál kom upp milli New- tons og Leibniz um hvor hefði orðið á undan að finna upp deildunarreikninginn og stóð það mál í mörg ár. Niðurstaðan var, réttilega, að Newton hefði verið á undan en einnig var gefið í skyn að Leibniz hefði stolið hugmyndinni af Newton. Leib- niz var settur út í kuldann við þetta og þegar hann lést nokkr- um árum síðar fylgdi enginn af kollegum hans honum til grafar nema einkaritari hans. Í dag er talið að Newton og Leibniz hafi fundið upp deildunarreikninginn hvor í sínu lagi, án þess að hafa vitað af uppgötvun hins. ÞETTA GERÐIST: 14. NÓVEMBER 1716 Stærðfræðingurinn Leibniz deyr Háteigsskóli fagnar fjörtíu ára afmæli á morgun en skólinn tók til starfa hinn 15. nóvember árið 1968. Að því tilefni verður skólinn opinn milli 12 og 15 og gefst gestum og gangandi kostur á að virða fyrir sér sýningar um sögu skól- ans og dreypa á kaffi og með því á fjór- um kaffihúsum sem verða starfrækt á víð og dreif um skólabygginguna. Þar á meðal er eitt ætlað fyrrverandi starfs- mönnum en annað fyrrverandi nem- endum skólans. „Þetta er kærkomið tækifæri til að hittast og skrafa um gamla tíma,“ segir skólastjórinn Ásgeir Beinteinsson en hann hefur gengt starfi skólastjóra frá árinu 1997 en var áður aðstoðarskóla- stjóri. Hann segir skólastarfið í upphafi hafa mótast af því að skólin var sér- stakur æfinga- og tilraunaskóli með- fram því að vera skyldunámsskóli. „Hér var því hópur æfingakennara sem bjó yfir mikilli fræðilegri sérhæfingu á sínum sviðum.“ Við yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri grunnskólanna árið 1996 var skólinn gerður að almennum grunn- skóla en gert tímabundið samkomu- lag um hlutverk hans sem æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands. Þeirri starfsemi var alfarið hætt haust- ið 1998 og síðan þá hefur skólinn gegnt sambærilegu hlutverki og aðrir grunn- skólar landsins. Eftir breytinguna var efnt til samkeppni um nýtt nafn og fékk skólinn nafnið Háteigsskóli. Hann er nú einn af þeim grunnskólum lands- ins sem sinna æfingakennslu á öllum stigum. „Við höfum þó alltaf verið í nánum tengslum við Kennaraháskólann og erum nú búin að gera sérstakt sam- komulag við Menntasvið um að vera heimaskóli æfingakennslu svo við erum í raun ganga í endurnýjun þessa gamla hlutverks,“ segir Ásgeir. Hann segir skólann í sífelldri mótun og nefnir ýmsar breytingar á síðustu árum. „Við höfum verið að efla sjálfs- mat í skólanum og höfum síðastliðin níu ár skoðað viðhorf foreldra og líðan nemenda. Við söfnum þessum upplýs- ingum kerfisbundið saman sem hefur reynst mikill styrkur. Þannig getum við gert samanburð og sjáum hvar við þurfum að bæta okkur,“ segir Ásgeir. „Þá hefur leiklistarstarf í skólanum eflst til muna en árið 2003 var skólinn gerður að móðurskóla í leikrænni tján- ingu. Fréttabréfið Háteigur hefur verið gefið út mánaðarlega í skólanum frá því árið 2001 en í tilefni afmælisins kemur út veglegt tuttugu síðna afmælisrit. Fulltrú skólastjóra ritstýrir fréttabréf- inu en þar er að jafnaði að finna sögur, ljóð og myndir eftir nemendur ásamt upplýsingum um helstu viðburði í skól- anum. Í afmælisritinu verða greinar eftir bæði nemendur og kennara ásamt ávarpi skólastjóra. vera@frettabladid.is HÁTEIGSSKÓLI: HELDUR AFMÆLISVEISLU Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI SKÓLANS Sjálfsmat hefur reynst styrkur Í tilefni afmælisins verða fjögur kaffihús starfrækt í skólanum á morgun en auk þess verður veglegt afmælisrit gefið út. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Karlsson málarameistari Hátúni 12, andaðist þriðjudaginn 11. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MS-félag Íslands. Ásthildur Þ. Guðmundsdóttir Jón Friðriksson Stefán Guðmundsson Guðrún Ólöf Hrafnsdóttir Karl Ágúst Guðmundsson Agnes Ástvaldsdóttir og barnabörn. Eiginmaður og sonur, Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, Åkerstigen 6, 1553-35 Järna, Svíþjóð, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erla Hilmarsdóttir Gissur Ó. Erlingsson Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, Gunnlaugur Magnússon Fellaskjóli, Grundarfirði, lést 8. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Fellaskjól. Þuríður Jóna Gunnlaugsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson Helle Martensen Valur N. Gunnlaugsson Sigurbjörg Hoffrits Jónína Gunnlaugsdóttir Magnús Árni Gunnlaugsson Sigríður Halldórsdóttir Benjamín S. Gunnlaugsson Þóra Soffía Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Ásrún Erla Valdimarsdóttir Melgerði 27, Kópavogi, lést föstudaginn 7. nóvember í Sunnuhlíð. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. nóvember kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Hörður Hjaltason Valdimar Harðarson Jóhanna Elín Stefánsdóttir Þorsteinn Valdimarsson Olgeir Guðbergur Valdimarsson Stefán Georgsson og fjölskylda Guðrún Jóhanna Georgsdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Helgi Magnússon Hjöllum 13, Patreksfirði, lést þriðjudaginn 4. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Bent er á að laugardaginn 15. nóvember fer ferjan Baldur frá Stykkishólmi klukkan 9.30 og frá Brjánslæk sama dag klukkan 18.00. Bára M. Pálsdóttir Sigurrós H. Ólafsdóttir Bjarki Pálsson Þórdís S. Ólafsdóttir Ralf Sommer Ólafur K. Ólafsson Ingunn Ó. Ólafsdóttir Ulrik Overgaard Kári Ólafsson Halldóra Þorsteinsdóttir Auður A. Ólafsdóttir Davíð P. Bredesen Gerður B. Sveinsdóttir Gunnar S. Eggertsson Lilja Sigurðardóttir afabörn og langafabörn. Okkar ástkæra Elín Þórðardóttir frá Miðhrauni, Reykjavíkurvegi 31, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 12. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Vandamenn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Sveinsson Vallarbraut 6, Njarðvík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þann 8. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram, að ósk hins látna. Starfsfólki Landspítalans er þökkuð hlý og góð aðhlynning. Þóra Björnsdóttir Svala Sveinsdóttir Hilmar Hafsteinsson Anna Þórunn Sveinsdóttir Albert Guðmundsson Björn Sveinsson Guðmunda Benediktsdóttir Sveinn Finnur Sveinsson Jónína Þóra Sigurjónsdóttir Guðfinna Emma Sveinsdóttir barnabörn og langafabörn. MERKISATBURÐIR 1417 Vopnahléssamningur er gerður í Slésvík milli Kalmarsambandsins og greifanna í Holtsetalandi. 1894 Sjómannafélagið Báran er stofnað í Reykjavík. Það er fyrsta hreinræktaða verka- lýðsfélagið á Íslandi. 1930 Hitaveita Reykjavíkur er tekin í notkun, fyrsta hita- veita á Íslandi. 1963 Surtseyjargosið hefst um klukkan sjö að morgni á Íslandi. 1990 Sameinað Þýskaland og Pólland staðfesta Oder- Neisse-línuna sem landa- mæri milli Þýskalands og Póllands. 2001 Norðurbandalagið nær Kabúl, höfuðborg Afgan- istans, á sitt vald. AFMÆLI LOGI ÓLAFSSON, knattspyrnu- þjálfari KR, er 54 ára. KARL BRETAPRINS er sextugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.