Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 4
4 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Allt var að sjálf- sögðu rætt við Íslendingana. Árni var á fundinum og hann eiginlega samþykkti þetta. Hann vissi um þetta allt,“ segir Olivier Mauviss- eau, sendiherra Frakka hér á landi. Frakkar fara nú með forsæti í Evrópusambandinu. Mauvisseau segir að franski fjármálaráðherr- ann hefði komið á fimm manna nefnd, nokkurs konar gerðar- dómi, meðal annars með fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og EFTA. Þetta hafi verið rætt á samráðsfundi fjár- málaráðherra ESB og EFTA 4. þessa mánaðar. Frumniðurstöður nefndarinnar hafi verið að Íslend- ingar stæðu við skuldbindingar samkvæmt samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið og tilskip- un um innlánatryggingar. Mau- visseau bætir því við að hann kannist ekki við að Árni hafi skrifað undir skuldbindingar. Þetta er skilið þannig, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, að íslenska ríkið eigi að ábyrgjast innstæður sem voru á reikning- um í útibúum íslenskra banka erlendis, upp að minnst 20.887 evrum á hvern reikning. Sé gert ráð fyrir að þessi upphæð hafi verið á hverjum íslenskum reikn- ingi nálgast heildarupphæðin þúsund milljarða króna. Áður hefur komið fram að sú upphæð sem Íslendingar þyrftu að ábyrgj- ast næmi um 600 milljörðum króna. Mauvisseau segir að fyrir helgi hafi fjármálaráðherra Frakka borist bréf frá Árna. Þar segi „að stjórnvöld hér fallist ekki á niður- stöðu nefndarinnar.“ Árni M. Mathiesen sagði í Fréttablaðinu í gær að eftir að ráðherrar hefðu komið sér saman um gerðardóm hefðu evrópskir embættismenn tekið við málinu. Þeir hafi ekki fallist á að niður- staða gerðardóms yrði bindandi. Verkefninu yrði breytt í óform- legt lögfræðilegt álit. Þá hefði átt að víkka út umfjöllunarefni dóms- ins og fjalla um aðgerðir stjórn- valda hér, neyðarlögin þar á meðal. Þetta hafi stjórnvöld ekki getað sætt sig við. Þessa frásögu staðfesti Árni aftur í gær, þegar málið var borið undir hann. Mauvisseau leggur áherslu á að Frakkar séu ekki aðilar að mál- inu. Þeir reyni hins vegar að finna á því lausnir. Hann segist ekki geta upplýst um allt sem fyrir liggi í málinu og vísaði til þess að nú [í gær] stæði fundur íslenskr- ar sendinefndar og franskra emb- ættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagðist í fréttum útvarpsins vænta niðurstöðu í Icesave-mál- inu í dag. ESB líti svo á að fjár- málakerfi sambandsins sé í húfi. Það vill Mauvisseau ekki stað- festa með slíkum orðum. Spurður um mikilvægi lausnar Icesave- málsins segir hann. „Þetta eru svo miklir peningar gæskurinn.“ Eftir fundinn 4. nóvember, þar sem málið virtist komið í hnút, hefur skriður komist á viðræður íslensku sendinefndarinnar og frönsku embættismannanna. Þær fara fram í Brussel og samkvæmt heimildum blaðsins er niðurstaða í augsýn. - ikh ® LÖGREGLUMÁL Tveir menn, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. nóvember. Mennirnir hafa setið inni undanfarnar vikur vegna rann- sóknar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði sem stöðvuð var í síð- asta mánuði. Þeir voru báðir á reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi fyrir alvarlega glæpi þegar þeir voru handteknir í tengslum við verksmiðjuna. - jss Úrskurður héraðsdóms: Amfetamín- menn enn inni VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 14° 8° 9° 12° 14° 6° 9° 12° 12° 20° 13° 21° 19° 9° 12° 17° 8° Á MORGUN Víðast 5-10 m/s LAUGARDAGUR 5-13 m/s 1 1 1 0 -3 1 0 3 HELGARHORFUR Helgin er nokkuð misskipt. Á morgun verður fremur stíf norðan átt framan af degi en síðan lægir smám saman. Snjókoma eða él verða norðan til og austan en þurrt og léttir smám saman til syðra. Á sunnudag verður vindurinn vestlægur, almennt fremur stífur með vætu vestan til en þurru og björtu veðri fyrir austan. Hlýnar. 5 5 5 4 2 4 4 6 5 13 3 15 2 5 -2 0 0 -3 -4 -3 6 6 3 0 -2 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Allt var uppi á borð- inu að sögn Frakka Sendiherra Frakka segir að Árni M. Mathiesen hafi fallist á frumniðurstöðu sem gerði ráð fyrir að Íslendingar uppfylltu skuldbindingar EES-samningsins og tilskipun ESB um innstæðutryggingar. Síðan hafi Íslendingar hætt við. EFNAHAGSMÁL Skilanefnd Kaup- þings sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lýsir sig vongóða um að á næstu dögum eða vikum takist að ljúka greiðsl- um til þýskra sparifjáreigenda sem áttu innstæður á svonefndum EDGE-hávaxtanetreikningum Kaupþings í útibúi bankans í Frankfurt. Fram kemur að síðustu vikur hafi verið unnið að samkomulagi við þýsk yfirvöld um greiðslu innstæðna. Fulltrúar frá skila- nefndinni fari í næstu viku yfir málið. Það verði gert á fundum með fulltrúum þýska fjármála- ráðuneytisins og þýska fjármála- eftirlitsins. - aa Skilanefnd Kaupþings: Sátt um Edge- greiðslur nærri DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur piltur hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir að hafa haft samræði við tólf ára stúlku. Hann var þá tvítugur. Tólf mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir. Stúlkan og pilturinn kynntust á netinu. Hún sagðist þá vera tólf ára. Hann játaði fyrir dómi að hafa haft samræði við stúlkuna nokkru síðar og að hún hefði jafnframt haft við sig munnmök. Það síðarnefnda kvað hann hafa verið að frumkvæði stúlkunnar. Auk refsingarinnar var piltinum gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Fimmtán mánaða fangelsi: Kynmök við tólf ára stúlku LÖGGÆSLUMÁL Fjórar umsóknir bárust um embætti lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. Umsækjend- ur eru Alda Hrönn Jóhannsdóttir, löglærður fulltrúi lögreglustjór- ans á Suðurnesjum, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík, Halldór Frímannsson, sérfræð- ingur og lögmaður á fjármála- skrifstofu Reykjavíkurborgar, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2009 til fimm ára í senn. - jss AÐSTOÐARRÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ein fjögurra umsækjenda. Lögreglan á Suðurnesjum: Fjögur sóttu um stjórastarf ÞÝSKALAND, AP Bandarískur maður, sem var HIV-smitaður og með hvítbæði, virðist ekki vera það lengur. Fyrir 20 mánuðum gekkst hann undir bein- mergsskipti, en þeirri meðferð er yfirleitt eingöngu beitt til að vinna bug á hvítblæði. Aðgerðin virðist hafa borið þann árangur að lækna manninn af HIV-smitinu, þótt læknar hafi reyndar enn þann fyrirvara á að veiran gæti enn leynst í líkamanum og komið í ljós síðar. Þá virðist maðurinn einnig hafa læknast af hvítbæð- inu. Maðurinn er 42 ára, búsettur í Berlín, þar sem þýski læknirinn Gero Hütter framkvæmdi beinmergsskiptin á sjúkrahúsinu Charité. - gb Bandaríkjamaður í Berlín: Virðist vera laus við HIV-smit GERO HÜTTER VIÐSKIPTI Fjármagn sem félagið Ný sýn, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, notaði til að kaupa fjölmiðlahluta fyrirtækisins 365 kom ekki frá íslensku viðskipta- bönkunum. Þetta er fullyrt í yfir- lýsingu frá Jóni Ásgeiri. Ágúst Ólafur Ágústsson, for- maður viðskiptanefndar Alþingis, hefur óskað eftir því að banka- stjórar viðskiptabankanna þriggja komi á fund nefndarinnar í dag. Þar hyggst hann spyrja þá hvort bankar þeirra hafi lánað félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar 1,5 milljarða króna til að kaupa fjöl- miðlahluta 365, útgáfufélags Fréttablaðsins. Jón Ásgeir mótmælir því að bankastjórarnir séu með þessum hætti beðnir um að rjúfa banka- leynd. „Það eina sem vakti fyrir mér með kaupum á fjölmiðlum 365 var að forða 365 frá að lenda í gjaldþroti,“ segir í yfirlýsingunni. Engin ákvæði eru í þingskapa- lögum sem veita þingnefnd heim- ild til að krefjast upplýsinga sem um ríkir bankaleynd, segir Eirík- ur Tómasson lagaprófessor. Eiríkur segir að þrátt fyrir að nefndarfundir séu lokaðir, og nefndarmenn bundnir trúnaði, geti bankastjórarnir ekki upplýst um einstaka viðskiptavini. Þó væri vafasamt að telja það brot gegn bankaleynd upplýsi bankastjór- arnir að þeirra banki hafi ekki lánað fé til kaupanna. - bj Jón Ásgeir segir kaup á fjölmiðlum 365 ekki fjármögnuð af íslenskum bönkum: Bankaleynd ofar upplýsingaskyldu EIGNARHALD Áfram verður tryggt að eignarhald á fjölmiðlum 365 verði dreift, segir Jón Ásgeir Jóhannesson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SENDIHERRA FRAKKA ER HÉR Á LANDI Olivier Mauvisseau segir að Íslendingar hafi skipt um skoðun eftir samráðsfund fjármálaráðherra ESB og EFTA sem haldinn var 4. þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁRNI MATHIESEN Fjármálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að íslensk stjórnvöld hefðu ekki getað sætt sig við þau skilyrði sem sett voru eftir fundinn 4. nóvember. GENGIÐ 13.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4237 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 136,6 137,26 203,76 204,76 170,52 171,48 22,892 23,026 19,153 19,265 16,841 16,939 1,4286 1,437 200,86 202,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.