Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 22
22 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um greiðslubyrði vegna húsnæðislána Ríkisstjórnin hefur að undanförnu skipulagt margvíslegar aðgerðir til að verja heimilin í landinu vegna efnahags- vanda þjóðarinnar. Sumum aðgerðum hefur þegar verið hrint í framkvæmd, aðrar krefjast lagabreytinga sem unnið er að. Um miðjan október var nýju ríkisbönkun- um send tilmæli um að frysta afborganir myntkörf- ulána tímabundið væri þess óskað og bjóða við- skiptavinum sínum sem eru í greiðsluvanda vegna húsnæðislána sömu úrræði og Íbúðalánasjóður. Einnig er væntanlegt lagafrumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir misgengi launa og vísitölu- bundinna lána. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána verður mun viðráðanlegri en ella, verði frumvarpið að lögum. Á Alþingi er nú til umfjöllunar frumvarp til laga meðal annars um að sporna við vaxandi atvinnuleysi sem er ætlað að ýta undir að atvinnurekendur semji um lægra starfshlutfall við starfsfólk sitt í stað þess að grípa til hópuppsagna. Samkvæmt því verður unnt að greiða atvinnuleysisbætur á móti lægra starfshlutfalli í mun lengri tíma en áður og skerðing bóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf verður felld niður. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu vikum fengið auknar heimildir til að mæta vanda lántakenda í greiðsluerfiðleikum. Sjóðurinn getur nú boðið fólki að greiða ekki af höfuðstól láns heldur einungis vexti og verðbætur vegna þeirra í tiltekinn tíma þyki það líklegt til að leysa úr greiðsluerfið- leikum. Unnt er að fá greiðslufrest á afborganir lána hafi fólk keypt sér húsnæði en ekki tekist að selja eldri íbúð og inn- heimtuaðgerðir sjóðsins hafa verið mildaðar verulega. Framantaldar heimildir koma til viðbótar eldri úrræðum Íbúðalánasjóðs sem felast í skuldbreytingu vanskila, lengingu lána og frystingu afborgana í allt að þrjú ár. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem heimilar Íbúðalánasjóði að lengja lán vegna greiðsluerfiðleika verulega. Sam- kvæmt frumvarpinu fær sjóðurinn einnig heimild til að leigja eða fela öðrum að annast leigumiðlun með íbúðir sem sjóðurinn hefur leyst til sín. Markmiðið er að gera fólki kleift að búa áfram í íbúðunum gegn leigu og koma þannig í veg fyrir að það þurfi að hrekjast af heimilum sínum með litlum fyrirvara. Frumvarp fjármálaráðherra um tímabundið afnám stimpilgjalda vegna skilmálabreytinga á lánum vegna greiðsluerfiðleika er einnig í með- förum þingsins. Að lokum má nefna að Ráðgjafar- stofa um fjármál heimilanna hefur verið efld verulega með fjölgun stöðugilda, en mikil og vaxandi eftirspurn er eftir ráðgjöf sem þar er í boði. Ég hvet fólk til þess að kynna sér tiltæk úrræði sem mögulega geta nýst þeim í greiðsluerfiðleikum og sömuleiðis að fylgjast vel með breytingum vegna nýrra úrræða sem eru í vændum. Fólk getur snúið sér beint til þeirra stofnana sem í hlut eiga en einnig bendi ég sérstaklega á upplýsingasíðu sem sett var á fót vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði á slóðinni: www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Aðgerðir til varnar heimilunum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SPOTTIÐ Framhald á bls 28 Hann ákvað að synda inn Vopnafjörð og ganga á land. Þá kom eftir dalnum risavaxinn dreki og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann.... Tökum málverkin í mót- mælaskyni Fram kom á Vísi í fyrradag að kona ein á Akureyri sem glatað hefði fjármunum í Landsbankanum hefði tekið stól út úr útibúi bankans á Akureyri. Helgi Teitur Helgason úti- bússtjóri sagði þar um mótmæli að ræða og gerði ekki mikið úr atvikinu. Er þetta ekki ágætishugmynd fyrir fólkið fyrir sunnan sem vill mótmæla með svipuðum hætti í Reykjavík, það mætti til dæmis taka málverk úr útibúinu við Austur- stræti í Reykjavík. Stillimyndin Skjáreinn sýndi einungis stillimynd í gærkvöldi frá klukkan 17. Með þeim hætti voru áhorfendur hvattir til að skrifa undir áskorun til mennta- málaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppn- isumhverfi einkarekinna sjónvarps- stöðva. Einhver gæti talið þetta ágætisaðgerð til að hvetja fólk til að halda stillingu á þess- um óvissu- tímum. Innheimtufyrirtækjafjöld Mörg fyrirtæki nýta sér fjármálaráð- stefnu Samtaka sveitarfélaga til að kynna þjónustu sína. Þannig mátti sjá að ýmsar fjármálastofnanir – já þær eru til – voru með bás á Hilton hótel í gær, Skýrr, Rekstrarvörur og fleiri. Mest áberandi voru þó innheimtu- fyrirtækin sem voru með bása í röðum og gáfu penna, kaffi, upptak- ara, nammi, gos og bjór; allt til að kynna háþróaða innheimtustarf- semi sína. Hvort skuldunautar sveitarfélaganna verða illþyrmilega varir við þessa góðu markaðssetningu skal ósagt látið. jse@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.isD agur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvem- ber. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverk- um Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum. Aðalmarkmið tillagna málnefndarinnar að íslenskri málstefnu er að íslenskan verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Í fljótu bragði kann þetta að virðast sjálfgefið en ef að er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Vissulega stendur íslenskan að mörgu leyti vel. Nefna má blómlega bókaútgáfu og bloggið sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks tjáir sig nú skriflega daglega eða oft á dag. Á öðrum sviðum er ljóst að íslenskan á undir högg að sækja. Nefna má að dregið hefur úr íslenskukennslu á öllum skólastigum, þar með talið hjá kennaranemum, og er móðurmálskennsla í íslenskum grunnskólum nú talsvert minni en í grunnskólum á öðrum Norðurlöndum. Einnig má nefna að enskan skipar vaxandi sess í háskólasamfélaginu. Til dæmis færist í vöxt að kennt sé á ensku í íslenskum háskólum, enda þótt kennarinn og yfirgnæfandi meirihluti nemenda hafi íslensku að móðurmáli. Undanfarin ár hafa meira að segja flestar doktorsritgerðir við íslenska háskóla verið á ensku. Sú spurning hlýtur að vakna hvort að því muni koma að íslenska verði beinlínis ónothæf í háskólum á Íslandi. Stærð málsamfélags skiptir ekki sköpum um framtíðarhorfur tungumáls heldur ráðast þær fremur af stöðu þess innan mál- samfélagsins. Staða íslenskrar tungu verður þannig best tryggð ef hún er notuð sem allra víðast í íslensku samfélagi. Á undanförnum áratug hefur málstefna verið ofarlega á dagskrá málnefnda allra Norðurlanda. Þjóðirnar hafa hver á fætur annarri gert tillögu að opinberri málstefnu, ekki síst vegna vaxandi áhrifa ensku á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Finnar hafa, enn sem komið er, einir Norðurlandaþjóða samþykkt lög um tungumálið. Hér á landi hefur undirbúningur að gerð málstefnunnar staðið í tæp tvö ár og er þetta í fyrsta sinn sem sem tilraun er gerð til að setja á blað íslenska málstefnu. Íslenskan er sameign þjóðarinnar og henni verður ekki viðhaldið eða hún ræktuð nema með sameiginlegri ábyrgð allra þeirra sem eiga hana að móðurmáli. Foreldrar gegna þarna lykilhlutverki með málörvun allt frá fæðingu barns, samræðum við börnin, upplestri og hvatningu til lestrar. Staða íslenskrar tungu er sterk. Íslendingar verða þó að gæta þess að sofna ekki á verðinum því þá er hætta á að einstök umdæmi tungunnar glatist og hopi fyrir erlendu máli. Reynsla annarra þjóða sýnir að erfitt er að vinna aftur svið sem tapast hafa. Fagna ber þeim tímamótum að íslensk málstefna liggi fyrir í skrifuðum texta sem hægt að að nota og vísa í. Verkefninu er þó alls ekki lokið. Málstefnan verður að vera í stöðugri umræðu og endurskoðun. Ritið Íslenska til alls er aðeins upphafið að stóru verkefni, verkefni sem við verðum öll að takast á við. Framtíð íslenskrar tungu er aðeins tryggð ef þjóðin tekur afdráttarlausa afstöðu með íslenskunni og notar hana hér eftir sem hingað til á öllum sviðum samfélagsins. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember: Íslenska til alls STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.